Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 60

Frjáls verslun - 01.08.1990, Síða 60
VINNUSTAÐURINN HÁVAÐIÁ VINNUSTÖÐUM ALVARLEGASTA VANDAMÁLIB 300-400 TILKYNNINGAR UM HEYRNARTJÓN AF VÖLDUM HÁVflÐfl BERAST Á ÁRIHVERJU. PETTA ER EINN ALVARLEGASTIATVINNUSJÚKDÓMUR í LANDINU 0G ÁHRIFIN ERU LANGVINN ÞVÍ HEYRNARTJÓN ER ÓLÆKNANDI. Flest bendir til að hávaði sé almennasta og alvarlegasta vandamálið sem við er að glíma á vinnustöðum hér á landi. Mæl- ingar á vegum Vinnueftirlitsins benda til að um 30% starfs- manna í iðnaði séu að jafnaði í of miklum hávaða. Einnig hefur komið í ljós að 50-80% starfs- manna í málm- og byggingariðn- aði og svipað hlutfall hjá fisk- vinnslu- og iðnverkafólki, telur hávaða einkenna vinnustað sinn um of. Hljóðstyrkur sem nemur 85 dB og þar yfir, getur verið skaðleg-jr heym- artauginni og orsakað heymartjón smám saman. Hátíðnisviðið hverfur fyrst og eftir nokkurra ára viðveru í of miklum hávaða verður vart við veru- lega skerðingu á tónsviði venjulegs samtals. Auðvitað er einstaklings- bundið hvernig menn þola hávaða en hann hefur þó ávallt eitthvert og oft- ast varanlegt tjón í för með sér. Og það sem verra er: Heyrnartjón er ekki hægt að bæta með lækningu. En hávaði veldur ekki aðeins heyrnartjóni því hann orsakar truflan- ir á líkamsstarfseminni. Menn verða fyrr þreyttir, andlegar truflanir fylgja oft í kjölfar mikils hávaða, streitan heltekur menn og einbeitnin minnkar. Sennilega er tjón af völdum hávaða svo mikið sem raun ber vitni vegna TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSS0N þess að fólk í daglegu lífi áttar sig ekki á afleiðingunum fyrr en það er um seinan. Fólk fer í stígvél og regnkápu þegar það fer út í ausandi rigningu vegna þess að annars blotnar það inn að skinni. En poppari eða plötusmiður lætur sig hafa það að vinna klukkutím- um saman á degi hverjum án heymar- hlífa í yfir 100 dB hávaða. í fyrra tilvik- inu er „tjónið“ blaut skyrta eða sokk- C^\Hljóðfrá bota ____ Hljóðstig ur en í því síðara varanleg skemmd á einu mikilvægasta skilningarviti mannsins. HVAÐ ER TIL RÁÐfl? Það er með þennan atvinnusjúk- dóm eins og aðra: Honum valda margvíslegar ástæður og hann þrífst best þegar lítið er gert til að verjast honum og skeytingarleysi ríkir hjá þolandanum um afleiðingar hans. Vinnueftirlit ríkisins hefur á undan- fömum ámm haldið uppi þróttmiklu starfi til að leiðbeina starfsfólki um notkun heymarhlífa og rekið áróður í fyrirtækjum varðandi aukna vöm gegn hávaða. í því sambandi er mikil- vægast að ráðast gegn þessum vá- gesti við upptök hans og koma í veg fyrir að hann breiðist út. Við skulum grípa niður í fræðslu- og leiðbeining- arrit Vinnueftirlitsins nr. 6 frá árinu 1986, þar sem fjallað er um vamir gegn hávaða. „Það er gagnlegt að nota heymar- hlífar svo langt sem það nær. Þær leysa bara ekki sjálfan vandann. Og því ætti að skoða þær sem eins konar bráðabirgðalausn, en gera allt sem unnt er til að dempa hávaða við upp- tök hans - og koma sem best í veg fyrir að hávaði, sem myndast, breið- ist út. Starfsmenn geta sjálfir lagt sig fram um að dempa hávaða við upptök hans með því að: Meðhöndla áhöld og 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.