Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 44
UTLOND
Margar fjármálastofnanir eiga í erfiðleikum út af sparisjóðahneykslinu.
VANDINN FALINN
A áttunda og níunda áratugnum
fóru nokkrir tugir sparisjóða víðs veg-
ar um land á hausinn en umfangið var
ekki slíkt að ástæða þætti til að hafa
áhyggjur af því. Litið var á þetta sem
eðlilegan hlut í viðskiptalífmu og að
FSLIC myndi taka við skakkaföllun-
um sem sparifjáreigendur yrðu fyrir
af þessum sökum.
Það er hins vegar um miðjan níunda
áratuginn sem ljóst verður að ekki er
allt með felldu. Sérstaklega varð
ástandið alvarlegt í Texas þar sem
staðbundin kreppa þrengdi að fast-
eignamarkaði og peningamarkaði. En
á fáeinum mánuðum kom í ljós að
vandinn var alvarlegur um allt land og
alls ekki bundinn við sparisjóði í Tex-
as eingöngu.
Yfirstofnun FSLIC og sú, sem
hafði eftirlit með sparisjóðum, varð
Federal Home Loan Bank Board.
Yfirmaður hennar, Danny Wall, var
pólitískt skipaður og þegar ljóst var
að ekki var allt með felldu í rekstri
margra sparisjóða var komið nálægt
forsetakosningum 1988. Mikið kapp
var lagt á að sannfæra almenning og
menn í viðskiptalífinu um að þessi
vandi væri tiltölulega smár og auð-
leysanlegur og Wall lýsti því yfir að
ekki þyrfti nema um tuttugu milljarða
dala til að koma málum í samt lag.
Ekki var minnst á sparisjóðamálið í
kosningabaráttunni, enda þögðu þeir
„í ÁRSLOK1988 VAR KOSTNAÐUR
VIÐ FYRIRSJÁANLEGT UPPGJÖR
SPARISJÓÐA, METINN100
MILUARÐAR DALA, ÞAR AF 30-
50 MILUARÐAR VEGNA
SPARISJÓÐA í TEXAS. ÞETTA VAR
FYRIR UTAN 40 MILUARDANA
SEM FSLIC HAFÐIGEFIÐ ÚTÍ
SKULDABRÉFUM, SEMÞAÐGAT
ALDREIGREITT AF.“
fáu stjómmálamenn, sem ljóst var
hversu alvarlegt ástandið var þunnu
hljóði.
FSLIC hafði orðið fyrir verulegum
búsifjum af gjaldþrotum sparisjóða og
um mitt ár 1988 skuldaði stofnunin 70
milljarða dala og hafði veðsett ið-
gjaldatekjur sínar mörg ár fram í tím-
ann. FSLIC var því í raun sjálft komið
í greiðsluþrot, en hafði þó ekki tekið á
nema litlum hluta vandans. Þá tók
Danny Wall og Federal Home Loan
Bank Board upp á því að láta FSLIC
gefa út skuldabréf til sparisjóða til að
halda þeim á floti. Sjóðimir tóku við
bréfunum og gátu talið þau til lausafjár
þótt FSLIC gæti í raun hvorki greitt
vexti né höfuðstól af þeim. Skulda-
bréf af þessu tagi voru gefin út til 220
sparisjóða fyrir tæpa 40 milljarða dala
árið 1988, þótt þingið hefði aldrei veitt
heimild til þess né heldur væri ráð
fyrir því gert á fjárlögum.
í Texas réðist FSLIC í sérstaka
björgunaraðgerð árið 1988 sem kölluð
var Southwest Plan. Þar voru gjald-
þrota sparisjóðir sameinaðir og reynt
að selja þá. Þessi aðgerð hefur sætt
mjög harkalegri gagnrýni og það ekki
að ástæðulausu. FSLIC varð að gera
kaupendum óvenjuleg gylliboð til að
þeir fengjust til að leggja fé í gjald-
þrota sparisjóði. Reyndar urðu kaup-
endur einungis að leggja fram nýtt fé
sem nam 1.5-3% af heildareignum
sjóðanna, t.d. 15 milljónir í eins millj-
arðs sjóð. í staðinn bauðst FSLIC til
þess að tryggja greiðslur á útistand-
andi lánum sem sparisjóðimir ættu,
bæði vexti og höfuðstól, ef skuldarar
greiddu þau ekki. Þetta var í raun
óútfylltur tékki því enginn vissi
hversu mörg lán myndu lenda í van-
skilum. Það losaði líka kaupendur við
alla áhættu þegar tekjur af vafasöm-
um útlánum voru tryggðar, enda biðu
kaupendur í löngum röðum eftir að
komast yfir sparisjóði. Flestir kaup-
endur voru fjársterkir einstaklingar
og fyrirtæki, sem högnuðust vel á
fjárfestingunni á skömmum tíma, þó
ekki væri nema vegna skattfrádráttar
sem þau gátu nýtt sér. „Salan“ á
þessum sparisjóðum laut að auki
sjaldnast viðskiptalögmálum heldur
höfðu kunningsskapur og pólitísk
tengsl áhrif á það hverjir hrepptu
hnossið.
44