Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.08.1990, Qupperneq 50
UTLOND George Bush Bandaríkjaforseti hefur margt á sinni könnu og ekki fækk- ar gráu hárunum við asnaspörk sonarins á viðskiptasviðinu. og féllst á að skattahækkánir yrðu notaðar til að ráða niðurlögum fjárlagahallans. Þetta var mikið áf- all fyrir hann og repúblikana í heild, enda var skattastefnan nánast eina alvör- umálið sem nefnt var í kosningabar- áttunni á sínum tíma. Ein aðal- ástæðan fyrir þessum sinna- skiptum, þótt ekki sé það viðurkennt opinberlega, voru þeir gífurlegu fjár- munir sem spari- sjóðamálið mun krefjast á næstu árum. Hingað til hef- ur peninga verið aflað með lántöku MINOLTA Netta IjósritunarvéKn sem ekkert fer fyrir Lítil og handhæg vél sem ávallt skilar hámarksgæðum. Auðveld í notkun og viðhaldi. Tekurýmsargerðirog stærðir pappírs. Sterk vél sem óhætt er að reiða | sigá. Útkoman verður oaðfvmanleg með ■ Mmolta ff-30 E KJARAN Síöumúla 14,108 Reykjavík, s:(91) 83022 „utan fjárlaga", en þeim blekkingar- leik verður ekki haldið áfram til eilífð- ar. Nýlega kom upp á yfirborðið að fyrrum aðstoðarmaður Bush frá því í varaforsetatíð hans, Robert Thomp- son, aðstoðaði vafasaman trygginga- jöfur, James Fail, við að kaupa 15 gjaldþrota sparisjóði í Texas árið 1988. Fail þessi keypti sparisjóðina fimmtán fyrir 1.000 dali af eigin fé en fékk til þess tæplega tveggja milljarða styrk frá ríkinu. Hann átti að baki dóm fyrir fjársvik og hafði verið bannað að selja tryggingar í nokkrum fylkjum. Hann er nú eigandi nýrrar bankasam- steypu en þingnefnd mun kafa ofan í málið næstu vikur og mánuði. Við- skipti á borð við þessi voru líklega ekkert einsdæmi hvað viðkom sölu sparisjóða í Texas á þessum tíma. Að auki er nú komið í ljós að Kenn- eth Good, félagi Neil Bush frá Colora- do, lagði fram eitt hundrað þúsund dali í kosningabaráttu repúblikana nokkrum dögum fyrir forsetakosn- ingamar 1988. Þetta var á sama tíma og hann skuldaði 32 milljónir dala hjá Silverado sparisjóðnum, þar sem Neil Bush var stjórnarformaður, og boð bárust frá Washington um að fresta lokun Silverado þar til eftir kosning- arnar. Demókratar spyija nú hver hafi verið tilgangurinn með þessu fjárframlagi, sérstaklega þegar tíma- setningin og Sil- verado-málið eru höfð í huga. (Gár- ungar hér í Was- hington hafa reyndar gert sér ágætan mat úr nöfnum þeim sem koma við sögu, Good og Wise í Co- lorado séu heillum horfnir, en Fail í Texas sé hins veg- ar auðugri en nokkru sinni fyrr). DEMÓKRATAR MEÐ VAFASAMA F0RTÍÐ Demókratar hafa haft meiri hluta í fulltrúadeild þingsins svo ára- tugum skiptir og oftast einnig í öldungadeildinni. Þeir eru því þess vafasama heiðurs aðnjót- andi að hafa samþykkt ný lög um spar- isjóði sem komu skriðu gjaldþrota og ijársvika af stað. Sparisjóðir hafa aOtaf verið örlátir á fé í kosningabaráttu þingmanna, ekki síst þeirra sem sitja í bankanefndum þingsins. Þetta hefur komið demó- krötum í koO. Frægast er dæmið af Keating-fimmmenningunum svo- nefndu, en þar er átt við fimm öld- ungadeOdarþingmenn sem beittu sér gegn aðgerðum sparisjóðaeftirfitsins í máli Lincoln sparisjóðsins í KaOfom- íu. Fjórir af þessum fimm em demó- kratar og þar að auki er einn þeirra, Donald Riegle, formaður bankamála- nefndar öldungadeildarinnar. Fimmmenningarnir komust í sviðs- ljósið þegar Lincoln sparisjóðurinn var tekinn til meðferðar hjá ríkinu á síðasta ári. Þá kom í ljós að forsvars- menn hópsins höfðu átt fund með yfir- manni sparisjóðaeftirOtsins í Was- hington 1987 og komið því til leiðar að lokun sjóðsins var frestað í tuttugu mánuði. Eigandi Lincoln, Charles Keating, hafði lagt fram samtals 1.3 mOljónir dala í kosningabaráttu þess- ara þingmanna og þar af 850 þúsund til eins þeirra, Alan Cranston frá Kali- fomíu. A meðan á þessum tuttugu mánaða gálgafresti, sem þingmennirnir komu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.