Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 58
VINNUSTAÐURINN algengum atvinnusjúkdómum, notk- un hlífðarfatnaðar o.fl. Þá fer ýmis önnur upplýsingastarfsemi fram, svo sem fyrirlestrar, útgáfa bæklinga, námskeið eru haldin og frá deildinni koma greinaskrif í blöð og tímarit. Loks má nefna ráðgjöf varðandi vinnutækni með það fyrir augum að draga úr óeðlilegu álagi á líkamann. „Við höfum reynt að bjóða upp á hópskoðanir í auknum mæli og skemmst er að minnast athugunar sem við gerðum á trésmiðum. Ann- ars vegar var öllum trésmiðum á okk- ar svæði boðið að koma hingað og gangast undir almenna læknisskoðun en hins vegar fengum við á 2. hundrað smiða í sérstaka rannsókn á sk. tenn- isolnboga. í ljós kom að þessi starfs- stétt virðist vera með 2-3 sinnum hærri tíðni þessa sjúkdóms en al- mennt gerist og er sökudólgurinn sennilega algengustu handverkfærin, hamarinn og sögin. Einnig höfum við gert rannsókn í einstökum fyrirtækjum eða stofnun- um. Síðasta vetur komu upp veikindi hjá stórum hluta nemenda í fram- haldsskóla í borginni og í ljós kom að þau stöfuðu af hættulegum efnum sem þar voru notuð við ófullnægjandi loftræstingu". Helgi sagði ljóst að starfsumhverfi manna færi stöðugt batnandi hér á Aðstaða á vinnustöðum byggingar- manna er víða hörmuleg þótt sum stærri fyrirtæki hafi bætt úr á síð- ustu árum. landi en einkum væru það minni vinnustaðir sem enn byggju við slæm skilyrði. Þróun til réttrar áttar stafaði m.a. af auknu vinnuverndarstarfí með tilkomu laga um aðbúnað og hollustu- hætti á vinnustöðum frá árinu 1980 og stofnun Vinnueftirlitsins en einnig tengdist þetta auknum áhuga almenn- ings fyrir hvers konar heilsuvernd og aukinni meðvitund manna um eigin líkama. „Vinnustaðir eins og skrifstofur hafa gjörbreyst til hins betra á síðustu árum og kemur þar margt til. Tölvu- búnaður léttir störfin, mun betra framboð er af stólum og innréttingum en áður var, lýsing er tæknilega út- færð af sérfræðingum í mörgum til- vikum og nú opna menn ekki nýtt skrifstofuhúsnæði öðruvísi en hafa komið fyrir fullkomnu loftræstikerfi. Allt stuðlar þetta að þægilegra um- hverfi til að starfa í og kemur í veg fyrir ýmsa þá atvinnusjúkdóma sem við höfum lengi átt við að stríða. Öðru máli gegnir um starfsmanna- aðstöðu hjá t.d. fólki í byggingariðn- aði. Þar ríkir víða algjör miðalda- menning og hreint ótrúlegt hvað starfsmönnum er boðið upp á í þeim efnum. Ástæðan er einföld: Víða eru smærri byggingaverktakar eða vinnuflokkar að verki með 2-3 menn í vinnu og ekki talið taka því að koma upp sérstakri aðstöðu til að matast í eða ganga örna sinna. Ymsum hefur dottið í hug hvort Reykjavíkurborg gæti ekki komið upp aðstöðu af þessu tagi í nýjum hverfum og leigt svo byggingaraðilum aðgang. Það gæti breytt miklu hvað þetta ástand varðar í borginni." MARGIR ÁHÆTTUHÓPAR „Á íslenskum vinnumarkaði starfa tugþúsundir manna við margvísleg og afar misjöfn störf. Á hverju ári koma upp margvíslegir sjúkdómar sem tengjast atvinnunni og flesta þeirra mætti koma í veg fyrir ef rétt væri á málum haldið. Þessir sjúkdómar valda einstaklingunum ómældum sársauka og þjóðfélaginu í heild gífur- legu tjóni. Það er mín skoðun að sérstakri at- hygli ætti að beina að áhættuhópun- um, þ.e. starfsfólki sem við vitum að býr við mesta hættu í starfi. SMka hópa ætti að skoða reglulega og grípa til aðgerða gegn fyrirsjáanlegum sjúk- dómum áður en skaðinn er orðinn mikill. Um leið þarf að stórauka allt fræðslustarf til almennings og gera fólk meðvitaðra um þær hættur sem alls staðar Ieynast. Við hjá atvinnu- sjúkdómadeildinni höfum gert ítar- lega athugun á heilsufari brunavarða og kafara og vel þyrfti að fylgjast með starfsfólki í efnaiðnaði, svo dæmi sé tekið“, sagði Helgi Guðbergsson yfir- læknir að síðustu. ARCHE PRO'FILE 386-33 Gæði framar öllu TH. VILHELMSSON Tölvudeild. Reykjavíkurvegi 62 Sími 91-650141, fax 91-653241 ®EE lc iij m i Jy ] j ,J i wnuvmtT 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.