Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 48

Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 48
UTLOND Bandaríkjaforseti hefur mátt súpa seyðið af fjármálavafstri sonar síns og enn eru ekki öll kurl komin til grafar. þeirra snemma á síðasta áratug. Stjórnendur sjóðsins lögðu í mjög áhættusamar fjárfestingar og marg- földuðu veltuna á skömmum tífna. Fasteignir voru ofmetnar í reikning- um, vafasöm útlán fengust ekki end- urgreidd, lausafé var of lítið og fast- eignaviðskipti fram og til baka voru notuð til að dylja raunverulega stöðu sjóðsins í bókhaldi. Síðla árs 1987 voru eftirlitsmenn sparisjóða í Colorado orðnir sann- færðir um að Silverado væri illa staddur fjárhagslega og um mitt ár 1988 er yfirvöldum í Washington til- kynnt að sjóðurinn sé kominn í greiðsluþrot. Skömmu síðar lögðu eftirlitsmennimir til að sjóðnum yrði lokað og hann gerður upp. Frá Was- hington bárust hins vegar boð um að lokun og uppgjöri yrði frestað. Sil- verado var svo tekinn til meðferðar í desember 1988, mánuði eftir að George Bush var kjörinn forseti. Fjármálaráðuneytið er nú að rann- saka hvort einhver tengsl hafi verið á milli fyrirmæla um frestun lokunar og yfirstandandi kosningabaráttu. Kostnaður skattgreiðenda vegna Silverado er áætlaður um einn millj- arður dala. Á VIT VIÐSKIPTAGÆFUNNAR Neil Bush flutti til Denver eftir að faðir hans var kjörinn varaforseti árið 1980. Hann ætlaði að skapa sér starfsvettvang í olíuviðskiptum og starfaði fyrstu þrjú árin hjá Amoco olíufélaginu. Hann kom vel fyrir í við- skiptalífinu í Denver, var vel liðinn og eignaðist marga kunningja. Þetta var tími mikils uppgangs í efnahagslífi Co- lorado og árið 1983 ákvað Bush að stofna eigið fyrirtæki, JNB Explora- tion Co., þá 28 ára að aldri. Hann leitaði til kaupsýslumanna í Denver um fjárframlög til fyrirtækisins og varð býsna vel ágengt. Fyrstur til að leggja fram fé var Bill Walters, fertugur auðkýfingur sem hafði auðgast á fasteignaviðskiptum, átti banka og varð brátt formaður Verslunarráðsins í Denver. Hann lagði fram 150 þúsund dali gegn 6.25% hlut í félaginu. Annar hluthafi var Kenneth Good, sem einnig hafði auðgast af sjálfsdáð- um og var áberandi í viðskiptalífi Den- ver. Good lagði fram 10 þúsund dali og útvegaði Bush einnig yfirdráttar- heimild í banka áðurnefnds Walters. Sú heimild varð á endanum 1.7 millj- ónir dala. Gegn þessu fékk Good 25% hlut í nýstofnuðu fyrirtæki Bush. Að auki lánaði Good Bush persónulega 100 þúsund dali til fjárfestinga. Þegar þeir peningar skiluðu ekki arði lét Good lánið niður falla. Skömmu eftir að Bush stofnaði fyrirtæki sitt tóku hins vegar erfiðir tímar við í Colorado, olíuverð féll og þá fór að halla undan fæti í öllum við- skiptum. „BUSH HEFUR NÚ ST0FNAÐ NÝTT FYRIRTÆKI0G HEFUR B0ÐAÐ FJÖLMIÐLA TIL VIÐTALS Á SKRIFSTOFU SINNITIL AÐ SEGJA SÍNA HLID Á MÁLINU. HANN STENDUR HINS VEGAR EINN í ÞEIRRI MÁLSVÖRN.“ Næstur er nefndur til sögunnar Michael Wise, stjórnarformaður Sil- verado sparisjóðsins. Arið 1985 bauð hann Neil Bush sæti í stjórn spari- sjóðsins, án þess að Bush hefði þá nokkra reynslu af rekstri banka eða peningastofnana. Þeir, sem til þekkja, eru á einu máli um að fjöl- skyldutengsl hafi ráðið ákvörðun Bush - faðir hans var varaforseti og gat orðið næsti forseti Bandaríkj- anna. Sjálfur sagði Neil seinna að hann hefði litið á tilboðið sem ágætt tækifæri til að öðlast reynslu á pen- ingamarkaði og í rekstri peninga- stofnana. Silverado var á þessum tíma ört vaxandi sparisjóður. Wise hafði lagt minni áherslu á lán til íbúðarhúsnæðis en þess í stað lagt til fé í hótel, skrif- stofuhúsnæði, verslunarmiðstöðvar og áhættusöm skuldabréfaviðskipti. Þetta olli eftirlitsmönnum hins vegar verulegum áhyggjum og skömmu eft- ir að Bush tók sæti í stjóm sjóðsins var mat á lánstrausti hans lækkað í 4 stig, hið næstneðsta af 5 mögulegum. 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.