Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 47
Almenningur í Bandaríkjunum á um sárt að binda enda mun stór hluti skattgreiðslna þeirra renna í nær botnlausa
hít sparisjóðahneyklisins.
ÁHRIF SPARISJÓÐAHNEYKSLISINS
120 ÞUSUND KR. A HVERT
MANNSBARN! í LANDINU!
Almenningur í Bandaríkjun-
um er ævareiður vegna spari-
sjóðamálsins sem mun að lík-
indum kosta hvert þarlent
mannsbarn tvö þúsund dali, eða
sem svarar 120 þúsund íslensk-
um krónum á hvert mannsbarn!
Fólki hefur skilist að hér sé ekk-
ert venjulegt mál á ferðinni,
ekkert fjölmiðlaupphlaup eða
pólitísk flugeldasýning. Upp-
hæðirnar tala sínu máli og sá
meðalbær er vandfundinn að
ekki verði þar vart áhrifa máls-
ins, beint eða óbeint.
Fram að þessu hefur þó reynst erf-
itt að beina þessari reiði í ákveðinn
farveg, málið er umfangsmikið og
flókið og alls ekki augljóst hver ber
ábyrgð á hverju. Báðir stjómmála-
flokkarnir hafa reynt að berja á and-
stæðingnum með misgóðum árangri,
enda býr þar hver í annars glerhúsi
eins og fram kemur annars staðar í
blaðinu.
Nú eru þó demókratar að fá það
tromp á hendina sem getur orðið
repúblikönum skeinuhætt. Það er
sonur forsetans, Neil Bush, og hrak-
fallasaga hans sem stjórnmálamanns í
Silverado sparisjóðnum í Denver í
Colorado. Neil Bush er á góðri leið
með að verða persónugervingur
margs hins versta í sparisjóðamálinu;
vafasamra viðskiptahátta, spillingar,
hagsmunaárekstra og gróðafíknar.
Því meir sem hann ver sig opinber-
lega þeim mun verr lítur hann út í
augum almennings og því oftar sem
forsetinn er spurður út í athæfi sonar
síns þeim mun betur festist sú ímynd í
huga fólks að auðugum repúblikönum
sé um að kenna að svo fór sem fór.
SILVERADO ER DÆMIGERÐUR
Það er sjálft Fjármálaráðuneytið
eða starfsmenn þess í Office of Thrift
Supervision, sem segir Neil Bush
sekan um „eina verstu tegund hags-
munaárekstra“. Hann hafi brugðist
skyldum sínum sem stjórnarmaður í
Silverado og ekki haft að leiðarljósi
hagsmuni spariijáreigenda og hlut-
hafa.
Saga Silverado er að mörgu leyti
dæmigerð fyrir starfsemi sparisjóða
eftir að hömlum var létt af starfsemi
47