Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 36

Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 36
AUGLÝSINGAR sætta sig ekki við úrskurð nefndar- innar,“ segir Sólveig. VALD TIL AÐ BANNA Formaður auglýsinganefndar hefur vald til að banna auglýsingar umsvifa- laust í allt að eina viku eða þar til nefndin hefur komið saman til að úrskurða í málinu. Ef enginn úrskurð- ur fæst að viku lokinni fellur bannið niður. „Það skiptir miklu máli fjár- hagslega fyrir auglýsanda ef auglýs- ing er bönnuð og því er allt gert til að hraða úrskurði nefndarinnar,“ segir Sólveig. Hingað til hafa menn undantekn- ingarlaust hlýtt því banni sem siða- nefnd SÍA hefur kveðið upp og eftir því sem næst verður komist hefur aldrei komið til þess, að Verðlags- stofnun hafi þurft að sekta menn fyrir brot á núverandi löggjöf. í ljósi þess- arar staðreyndar vaknar sú spuming hvort milljón krónu sektarheimild sé ekki hálf tilgangslaus. Sólveig bendir á að ef einungis væri um að ræða hverfandi lága upphæð sem sektar- heimild gæti það hreinlega borgað sig fyrir ósvífna aðila að birta ólöglega auglýsingu því sektin myndi aldrei vera nema brot af þeim hagnaði sem „ÞEGAR ÖLL KURL ERU KOMIN TIL GRAFAR, KEMUR SVO í UÓSAÐ AUGLÝSINGAFRUMVARPIÐ Á LÍKLEGA ENN DÁGÓÐA EYÐIMERKURGÖNGU FYRIR HÖNDUM INNAN VEGGJA ALÞINGIS, ÞVÍ GILDISTAKA FRUMVARPSINS1. OKTÓBER Á ÞESSU ÁRI MIÐAST VIÐ AÐ ÞAÐ YRÐISAMÞYKKT Á SÍÐASTA ÞINGI. ÞAÐ LIGGUR ÞVÍ UÓST FYRIR AÐ ATKVÆÐAGREIDSLA GÆTI DREGIST VEL FRAM Á NÆSTA ÁROG GILDISTAKAN ENN LENGUR." fýlgdi hugsanlegri söluaukningu í kjöl- far slíkrar auglýsingar. Það er Ijóst að endalaust má deila um gildi auglýsingafrumvarpsins. Hinsvegar liggur það ljóst fyrir að upphaflegur tilgangur stjómmála- manna með því að setja „heildarlög- gjöf um auglýsingar“, hefur ekki náð fram að ganga. Engin afdráttarlaus ákvæði eru t.d. um þau dæmi sem Steingrímur J. Sigfússon og Eiður Guðnason nefndu á sínum tíma og segja má að nánast öll ákvæði frum- varpsins megi túlka fremur frjálslega. Það á því eftir að koma í ljós hvort frumvarpið leiði til þeirra heilbrigðu starfshátta, sem að var stefnt í upp- hafi, þ.e. fyrir hartnær fjórum ámm. Flest rök benda til þess að sjálfvirkt eftirlit auglýsingastofanna, samfara eftirliti siðanefndar SÍA og Verðlags- ráðs, hafi tryggt hagsmuni allra við- komandi aðila hingað til. Þegar öll kurl eru komin til grafar kemur svo í ljós, að auglýsingafrum- varpið á líklega enn dágóða eyðimerk- urgöngu fyrir höndum innan veggja Alþingis því gildistaka frumvarpsins 1. október á þessu ári miðaðist við að það yrði samþykkt á síðasta þingi. Það liggur því ljóst fyrir að atkvæða- greiðsla gæti dregist vel fram á næsta ár og gildistakan enn lengur. Og aug- lýsendur munu áfram bregða á leik á meðan auglýsingafrumvarpið berst við að „láta ekki vísa sér á dyr.“ Hótel Flúðir FUNDA' OG RÁÐSTEFNUSALIR. Sérbyggð gistiaðstaða í tengslum við Skjólborg, opið allt árið. Hverju herbergi fylgir sér bað og útisetlaug. Verið velkomin Hótel Flúðir Hrunamannahreppi (20 mín. keyrsla frá Selfossi) sími: 98-66630

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.