Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 30
AUGLYSINGAR
LAGAFRUMVARP UM AUGLÝSINGAR:
VERÐUR ÞVÍ VÍSAÐ Á DYR?
- SKIPTAR SKOÐANIR UM ÁGÆTIHEILDARLÖGGJAFAR UM AUGLÝSINGAR
fmmvarp um breytingu á lögum um
verðlag, samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti. Þetta frumvarp
tekur sérstaklega til auglýsinga og er
í raun viðbót við gildandi lög. Tilgang-
ur frumvarpsins er að koma á
ákveðnari leikreglum innan auglýs-
ingaheimsins en hingað til hafa verið.
Einnig er ætlunin að skipa nefnd sem
fylgst getur með því að allir hlutaðeig-
andi aðilar hagi sér samkvæmt sett-
um reglum. Lagt er til að stofnuð
verði sérstök auglýsinganefad skipuð
falltrúum helstu hagsmunaaðila auk
lögfróðra manna. Nefadin fær vald til
að banna auglýsingar og sé um brot á
banni að ræða, hefur nefadin leyfi til
Hröð þróun fjölmiðlaheimsins
hérlendis á undanförnum árum
hefur tæpast farið framhjá
nokkrum manni. íslendingar
eru líklega komnir eins langt á
þeirri framfarabraut nú og hugs-
ast getur, með tvær sjónvarps-
stöðvar og eina á leiðinni, fjölda
útvarpsstöðva og ótal dagblöð
og tímarit. Auglýsingar eru
óhjákvæmilegur fylgifiskur
fjölmiðlaheimsins og það er með
ólíkindum hve mikill vöxtur hef-
ur orðið á auglýsingamarkaðn-
um, þar sem sífellt stærri og
fullkomnari auglýsingastofur
hleypa af stokkunum æ nýstár-
legri auglýsingaherferðum. Al-
menningur lætur þetta gott
heita og virðist ekki mislíka þær
auglýsingar sem ber fyrir augu
og eyru alla daga vikunnar,
nema þá helst að þær séu í of
stórum skömmtum.
Á undanfömum árum hafa þær
raddir samt sem áður orðið æ hávær-
ari, sem segja að auglýsingar geti
verið stórvarasamar; þær blekki oft
neytandann, hagræði sannleikanum
og gangi jafavel út yfir öll siðferðisleg
mörk. Sagt hefur verið, að eftir því
sem samkeppnin harðni freistist fleiri
auglýsingastofur og umbjóðendur
þeirra til að ganga sífellt lengra í bar-
áttunni um óskerta athygli neytand-
ans.
LAGAFRUMVARP
í haust verður lagt fram á Alþingi
TEXTI: ÞORSTEINN HÖGNIGUNNARSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON O.FL.
að beita fjársektum sem getur numið
allt að einni milljón króna.
Aðdragandinn að auglýsingafrum-
varpinu var alllangur. Steingrímur J.
Sigfússon flutti þingsályktunartillögu
á Alþingi árið 1986, þar sem lagt er til
að ríkisstjórnin skipi nefad til að und-
irbúa heildarlöggjöf um auglýsingar. í
umræðum á Alþingi um þetta mál
sagði Steingrímur að nefadin skyldi
„hafa það sérstaklega að leiðarljósi að
tryggja sem best gæði auglýsinga og
eðlilega og nauðsynlega neytenda-
vernd, þar með talið að vernda börn
og unglinga fyrir innrætandi auglýs-
ingum.“ Meðal þeirra dæma, sem
Steingrímur tók fyrir um auglýsingar
sem hann taldi alveg á mörkum þess
að vera eðlilegar og réttmætar var
auglýsing, sem hann sá á ferð sinni
um Suðurland skömmu áður: „Þar ók
ég framhjá söluturni þar sem auglýst
var á spjaldi með stórum stöfum ein
ákveðin vörutegund með því að skrifa
orðið „NAMMI“. Þama er höfðað
beint til bamanna og þeir foreldrar,
sem standa í því að reyna að vernda
tennur bama sinna og gefa þeim ekki
sælgæti í óhófi, geta borið um það
hversu óþægilegt það sé að auglýs-
ingum sé stillt upp með þessum
hætti.“
VAFASAMAR AUGLÝSINGAR
Steingrímur nefair fleiri dæmi um
vafasamar auglýsingar sem gefa
neytendum villandi upplýsingar.
Hann nefnir einkum auglýsingar um
vörukaup með afborgunarskilmálum
30