Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 62
VINNUSTAÐURINN eða á vöggustofu. En íþessum athug- unum hefur komið í ljós að mun oftar en ekki hefur hávaði verið yfir 85 dB, en það eru þau hávaðamörk sem sett hafa verið í reglum um hávaðavamir á vinnustöðum. Svokallaðar skammtamælingar eru notaðar til að finna meðalhávaða sem starfsmaður er í yfir átta stunda vinnudag. í yfirliti yfir slíkar mælingar á tímabilinu 1981-89 kemur í ljós að í yfir níu starfsgreinum reyndust meira en 80% starfsmanna vera í hávaða yfir hættumörkum. Greinamar em: Kaðla-, neta- og nótagerð, innrétt- ingasmíði, hjólbarðaviðgerðir, efna- iðnaður, málmsmíði, málmvöragerð og vélaviðgerðir, skipasmíði og skipaviðgerðir, öl- og gosdrykkja- framleiðsla, prjónavöruframleiðsla, sútun og verkun skinna. Einnig má nefna vinnustaði eins og danshús, í plastvörugerð er hávaði við hættu- mörk og verulegur hávaði mælist í hraðfrystihúsum. í Fréttabréfi um vinnuvernd segir að þeir sem starfi við hávaðamæling- ar á vegum Vinnueftirlitsins, telji að ‘'Wlningur á fyrirbyggiandi aðgerðum gegn hávaöa sé heldur að aukast en sjáist ekki nægilega í verki. Hins veg- ar hafi notkun persónuhlífa aukist mikið. Sérstök ástæða er til að hvetja starfsmenn og forráðamenn fyrir- tækja til að láta mæla hávaða á vinnu- stöðum, ef gmnur leikur á að hann sé yfir mörkum. Vinnueftirlitið annast slíkar mælingar og gefur góð ráð til úrbóta. í flestum tilvikum er hægt að verjast hávaða með tiltölulega kostn- aðarlitlu móti. Meginatriðið er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans og í þeim efnum eru ýmis tiltæk ráð. Dugi það ekki til fullnustu er hægt að grípa til heyrnarhlífa af ýmsu tagi og saman- lagt koma í veg fyrir að hávaðinn valdi varanlegu tjóni á heilsu manna. SKÝR ÁKVÆÐI í LÖGUM í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum frá árinu 1980, eru skýr ákvæði um skyldur og réttindi starfsmanna og atvinnurek- enda. Sérstök ákvæði em einnig í reglugerð um húsnæði vinnustaða frá árinu 1975. Og enn skýrari ákvæði er að finna í reglum um hávaðavarnir á vinnustöðum og heymareftirlit starfsmanna sem gilda frá 1. maí 1986. í þessum reglum er kveðið á um það að í nýjum fyrirtækjum skuli háv- aði ekki vera meiri en 85 dB, miðað við 8 stunda vinnudag. Skýrt er tekið fram að fari hávaði yfir þessi mörk, skuli starfsmenn bera heymarhlífar sem atvinnurekandi lætur í té. At- vinnurekanda er einnig gert skylt að sjá um skipulagningu og framkvæmd heymareftirlits, hávaðamælinga og aðgerða til að draga úr hávaða. í fyrrgreindum bæklingi frá Vinnu- eftirlitinu um hávaða á vinnustað seg- ir í lokin: „Allir, sem láta sig þessi mál varða, ættu að kynna sér vel þessar reglur, ekki síst ákvæðin um skyldur starfsmanna, atvinnurekanda og þeirra sem hanna, framleiða og setja upp vélar og annan búnað“. Við gerum þessi lokaorð að okkar um leið og við hvetjum alla til að gæta vel að heyminni og loka ekki þessu mikilvæga skilningarviti vegna slóða- háttar og skeytingarleysis um eigin heilsu og annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.