Frjáls verslun - 01.02.1989, Blaðsíða 66
BRÉF FRÁ UTGEFANDA
TÍMARITIN í
SÓKN
Undanfarin tvö ár hefur Félagsvísindastofnun Há-
skóla Islands gengist fyrir könnun á lestri og út-
breiðslu tímarita á íslandi fyrir Verslunarráð ís-
lands. Kannanir þessar hafa verið umfangsmiklar
þar sem úrtakið hefur verið meira en gengur og
gerist við flestar skoðanakannanir á Islandi, eða
2000 manns. Talið er að hérlendis séu kannanir
marktækar þótt úrtakið sé miklu minna, en áreið-
anleiki þeirra vaxi í hlutfalli við þann fjölda sem
tekur þátt í þeim. Það hefur margsýnt sig að slíkar
kannanir sem þessar gefa meira en vísbendingu.
Niðurstaða þeirra hefur oftast reynst furðu nálægt
lagi og væri hægt að nefna mörg dæmi um slíkt.
Niðurstaðan í könnun Verslunarráðs íslands hef-
ur verið ótvíræð. Islensk tímarit sem gefin eru út af
alvöru og metnaði hafa flest góða útbreiðslu og eru
mikið lesin og skoðuð. Þau hafa yfirleitt langan
„líftíma“, þ.e. fólk safnar tímaritunum gjarnan,
geymir þau, flettir þeim og les þau aftur og aftur.
Kannanirnar leiddu til að mynda í ljós að í flestum
tilfellum áttu 40% kaupenda eða fleiri tímaritin
sem þeir keyptu tveimur árum áður og einstök tím-
arit náðu þar mun hærra hlutfalli. Þá leiddi könnun-
in líka ótvírætt í ljós að margir kaupendur tíma-
ritanna lesa meginhluta efnisins sem þau bjóða upp
á eða jafnvel allt.
Það var mjög ánægjulegt fyrir Frjálst framtak hf.
að tímarit fyrirtækisins komu mjög vel út í könnun-
inni og sýnir það okkur sem stöndum að útgáfunni
að við erum á réttri leið. Það tímarit sem hafði
tvímælalaust vinninginn var Mannlíf en um 75%
aðspurðra kváðust hafa séð eða lesið blaðið á síð-
ustu 12 mánuðum. Litlu lægra hlutfall höfðu Hús og
hýbýli, Nýtt Líf, Vikan og Sjónvarpsvísir Stöðvar 2.
Af þessum tímaritum höfðu Nýtt Líf og Sjónvarps-
vísir bætt mestu við sig milli kannana.
Könnunin leiddi einnig í ljós að þau tímarit sem
ætluð eru sérstökum markhópum ná vel til þeirra.
Þannig er t.d. mikill meirihluti þeirra er lesa
Frjálsa verslun stjórnendur fyrirtækja og vikublað-
ið Fiskifréttir virðist ná til langflestra þeirra sem
starfa við sjávarútveginn.
Markaður fyrir tímarit hefur verið fyrir hendi á
Islandi um langt skeið. I áraraðir sátu erlend blöð
sem ganga undir nafninu „dönsku blöðin“ að mark-
aðnum. Þetta er nú að breytast þrátt fyrir þá stað-
reynd að æ fleiri Islendingar verða vel læsir á er-
lendum málum. íslensku tímaritin hafa náð stærri
hlut af markaðnum en áður og eru í sókn. Sam-
keppnin við erlendu tímaritin er þó ennþá hörð og
vígstaðan raunar ójöfn. Mörg þessara tímarita eru
gefin út í risaupplögum fyrir margfalt stærra máls-
væði en ísland er og raunar má segja að þau hafi
oftast alþjóðlegan auglýsingamarkað. Útgefendur
þeirra geta því deilt kostnaðinum á margfalt fleiri
einingar en íslenskir útgefendur. Eðli málsins sam-
kvæmt er markaður íslensku tímaritanna þröngur
og það bætir heldur ekki samkeppnisstöðu þeirra að
þeim er íþyngt með margskonar skattaálögum
gagnstætt því sem gerist sums staðar erlendis þar
sem litið er á þau sömu augum og aðra prentfjöl-
miðla og þau njóta jafnvel ívilnana. Sjálfsagt geta
menn endalaust deilt um gildi tímaritaútgáfu á Is-
landi og það hvort allur sá fjöldi tímarita sem gefinn
er út eigi rétt á sér. En fram hjá þeirri meginstað-
reynd má ekki líta að það hefur þjóðhagslegt gildi
fyrir okkur íslendinga að vera sjálfum okkur sem
mest nógir á þessu sviði sem öðrum að því ógleymdu
að vitanlega hafa tímaritin sitt hlutverk í menning-
ar- og fræðslulegu tilliti. Sem betur fer sýna kann-
anir Verslunarráðs Islands að Islendingar eru þess-
um sjónarmiðum sammála og eftir að íslensk tím-
arit urðu metnaðarfyllri og betri er ljóst að æ fleiri
taka þau fram yfir erlendu tímaritin.
66