Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 38
STJÓRNUN læknarnir jafnframt rekstrarlegir framkvæmdastjórar. Það má segja að íslensk sjúkrahús séu komin lengra á sviði nútíma stjómunarhátta en flest sjúkrahús á hinum Norðurlöndunum. En þessu nýja skipulagi fylgja auðvitað bæði kostir og gallar. Það getur til dæmis verið erfitt að blanda saman faglegum og íjárhagslegum rekstri en hjá okkur hefur þetta gefið góða raun og eru ársreikningar allra síðustu ára góður vitnisburður um það,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson ennfremur. En hvað segja sérfræðingar í ís- lenskri tungu um þetta misræmi í notkun starfsheita sem að framan er lýst? Hvenær er til dæmis við hæfí að nota orðið framkvæmdastjóri og hve- nær á orðið forstjóri við? Nýjasta út- gáfa Orðabókar Menningarsjóðs svarar þessari spurningu ekki og samkvæmt þeirri bók er orðið fram- kvæmdastjóri skýrt með orðinu for- stjóri og jafnframt sagt að fram- kvæmdastjóri sé sá sem stjómar framkvæmdum fyrirtækis. Það er hins vegar ekki minnst á orðið fram- kvæmdastjóri þegar hugtakið for- stjóri er skýrt. Orðið forstjóri er skil- greint sem; stjórnandi, yfírmaður fyrirtækis eða stofnunar. Samkvæmt þessum skýringum eru FYRIRTÆKIÐ ■;; HYSTEIl n m SÁ RÉm FYRIR MG ÍSbENZKA QMBDÐSSALrAN -HF. KLAPPARSTÍG 29, S. (91) - 2 64 88 orðin forstjóri og framkvæmdastjóri samheiti en þó gætir greinilegs stigs- munar á orðunum, samanber framan- greindar skýringar orðabókarinnar. Og ekki liggur ljóst fyrir hvemig ber að túlka þann stigsmun. STUNDUM HLÆGILEGT „Lengi vel voru þessi tvö starfs- heiti, framkvæmdastjóri og forstjóri, notuð jöfnum höndum. Það fór eftir smekk og venju hverju sinni hvort orðið var notað. Það þótti hins vegar frekar hlægilegt ef stjómendur í minni fyrirtækjum kölluðu sig for- stjóra,“ sagði Baldur Jónsson hjá ís- lenskri málstöð er Frjáls verslun leit- aði eftir hans sérfræðilega áliti á notk- un þessara starfsheita. „Eg veit ekki alveg hvernig litið er á þessi orð í dag en þó virðist fólk taka forstjóratitilinn hátíðlegar en fram- kvæmdastjóratitilinn og orðið for- stjóri er frekar notað þegar fyrirtækin eru stór og umsvifamikil. Hitt er þó ljóst að yfirmanni í hvaða fyrirtæki sem er, er leyfilegt að kalla sig for- stjóra, það er ekkert sem bannar það. Eg hef lítið velt þessum starfsheit- um fyrir mér en hef að undanförnu átt viðræður við menn úr viðskiptalífinu sem hafa verið að hugsa um notkun þessara orða. Þær samræður hafa komið mér til að halda að nú sé al- mennt gerður greinarmunur á orðinu forstjóri og framkvæmdastjóri. For- stj ór atitillinn þykir æðri. Fyrir nokkru var ég beðinn að þýða ensku starfsheitin, senior president, presi- dent, senior vise president, vise president, senior direktor, direktor, senior manager og manager. Eftir nokkra umhugsun lagði ég til að orðin yrðu þýdd á eftirfarandi hátt: 1. senior president - aðalfor- stjóri 2. president - forstjóri 3. senior vice president - að- alframkvæmdastjóri 4. vice president - fram- kvæmdastjóri 5. senior direktor - aðalfor- stöðumaður 6. director - forstöðumaður 7. senior manager - aðal- deildarstjóri 8. manager - deildarstjóri Samkvæmt þessu er forstjóratitill- inn æðri framkvæmdastjóratitlinum og munur á verkaskiptingu er líldega sá að forstjórinn er sjaldnast að atast í daglegum framkvæmdum, sem er þá hlutverk framkvæmdastjóra," sagði Baldur Jónsson. Frjáls verslun leitaði til Stjórnunar- félags íslands varðandi umræddan rugling á notkun starfsheita en þar var fátt um svör. Þar þótti þó líklegt að orðið forstjóri væri frekar notað í smærri fyrirtækjum þegar um ein- hvers konar eignaraðild viðkomandi væri að ræða. Einnig var minnst á að forstjórinn væri yfirleitt sjálfstæðari gagnvart stjórn fyrirtækis en fram- kvæmdastjórinn. FASTAR SKORÐUR Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs íslands stóð ekki á gati er hann var spurður um hvenær eðlilegt væri að nota orðið forstjóri og hvenær orðið framkvæmdastjóri. Hann sagði: „Mér sýnist notkun þessara starfsheita vera í nokkuð föstum skorðum. Orðið forstjóri er yfirleitt ekki notað í minni fyrirtækj- um nema í þeim tilfellum þar sem um eignaraðild yfirmanns er að ræða. Þá hafa forstjórarnir gjarnan menn sér við hlið sem kallast framkvæmda- stjórar. Svona lítur þetta út í megin- atriðum þótt auðvitað séu til undan- tekningar á þessu. Hjá ríkinu eru menn hins vegar titlaðir forstjórar þótt eðlilega sé ekki um eignaraðild að ræða í þeim tilvikum. En titlar hjá ríkinu snúast fyrst og fremst um laun og launaflokka. Titlarnir eru notaðir til þess að hægt sé að borga mönnum hærri laun. Vilhjálmur var að því spurður hvað hann myndi kjósa að kalla sig ef hann sjálfur væri yfirmaður í eigin fyrir- tæki? „Ég mundi kalla mig framkvæmda- stjóra ef enginn væri starfandi hjá mér sem bæri mikla ábyrgð. En ef ég fengi einhvem annan til þess að ann- ast daglegt amstur og væri sjálfur að vinna við aðra þætti eins og stefnu- mótun, áætlanagerð og þróunarstörf mundi ég líklega kalla mig forstjóra. Þessi skipting er nokkuð mótuð í mín- um huga,“ sagði Vilhjálmur Egilsson sem hefur síðasta orðið í þessari um- Qöllun. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.