Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 5

Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 5
RITSTJÓRNARGREIN FEILNÓTA í TEKJUKERFINU Frjáls verslun gerir að þessu sinni úttekt á tekjum 17 hópa í þjóðfélaginu sem ætla má að komist sæmilega af miðað við það sem gengur og gerist hér á landi. Hér er um sambæri- lega athugun að ræða og blaðið gerði fyrir einu ári, nema nú er hún ítarlegri. Byggt er á upplýsingum sem lesa má úr skattskrám sem lagðar eru fram einu sinni á ári og eru opinber gögn. Aflað er upplýsinga um heildartekjur 276 einstaklinga á árinu 1989, meðalmánaðartekjur þeirra reiknaðar og þær færðar til verðlags í ágúst 1990 miðað við launavísitölu. Ut úr þessari athugun má lesa ýmsar vísbendingar en varast ber að draga of víðtækar ályktanir. Sitthvað athyglisvert kemur þó fram - sumt raunar stórfurðulegt og enn annað sem hlýtur að vera mikið umhugsunarefni. Ekki verður annað séð en að einhver mjög falskur tónn sé í tekjukerfínu. Það vekur furðu hversu gífurlega háum tekj- um vissum hópum tekst að ná til sín og ekki er það síður undrunarefni hversu illa launaðir aðrir eru. Það stendur m.a. upp úr, nú eins og fyrir einu ári þegar blaðið skoðaði þessi mál, að alþingismenn og ráðherrar eru mjög illa launaðir miðað við ábyrgð og þær kröfur sem óhjákvæmilegt er að gera til þeirra. Þessu fólki er ætlað að setja þjóðinni lög og stjóma landinu. Seta á Alþingi er talin fullt starf og fyrir það hafa menn innan við 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði á núverandi verðlagi. Ráðherralaun eru um 300 þúsund krónur, nema hjá forsætisráðherra sem hefur aðeins meira. Stefán Valgeirsson, guðfaðir þessarar ríkis- stjórnar, var hins vegar nógu séður til að þiggja ekki ráð- herradóm í ríkisstjórninni, hann valdi sjóðakerfið og hafði fyrir bragðið um þriðjungi hærri tekjur en forsætisráðherr- ann á síðasta ári. Ýmsir embættismenn í þjónustu ríkisins bera meira úr býtum en ráðherrar - sem þó eru yfirmenn þeirra. Þá er ekki verið að tala um fógeta og sýslumenn sem sumir hverjir hafa á aðra milljón í tekjur á mánuði. Það er auðvitað með ólíkind- um að endaleysa af þessu tagi skuli viðgangast. Það vekur einnig athygli að ýmsum hópum virðist hafa tekist að auka tekjur sínar á síðasta ári umfram almenna launaþróun í landinu. Þegar samanburður er gerður milli ára í hópum sérfræðinga, kemur á daginn að í vissum tilvikum er um tekjusamdrátt að ræða, aðrir standa í stað en tveir hópar bæta stöðu sína til muna. Lögfræðingar, sem bomir voru saman, höfðu hækkað umfram launaþróun um 20% frá árinu 1988 og lyfjafræðingar höfðu bætt sig um 18%. Þessi vísbending um tekjur manna hlýtur að vera mikið umhugs- unarefni, ekki síst í ljósi þess að tekjur þessara aðila hafa ekki verið neitt slakar. Þannig er tekjuhæsti lyfsalinn með á þriðju miiljón króna í mánaðartekjur og hæst launaði lög- fræðingurinn hefur 1.5 milljón króna í mánaðartekjur sam- kvæmt yfirliti okkar. Sjaldan hefur verið rætt meira um kjör fólks hér á landi en einmitt nú, mitt í þjóðarsáttinni. Þess vegna gæti saman- burðurafþvítagi, semhérumræðir, orðiðgagnlegtframlag til þeirrar umræðu og auðveldað mönnum að átta sig á því gagnvart hvaða hópum manna í landinu þjóðarsáttum verði viðkomið. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon — RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson — AUGLÝ SIN GASTJ ÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Grímur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300, Auglýsingasími 31661 - RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson - AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson - FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.280 kr. (380 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 469 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa lif. — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.