Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 38
AUGLYSINGAR
Auglýsingar í fjölmiðlum hafa alltaf verið umdeildar og ekki er séð fyrir
endann á því ástandi.
legri auglýsingaráðstefnu skömmu
síðar veittu menn þessari sérkenni-
legu ritskoðun Morgunblaðsins
ómælda athygli.
Svo virðist sem fáir fjölmiðlar
landsins beiti ritskoðun af meiri ná-
kvæmni en Morgunblaðið þegar aug-
lýsingar eru annars vegar. Annað
dæmi, sem hefur á sér bæði alvarleg-
ar og hlægilegar hliðar er deilan sem
auglýsing Auglýsingasmiðjunnar
Fljótt Fljótt fyrir veitingahúsið Arnar-
hól, vakti fyrr á þessu ári. í auglýsing-
unni er að fmna texta á ensku sem
ætlað var að skapa stemmningu í anda
leynilögreglusagna bannáranna. Fyrir
neðan birtist svo þýðing á textanum
en með talsvert smærra letri. Aug-
lýsingin var birt einu sinni í Morgun-
blaðinu og í kjölfar hennar segja kunn-
ugir að allt hafi verið á öðrum endan-
um innan herbúða Morgunblaðs-
manna. Ástæðan var sú að málvernd-
unarsinnum blaðsins blöskraði að
hallað skyldi svo gróflega á móður-
málið í auglýsingunni.
í kjölfar þessa máls sendi Morgun-
blaðið tilkynningu til allra auglýsinga-
stofa þar sem skilafrestur á filmum og
tilbúnum auglýsingum var hertur til
muna. Ástæðan var sú að lengi hafði
tíðkast að stærri auglýsingastofunum
leyfðist að skila filmum til blaðsins allt
að örfáum klukkutímum fyrir prent-
un. Þetta hafði gerst i tilfelli um-
ræddrar auglýsingar. í tilkynningu
Morgunblaðsins kom skýrt fram
hvers vegna verið var að stytta skila-
frestinn: „Auglýsingadeildin hefur
það ekki lengur í hendi sér að yfirfara
auglýsingarnar og athuga hvort þær
standist birtingarreglur blaðsins
þegar þær berast eins seint og raunin
er um stóran hluta auglýsinganna."
Skömmu síðar birtist í Morgun-
blaðinu tilkynning frá aðstandendum
blaðsins til lesenda þess þar sem þeir
voru beðnir afsökunar á þeirri yfirsjón
blaðsins að leyfa birtingu Arnarhóls-
auglýsingarinnar. Var þett væntan-
lega gert vegna þeirra sára sem mál-
kennd þjóðarinnar hafði hlotið. Þeirri
spurningu hefur í gamni verið fleygt
hvort viðbrögð blaðsins hefðu orðið
jafn harkaleg ef textinn hefði birst á
öðru tungumáli, t.d. latínu eða
grísku. Því verður seint svarað en til
að bæta gráu ofan á svart þá fengu
forráðamenn Fljótt Fljótt símhring-
ingu skömmu síðar frá fulltrúa Tób-
aksvarnamefndar sem var ævareiður
yfir því að teiknimyndafígúran í aug-
lýsingunni skyldi skarta sígarettu í
hægra munnviki. Slíkt væri bannað
með lögum og mættu þeir eins þúast
við formlegri ákæru vegna málsins.
Ekki varð af því en í framhaldi af þess-
um dæmum hér að ofan vaknar sú
spurning hvort aðhaldi og eftirliti með
auglýsingaheiminum sé jafn ábóta-
vant og sumir hafa haldið fram. Svara
við þeirri spumingu er að vænta á
komandi alþingisári þegar afstaða
verður tekin til auglýsingafrumvarps-
ins.
INFORMIX GAGNAGRUNNSHUGBÚNAÐUR.
• Fullkomiö fjóröukynslóöarmál (4GL) meö SQL, skjámyndum, valmynd-
um og skýrslugjafa, ALLT í einu forritunarmáli. Hægt er að þróa í DOS og
keyra forritiö óbreytt undir UNIX (og öfugt), m.a.s. án þýðingar.
• OLTP (On Line T ransaction Processing) dreifður gagnagrunnur. Getur
m.a. geymt myndir, fax, skönnuð skjöl, tal og vídeó sem er meðhöndlað
með venjulegu SQL. Informix gagnagrunnurinn er sá hraðvirkasti undir
UNIX (TP1 mæling.)
• WINGZ grafískur töflureiknir sem getur sótt gögn beint í gagnagrunna,
t.d. RDB á VAXA/MS. WINGZ er fáanlegt á Macintosh, DOS (Windows
3.0), OS/2 (PM), UNIX, (OSF/Motif, Open Look) og Next (NextSteþ).
Sænski herinn var nýverið að taka upp WINGZ á öllum sinum tölvum
(> 15.000 stykki). Póstur og Sími í Svíþjóð notar WINGZ alfarið við
áætlanagerð, þar sem gögnin eru geymd i RDB gagnagrunni á VAX.
• Informix er fáanlegt á yfir 450 mismunandi tölvur frá 85 framleiðendum.
• Informix er mest selda kerfið I Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og
Danmörku og hefur mesta markaðshlutdeild í heiminum af UNIX gagna-
grunnskerfum (mælt í fjölda leyfa).
• Informix er fáanlegt á UNIX (allar hugsanlegar útgáfur), DOS og OS/2.
• Öflugur þjónustuaðili á Islandi.
• Komið, sjáið og sannfærist.
STRENGUR
Verk- og Kerfisfræðistofa ■ Stórhöfði 15 ■ 112 Reykjavík • Sími 91-685130