Frjáls verslun - 01.08.1990, Page 76
VINNUSTAÐURINN
GLÆSILEGUR VINNUSTAÐUR:
SAMBANDSHÚSIÐ SKOÐAÐ
NOKKRIR GLÆSILEGIR VINNUSTAÐIR HAFA VERIÐ TEKNIR í NOTKUN Á
SÍÐUSTU ÁRUM HÉR Á LANDIOG TEUAST í RÖÐ ÞEIRRA FREMSTU í
HEIMINUM. SAMBANDSHÚSIÐ VIÐ KIRKJUSAND ER í ÞEIM HÓPI.
Sambandið hefur átt í tals-
verðum rekstrarörðugleikum á
síðustu árum og mikið verið um
það fjallað í ræðu og riti. Hitt
hefur ekki vakið eins mikla at-
hygli, að ekki alls fyrir löngu var
stór hluti starfsemi þessa
stærsta fyirtækis landsins,
fluttur undir eitt þak og hlýtur
nýja Sambandshúsið við Kirkju-
sand að teljast eitt glæsilegasta
skrifstofuhúsnæði landsins - og
þótt víðar væri leitað.
Sambandið hafði um hartnær sjö ára-
tuga skeið verið til húsa við Sölvhóls-
götu í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir mörg-
um árum hófust umræður um nauðsyn
þess að komast í hentugt húsnæði með
viðamikla starfsemi fyrirtækisins, en lít-
ið aðhafst. Snemma árs 1988, hófust
hins vegar framkvæmdir við breytingar
á gömlu frystihúsi út við Laugarnes og
er skemmst frá því að segja að á undra-
skömmum tíma breyttist gamli hús-
skrokkurinn í glæsilega byggingu, þar
sem þörfum starfsmanna og viðskipta-
vina er fullnægt eftir bestu getu.
Við slógumst í för með Erling Aspe-
lund starfsmannastjóra Sambandsins og
Barða Theódórssyni húsverði í Sam-
bandshúsinu, með það fyrir augum að
lýsa fyrir lesendum Frjálsrar verslunar,
því sem fyrir augu bar.
ALLTRIFIÐINNAN ÚR
Að sögn þeirra félaga var byrjað á því
að rífa allt innan úr frystihúsinu og þegar
uppbygging núverandi húss hófst, var
ekkert eftir af því gamla nema steyptar
plötur á súlum og tvö stigahús. Hafist
var handa um endumýjun allra glugga,
útveggir voru einangraðir utan sem inn-
an, allar pípur hússins endurnýjaðar, ein
TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON. MYNDIR: GRÍ
76
hæð byggð ofan á gamla hússkrokkinn
og húsið klætt að utanverðu með álk-
Iæðningum. Tvö hús sem tengdust
Sambandshúsinu voru rifin, en sam-
tengdar frystigeymslur vestan hússins,
fengu að standa áfram.
Sambandshúsið við Kirkjusand er
tæplega 7000 fermetrar að stærð. Á
efstu hæðinni er forstjóraskrifstofa og
öll sú starfsemi sem henni tengist, stór
og rúmgóður matsalur svo og fundasalir
og eldhús fyrir mötuneyti starfsmanna.
Öll gólf efstu hæðar eru klædd niður-
límdu parketi en inniveggir þar, sem og
annars staðar, eru fluttir inn frá Bret-
landi. Að sögn Gunnars Þorsteinsson-
ar, sem hafði umsjón með byggingunni,
bárust ein 12-14 tilboð í inniveggi húss-
ins, en ákveðið var að taka tilboði frá
innflutningsaðilanum Barr hf. Veggimir
eru hannaðir með það fyrir augum að
með auðveldum hætti sé hægt að
IR BJARNASON
breyta uppröðun þeirra án mikillar fyrir-
hafnar. Hurðir innandyra eru íslensk
smíð frá Tré-X í Keflavík.
VIÐHALD í LÁGMARKI
Hönnun Sambandshússins var í
höndum Ormars Þórs Guðmundssonar
arkitekts og var hún m.a. miðuð við að
viðhald hússins yrði í lágmarki. Þess
vegna var ákveðið að kaupa
ALUCUBOND-álklæðningar frá inn-
flutningsfyrirtækinu Júpíter í Garðabæ,
en þær hafa reynst afar vel við erfiðar
aðstæður hér á landi og erlendis um
langt skeið. Klæðningar á þak hússins
eru hins vegar frá Vímeti hf. í Borgar-
nesi.
Gluggar Sambandshússins eru allir
úr tré, smíðaðir hjá Gluggasmiðjunni hf.
í Reykjavík. Þeir eru klæddir álþynnum
utanvert og þarf ekki að mála þá eða
hafa áhyggjur af viðhaldi. Gluggasmiðj-
Sambandshúsið við Kirkjusand er án efa ein glæsilegasta skrifstofubygging
landsins og á sér fáar líkar í Evrópu.