Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 38

Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 38
AUGLYSINGAR Auglýsingar í fjölmiðlum hafa alltaf verið umdeildar og ekki er séð fyrir endann á því ástandi. legri auglýsingaráðstefnu skömmu síðar veittu menn þessari sérkenni- legu ritskoðun Morgunblaðsins ómælda athygli. Svo virðist sem fáir fjölmiðlar landsins beiti ritskoðun af meiri ná- kvæmni en Morgunblaðið þegar aug- lýsingar eru annars vegar. Annað dæmi, sem hefur á sér bæði alvarleg- ar og hlægilegar hliðar er deilan sem auglýsing Auglýsingasmiðjunnar Fljótt Fljótt fyrir veitingahúsið Arnar- hól, vakti fyrr á þessu ári. í auglýsing- unni er að fmna texta á ensku sem ætlað var að skapa stemmningu í anda leynilögreglusagna bannáranna. Fyrir neðan birtist svo þýðing á textanum en með talsvert smærra letri. Aug- lýsingin var birt einu sinni í Morgun- blaðinu og í kjölfar hennar segja kunn- ugir að allt hafi verið á öðrum endan- um innan herbúða Morgunblaðs- manna. Ástæðan var sú að málvernd- unarsinnum blaðsins blöskraði að hallað skyldi svo gróflega á móður- málið í auglýsingunni. í kjölfar þessa máls sendi Morgun- blaðið tilkynningu til allra auglýsinga- stofa þar sem skilafrestur á filmum og tilbúnum auglýsingum var hertur til muna. Ástæðan var sú að lengi hafði tíðkast að stærri auglýsingastofunum leyfðist að skila filmum til blaðsins allt að örfáum klukkutímum fyrir prent- un. Þetta hafði gerst i tilfelli um- ræddrar auglýsingar. í tilkynningu Morgunblaðsins kom skýrt fram hvers vegna verið var að stytta skila- frestinn: „Auglýsingadeildin hefur það ekki lengur í hendi sér að yfirfara auglýsingarnar og athuga hvort þær standist birtingarreglur blaðsins þegar þær berast eins seint og raunin er um stóran hluta auglýsinganna." Skömmu síðar birtist í Morgun- blaðinu tilkynning frá aðstandendum blaðsins til lesenda þess þar sem þeir voru beðnir afsökunar á þeirri yfirsjón blaðsins að leyfa birtingu Arnarhóls- auglýsingarinnar. Var þett væntan- lega gert vegna þeirra sára sem mál- kennd þjóðarinnar hafði hlotið. Þeirri spurningu hefur í gamni verið fleygt hvort viðbrögð blaðsins hefðu orðið jafn harkaleg ef textinn hefði birst á öðru tungumáli, t.d. latínu eða grísku. Því verður seint svarað en til að bæta gráu ofan á svart þá fengu forráðamenn Fljótt Fljótt símhring- ingu skömmu síðar frá fulltrúa Tób- aksvarnamefndar sem var ævareiður yfir því að teiknimyndafígúran í aug- lýsingunni skyldi skarta sígarettu í hægra munnviki. Slíkt væri bannað með lögum og mættu þeir eins þúast við formlegri ákæru vegna málsins. Ekki varð af því en í framhaldi af þess- um dæmum hér að ofan vaknar sú spurning hvort aðhaldi og eftirliti með auglýsingaheiminum sé jafn ábóta- vant og sumir hafa haldið fram. Svara við þeirri spumingu er að vænta á komandi alþingisári þegar afstaða verður tekin til auglýsingafrumvarps- ins. INFORMIX GAGNAGRUNNSHUGBÚNAÐUR. • Fullkomiö fjóröukynslóöarmál (4GL) meö SQL, skjámyndum, valmynd- um og skýrslugjafa, ALLT í einu forritunarmáli. Hægt er að þróa í DOS og keyra forritiö óbreytt undir UNIX (og öfugt), m.a.s. án þýðingar. • OLTP (On Line T ransaction Processing) dreifður gagnagrunnur. Getur m.a. geymt myndir, fax, skönnuð skjöl, tal og vídeó sem er meðhöndlað með venjulegu SQL. Informix gagnagrunnurinn er sá hraðvirkasti undir UNIX (TP1 mæling.) • WINGZ grafískur töflureiknir sem getur sótt gögn beint í gagnagrunna, t.d. RDB á VAXA/MS. WINGZ er fáanlegt á Macintosh, DOS (Windows 3.0), OS/2 (PM), UNIX, (OSF/Motif, Open Look) og Next (NextSteþ). Sænski herinn var nýverið að taka upp WINGZ á öllum sinum tölvum (> 15.000 stykki). Póstur og Sími í Svíþjóð notar WINGZ alfarið við áætlanagerð, þar sem gögnin eru geymd i RDB gagnagrunni á VAX. • Informix er fáanlegt á yfir 450 mismunandi tölvur frá 85 framleiðendum. • Informix er mest selda kerfið I Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku og hefur mesta markaðshlutdeild í heiminum af UNIX gagna- grunnskerfum (mælt í fjölda leyfa). • Informix er fáanlegt á UNIX (allar hugsanlegar útgáfur), DOS og OS/2. • Öflugur þjónustuaðili á Islandi. • Komið, sjáið og sannfærist. STRENGUR Verk- og Kerfisfræðistofa ■ Stórhöfði 15 ■ 112 Reykjavík • Sími 91-685130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.