Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 61

Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 61
tæki þannig að því fylgi sem minnstur hávaði og haga vinnu að jafnaði með það markmið í huga. Halda vélum vel við og festa jafnóðum vélarhluta, hlíf- ar, bolta og annað sem kann að losna. Stöðva vélar sem ekki er verið að nota. Einnig ætti að beita því ráði að skiptast á um að vinna störf sem sér- stakur hávaði fylgir, eftir því sem við verður komið“. Síðar í þessu riti er íjallað um meiri- háttar úrbætur og bent á að þá þurfi að takast sem best samstarf milli stjórnenda fyrirtækjanna og starfs- manna. „Mikilvægt er að bæði sérfróðir aðilar og þeir sem vinna í hávaðanum, fái að meta aðstæður og möguleika á að segja sitt um væntanlegar úrbæt- ur. Þær hljóta eðli málsins sam- kvæmt að felast einkum í þessu: Að setja einangrandi hengi, hurðir og lúgur í dyr og op sem hávaði berst um. Að setja upp einangrandi skilveggi, meiri eða minni yfirbyggingu eða hljóðeinangrandi hús utan um hávaða- samar vélar, færibönd ogþess háttar. Að setja klæðningu, sem dregur vel í sig hljóð, í loft og á veggi. Að taka hávaðasamar vélar í gegn, t.d. þannig að mjúkar ijaðrandi undir- stöður dragi úr titringi, fletir sem skella saman séu klæddir, hljóðkútar settir á útblástur og öllum tiltækum ráðum yfirleitt beitt, s.s. breytingum á hönnun og gangi stærri eða minni hluta". OF MIKILL HÁVAÐI Þrátt fyrir stöðuga fræðslu á liðn- um árum virðist illa ganga að koma starfsfólki og stjórnendum fyrirtækja í skilning um nauðsyn þess að verjast hávaða með öllum tiltækum ráðum. Skipulegar hávaðamælingar hafa farið fram á vegum Vinnueftirlitsins síðan 1981 og þær staðfesta að hávaði er víða yfir hættumörkum. Hávaða- dempun á vinnustöðum gengur hægt en notkun heyrnarhlífa hefur þó auk- ist að undanförnu. En hvar er hávað- inn mestur í atvinnulífinu? Eðli málsins vegna hafa hávaða- mælingar fyrst og fremst farið fram á vinnustöðum sem ætla má að hávaði sé mikill. T.d. hafa menn ekki séð ástæðu til að mæla hávaða í blómabúð MANNLIF Áskriftarsími 91-82300 Fataskápar fyrir vinnustaði Viðurkenndir fataskápar úr bökunar- lökkuðu stáli. Skáparnir festast á vegg eða standa frítt á gólfi. Þeim má raða saman eins og best hentar eða láta þá standa eina sér. Margir litir eru fáanlegir. Stærðir: 30 X 58 X170 cm. 40X58X170 cm. Leitið nánari upplýsinga. J. B. PETURSS0N BLIKKSMIOJA-VERKSMIÐJA JÁRNVÖRUVERZLUN ÆGISG0TU 4 og 7 Slmar 1 3125 og 1 53 00 Gott starfsumhverf i Góð líðan - góð afköst Önnumst mælingar á: • hávaða á vinnustað • lýsingu • einkennum innilofts • mengun Ráðgjöf fylgir - vægt gjald. Vinnueftirlit ríkisins Bíldshöföa 16, sími 672500

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.