Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 73

Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 73
lags blikksmiðjueigenda og hann var fyrst spurður hvort það væri rétt að flest loftræstikerfi hér á landi væru því sem næst óvirk? „Nei, fjarri því en hitt er satt og rétt að mjög oft kvarta starfsmenn undan vondri loftræstingu og það hef- ur sýnt sig að þegar að er gætt, stafar óvirkni kerfisins oftast af öðru en því að hönnun þess eða smíði hafi mistek- ist. í mörgum fyrirtækjum eru flókin loftræstikerfi sem ekki er hirt um við- hald á, jafnvel árum saman. Sannleik- urinn er auðvitað sá að um þessi kerfi þarf að hugsa mjög vel, t.d. að hreinsa síur, yfirfara mótora sem knýja kerfið og huga að loftinntökum svo eitthvað sé nefnt. Ég hef komið í atvinnuhúsnæði úti á landi, þar sem kvartað var undan lélegri loftræst- ingu. Við nánari athugun kom í ljós að mótor uppi í rjáfri gekk eins og til var ætlast, en reimar sem áttu að knýja loftblásarana, höfðu eyðst upp og slitnað fyrir langalöngu! í öðru tilviki kvörtuðu starfsmenn í matvælafyrir- tæki undan því að ryk kæmi inn í vinnslusalinn á þurrviðrisdögum. Þegar málið var kannað, hafði einhver framtakssamur maður tekið loftsíur úr inntakinu og þess vegna sogaði kerfið allt ryk til sfn utan af götu.“ MISMUNANDI ÞARFIR „Þarfir manna og aðstæður í stóru fyrirtæki eru mjög misjafnar. Þannig getur maður sem situr við skrifborð úti við glugga, haft ástæðu til að minnka loftræstinguna, sem aftur leiðir til þess að starfsfélagi hans, sem hefur aðstöðu í gluggalausu rými annars staðar í húsinu, verður fyrir óþægindum. Það er alþekkt í fyrir- tækjum að starfsmenn eru að stilla loftræstinguna eftir mismunandi að- stæðum og afleiðingin verður sú að kerfið í heild virkar illa,“ sagði Gylfi ennfremur. Hann sagði í samtali við Frjálsa verslun að nú orðið væri loftræsti- kerfa krafist í flest fyrirtæki og að miklar framfarir hefðu orðið í smíði þeirra á síðustu árum. Ryk væri síað út 80-90%, raka bætt í inniloftið eftir aðstæðum o.s.frv. En er þörf á loft- ræstingu á vinnustöðum þar sem ekki er unnið með mengandi efni? HREINT LOFT Blikksmiðjan Vík annast smíöi einfaldra jafnt sem flókinna loftræsti- og lofthitakerfa. Blikksmiðjan Vík annast eftirlit og viöhald á loftræsti- og lofthitakerfum. Blikksmiðjan Vík annast alla almenna blikksmíði. Hjá okkur sjá fagmenn um verkið. SMIÐJUVEGI 18C KÓPAVOGI - SÍMI 71580

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.