Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 45
Með blekkingum á borð við þessar
var vandanum velt áfram án þess að
nokkur vandi væri í raun leystur.
Þessar „björgunaraðgerðir" voru til
einskis annars en að auka kostnaðinn
við endanlegt uppgjör um 40-50%
fyrir hvern sjóð sem „seldur“ var á
þennan hátt.
í árslok 1988 var kostnaður við
fyrirsjáanlegt uppgjör sparisjóða met-
inn 100 milljarðar dala, þar af 30-50
milljarðar vegna sparisjóða í Texas.
Þetta var fyrir utan 40 milljarðana
sem FSLIC hafði gefið út í skulda-
bréfum sem það gat aldrei greitt af.
AÐGERÐIR AÐ L0KNUM K0SNINGUM
Strax eftir forsetakosningar í nóv-
ember 1988 gerði hin nýja ríkisstjórn
Georges Bush sér grein fyrir að
sparisjóðamálið væri hugsanlega af-
drifaríkasta innanríkismálið sem hún
þyrfti að fást við. Strax var hafist
handa við að undirbúa uppgjör spari-
sjóða sem ýmist voru gjaldþrota eða í
greiðsluþroti. Um fimm hundruð
sjóðir þörfnuðust umsvifalaust að-
gerða og reikningurinn hljóðaði upp á
eitt hundrað milljarða dala.
FSLIC var í raun orðið gjaldþrota
og ljóst að afla þyrfti fjár sérstaklega
til þessara aðgerða. Fjárhagshalli hef-
ur hins vegar verið mikill í Banda-
ríkjunum og lög í gildi sem segja til um
hversu mikill halli megi vera á íjár-
lagaáætlunum.
Bush-stjómin lagði fram tillögur
um að FDIC yfirtæki starfsemi
FSLIC og þar með eftirlit með spari-
sjóðunum og að ný stofnun í Fjármála-
ráðuneytinu, Office of Thrift Superv-
ision, fengi þau völd sem Federal
Home Loan Bank Board fór áður
með. Sett var á fót sérstök tímabund-
in stofnun, Resolution Trust Cor-
poration (RTC), til að sjá um uppgjör-
ið og skyldi hún fá fimm ár til verks-
ins. RTC fengi hins vegar fé frá enn
einni nýrri stofnun, Resolution Fund-
ing Corporation, sem myndi afla fjár
með útgáfu skuldabréfa, utan fjárlaga
vitanlega. Allt varð þetta að veruleika
og í ágúst á síðasta ári tóku gildi lög
þar að lútandi.
Sparisjóðir hafa alltaf haft sterk
áhrif á Bandaríkjaþingi og miklar deil-
ur stóðu um kröfur um lausafjárstöðu
þeirra í nýju lögunum. Bush-stjórnin
vildi að þær yrðu 6% af eignum árið
1991, sem eru sömu kröfur og gerðar
eru til banka sem FDIC tryggir. Þing-
ið lagði hins vegar til 3% lausafjár-
kröfur sem tækju gildi 1995. Niður-
staðan varð sú að frá og með 1991
verða sparisjóðir að ráða yfir lausafé
sem nemur 3% af eignum. Þetta mun
reynast mörgum sjóðum erfitt, enda
er áætlað að 400 sjóðir nái ekki þessu
marki og aðrir níu hundruð hafi lausa-
fé sem nemur milli 3% og 6%. Hér er
átt við þá sjóði, sem ekki eru þegar
komnir í gjörgæslu, og einnig er í
þessum tölum gert ráð fyrir að heimilt
sé að reikna viðskiptavild,
„goodwill“, sem lausafé.
Samkvæmt lögunum frá í ágúst
voru fimmtíu milljarðar teknir að láni
til að bjarga 350 sparisjóðum og bæt-
ist það við 40 milljarðana sem gefnir
voru út í heimildarlausum skuldabréf-
um handa 220 sjóðum árið 1988. For-
maðurstjórnarFDIC, William Seidm-
an, sagði nýlega á Bandaríkjaþingi að
það þyrfti 100 milljarða til viðbótar á
næsta ári til að ráða bót á vandanum
og fáum kæmi á óvart þótt enn ætti
eftir að bætast við þessar tölur.
Heildarkostnaðurinn, að meðtöldum
framreiknuðum vöxtum af fé sem
tekið er að láni nú, er áætlaður þrjú til
íjögur hundruð milljarðar og hærri
tölur eru reyndar oft nefndar.
Einn af hverjum fjórum sparisjóð-
um í landinu er enn að tapa fé, sjóðirn-
ir sem heild eru reknir með tapi (og
eru þá undanskildir þeir sem eru í
vörslu ríkisins), verðfall á fasteigna-
mörkuðum getur haft veruleg áhrif til
hins verra og vaxtahækkanir geta
EKKERT HÚS ÁN ELDVARNA
ENGIN FYRIRHÖFN - ÞÚ HRINGIR - VIÐ KOMUM
ELDVARNAPJONUSTAN
ÞJÓNUSTA í ÞJÓÐARÞÁGU
ÞJÓÐBRAUT 1 - AKRANESI - SÍMI 93-1 32 44