Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 40

Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 40
TOLVUR s.k. kassakerfi frá IBM (4684) þannig að uppgjör á kassa í verslun geti farið sjálfkrafa inn í bókhaldsvinnslu. Um það kerfi frá Hugbúnaði og fleirum mun verða flallað síðar í F.V. LMJ. ELFA herbergisviftur - gróðurskála- viftur - röraviftur - iðnaðarviftur fjósviftur Hagstætt verð. Einar Farestveft&Co.hf BORGJUtTÚNI 28, SÍMI622901 wsniuniL \ TÆKITIL KERFISÞRÓUNAR Tölvuþjónustan í Reykjavík (TÍR) er um þessar mundir að kynna nýj- ungar í hugbúnaði fyrir kerfisþróun frá breska hugbúnaðarfyrirtækinu LBMS í London. LBMS er einn af frumkvöðlum á sviði aðferðafræði við kerfissetningu og eru þróunarkerfi þess notuð af mörgum stærstu fyrir- tækjum hérlendis. LBMS þróaði á sínum tíma þá stöðluðu kerfisfræði sem notuð er af stærstu tölvunotend- um í Bretlandi og víðar. Sá staðall nefnist SSADM og var þróaður í sam- vinnu LBMS og tölvuinnkaupastofn- unar breska ríkisins (CCTA). Tölvuþjónustan kynnir nú þróunar- kerfi frá LBMS sem teljast til 2. kyn- slóðar og eru viðameiri og fullkomnari en eldri kynslóð LBMS-kerfanna. Þau nýju geta gengið inn í umhverfi þeirra eldri án þess að það takmarki frekari þróun þess hugbúnaðar sem fyrir liggur. Ríkisspítalamir eru með- al þeirra sem tekið hafa 2. kynslóðina í notkun. Stöðluð aðferðafræði við kerfis- þróun hefur marga augljósa kosti í för með sér. Sá augljósasti er ef til vill að slík keríi er hægt að gera þannig úr garði að flytja megi þau á milli mis- munandi tegunda tölva og stýrikerfa. Stöðlunin gerir einnig kleift að beita s.k. einingaforritun sem síðan leiðir til þess að draga má úr tvíverknaði þar sem sömu einingar koma iðulega fyrir í mörgum mismunandi kerfum og þarf þá ekki að skrifa kerfiskóðann upp á nýtt. Hjá stærri notendum og þeim sem hanna og framleiða hugbún- að þýðir stöðluð aðferðafræði mögu- leika á vandaðri framleiðslu bæði varðandi galla í forritum og bættum notendaleiðbeiningum. Þessi tækni hefur verið notuð hérlendis frá því um 1981 og sem staðall frá 1984. Brautr- yðjandi á þessu sviði eru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar og á meðal annarra notenda eru Flugleið- ir, bankamir, Reiknistofa bankanna, ísal, Kerfi hf, Hugur hf, o.fl. Stöðluð aðferðafræði leggur gmndvöll að þróun ýmiss konar tækni sem flýtir fyrir og auðveldar gerð hugbúnaðar. Forsenda slíkrar tækni er sú að allir viðkomandi aðilar viður- kenni stöðluðu aðferðafræðina. Það gerði IBM ekki, a.m.k. ekki á nægi- lega afgerandi hátt, fyrr en um þetta leyti í fyrra þegar það kynnti stefnu sína í þróun notendabúnaðar fyrir SAA-umhverfið (AS400). Þar með má segja að s.k. „CASE“-þróun hafi loks fengið þann byr sem þurfti og nú verði skammt stórra högga á milli. HVAÐ ER „CA$E“? CASE er skammstöfun á Comput- er aided system engineering. Það mætti þýða sem tölvustutt kerfisþró- un. Á sama hátt og tæknimenn geta nú notað tölvu til að auðvelda hönnun (CAD-kerfi) geta þeir sem vinna við þróun og kerfissetningu notað tölvu- tæknina til að vinna ýmsa verkþætti á sjálfvirkan hátt. Stöðluð aðferðafræði við kerfis- setningu skapar gmndvöll fyrir CA- SE-tæknina. Þegar ólíkir aðilar beita sömu grundvallaraðferð skapast möguleiki á því að þróa verkfæri og áhöld sem allir aðilar geta nýtt. En 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.