Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 13
FRÉTTIR Félagið hefur fest kaup á nýjum og glæsilegum flugflota, sem brýnt er að nýta sem allra best. Um er að ræða gífurlega fjár- festingu á íslenskan mælikvarða og miklar fjárskuldbindingar. Svo mikil sala hlutabréfa mundi hafa veruleg áhrif á eiginfjárstöðu fyrirtæk- isins og minnka skuldir vegna þessara nýju fjár- festinga. Auk þess má fullvíst telja að aukið samstarf við svo öflugan aðila sem SAS, þar sem hagsmunir þeirra væru einnig í húfi, mundi hafa mikla hagræðingu í för með sér. Vangaveltur um sam- starf þessara aðila hafa lengi verið á döfinni, enda virðist samstarf þeirra vera rökrétt miðað við aðstæður og alþjóð- lega þróun. Þannig sagði Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flug- leiða hf., í ávarpi í síðustu ársskýrslu félagsins orð- rétt: „í alþjóðlegum flug- rekstri stendur hæst sú mikla sameiningar- og samvinnualda sem nú setur svip sinn mjög á rekstur og fyrirkomulag hinna ýmsu flugfélaga vestanhafs og austan.“ Einnig sagði hann:„Þeg- ar litið er fram á við er líklegt að ekki verði hjá því komist fyrir þetta litla félag að laga sig að þeirri breyttu skipan flugmála sein nú á sér stað. Ein- hvers konar samvinna og/ eða tenging við stærri samstæður er þar efst á baugi. Harðnandi sam- keppni samfara veikari stöðu minni flugfélaga mun leiða þetta af sér.“ Sl. vor svaraði Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða hf., spurningu Frjálsrar verslunar þann- ig þegar hann var spurð- ur, hvort til greina kæmi að selja erlendum flugfé- lögum hlutabréf í Flug- leiðum hf.: „Ég tel fýllilega koma til greina að tengja Flug- leiðir erlendum flugfélög- um með þessum hætti. Þar yrði þó um að ræða minnihluta hlutabréfa og slík sala væri því meira táknræn yfirlýsing um samstarfsvilja. Flugfélög um allan heim leita nú nánara samstarfs. Þetta á einkum og sér í lagi við um Evrópuflugfélög.“ I sama tölublaði Frjálsrar verslunar var forstjóri SAS, Jan Carlzon, spurður að því hvort til greina kæmi að SAS keypti hlut í Flug- leiðum hf. I svari sínu lagði hann áherslu á að hlutir, sem þannig væru keyptir, þyrftu að vera svo smáir að þeir gætu ekki haft skaðvænleg áhrif á flugréttindi við- komandi flugfélaga og samkvæmt því sagði hann að SAS mundi aldrei hafa áhuga á að eignast meirihluta í Flugleiðum hf. En svo sagði hann: „Það er hins vegar full- komlega rökrétt að flug- félögin á Norðurlöndum hafi samstarf sín á milli. Með takmörkuðum heimamörkuðum í út- jaðri Evrópu sé ég ekki hvers vegna við skyldum ekki taka hönduin saman um að auka hlut okkar allra á alþjóðlegum flugmarkaði og ná þeim farþegafjölda sem þarf til að halda uppi samkeppn- ishæfu flugi sem teygir anga sína um allan hnött- inn. Það er eina leiðin, sem ég sé, til þess að Norðurlandaflugfélögin eigi möguleika á að keppa á árangursríkan hátt við vel rekin og umsvifamikil flugfélög í Bandaríkjun- um og Asíu.“ Sameining Granda og Hraðfrystistöðvar Reykjavík- ur handsöluð af Brynjólfi Bjarnasyni og Sigurði Ein- arssyni. GRANDABREF HÆKKA VID SAMEININGU Sameining Granda hf. og Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur hf., sem ákveðin var og tilkynnt í júlí, hefur haft góð áhrif á skráð gengi hlutabréfa Granda hf. Á rúmum mánuði hækkaði sölugengi bréf- anna um 7% sem bendir til þess að kaupendur hafi trú á að sameining þess- ara fyrirtækja muni skila góðum árangri þegar sameiningunni verður hrundið í framkvæmd nú á haustdögum. Á meðfylgjandi mynd handsala þeir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Granda hf., og Ágúst Einarsson, aðal- eigandi Hraðfrystistöðv- ar Reykjavíkur hf., sam- ÍSLENDINGAR DUGLEGIR MEÐ KORTIN f ársskýrslu Evrópu- svæðis VISA kemur m.a. fram að íslendingar séu allra þjóða duglegastir að nota greiðslukort og þeir haldi stöðugt áfram að slá öll met á því sviði. Fjöldi korthafa í heim- inum er nú kominn í 412 milljónir manna og eykst stöðugt ár frá ári. Kort- hafar VISA eru 220 mill- jónir, 151 milljón manna hefur Master Card/Euro, 34 milljónir eru með American Express og tæpar 7 milljónir nota Diners Card o.fl. 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.