Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 14
FRETTIR
Halldór Jónsson.
OK HF. FÆR
NÝJA STJÓRN
Eins og menn muna
keypti Eimskip hf. skipa-
félagið Ok hf. á dögunum.
Nú hefur félagið fengið
nýja stjórn og hún er
skipuð eftirtöldum
stjórnarmönnum í
Eimskip hf.: Hinn nýi
stjórnarformaður Oks hf.
er Halldór H. Jónsson.
Aðrir í stjóminni em
Hjalti Geir Kristjánsson
og Jón Ingvarsson.
GJALD í FRAMKVÆMDASJÓÐ ALDRAÐRA:
VERÐUR ÞVÍ SKILAÐ?
Þegar skattgreiðendur
fengu álagningarseðla
sína senda heim nú í sum-
ar veittu menn athygli
nýjum skatti sem lagður
er á 108 þúsund gjaldend-
ur hér á landi. Um er að
ræða sérstakt gjald í
Framkvæmdasjóð aldr-
aðra skv. lögum nr. 82/
1989, kr.3.160 á hvern
gjaldanda yfir 16 ára aldri
og undir sjötugu.
Þessum nýja skatti er
ætlað að skila 340 millj-
ónum króna á þessu ári. í
þessu sambandi kemur
svonefndur Þjóðarbók-
hlöðuskattur í hugann
sem innheimtur var í
fyrsta skipti árið 1987 og
átti að renna til þess að
fullgera Þjóðarbókhlöð-
una vestur á Melum sem
á sér tuttugu ára bygging-
arharmsögu að baki.
Ríkissjóður hefur ekki
skilað þessum skatti til
byggingarinnar. M.a.
kom fram hér í blaðinu
haustið 1989 að þá skuld-
aði ríkissjóður 540 millj-
ónir króna á verðlagi þess
tíma til byggingar Þjóðar-
bókhlöðunnar af þessum
sérstaka skatti sem inn-
heimtur hafði verið gagn-
gert til þessarar fram-
kvæmdar.
Nú er spurningin sú,
hvort örlög þessa sér-
staka skatts til Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra
verði hin sömu og Þjóðar-
bókhlöðuskattsins — að
hann verði hirtur í ríkis-
sjóðshítina að verulegum
hluta.
£
1
d
r
I
INNIHURÐIR, ÚTIHURÐIR,
ROYAL ÞILJUR, SPÓNPARKET
OG MILLIVEGGIR — allt á sama stad!
TRÉ-x BÚÐIN tré-X BYGGINGAVÖRUR
SMIÐJUVEGI 30, KÓPAVOGI „ IÐAVÖLLUM 7, KEFLAVÍK
SÍMI 91-670 777 TELEFAX 91-676 888 ” SÍMI 92-14 700, TELEFAX 92-1 50 33