Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 79

Frjáls verslun - 01.08.1990, Side 79
VINNUSTAÐURINN Á efstu hæð Sambandshússins er m.a. rúmgóður og bjartur matsalur starfs- manna. an sá sömuleiðis um smíði allra útihurða og hurðasamstæðna að stigahúsum, en þeir hlutir eru allir gerðir af áli. Eins og áður sagði eru gólf efstu hæðar hússins klædd parketi en aðrir gólffletir eru með dúk eða korkflísum, nema stigagangar, sem eru klæddir marmara. Sérstakar loftakiæðningar voru keyptar frá íslenska verslunarfélaginu, en ofan við þær er rými notað til að koma fyrir loftræstistokkum, raflögnum og öðru sem nauðsynlegt getur talist í góðri skrifstofuaðstöðu. Tölvukaplar í Sambandshúsinu eru um 25 km að lengd og þeim er komið fyrir í sérstökum stokkum undir glugg- um hússins. Tengi fyrir rafmagn, tölvur og síma eru með 2.5 metra millibili og því auðvelt að færa til skilrúm án þess að tengsl með þessum fjarskiptum rofni. VÍÐfl GÓÐ AÐSTAÐA Þeir Erling og Barði voru sammála um að öll starfsmannaaðstaða í Sam- bandshúsinu væri til fyrirmyndar. Aðst- aða til að hita kaffi og smyrja brauð er á öllum hæðum hússins, auk stóra eld- hússins á efstu hæð. Þá eru auðvitað snyrtingar og böð fyrir bæði kynin á öllum hæðum og hvarvetna er þess gætt við hönnun hússins, að fatlaðir geti komist um það án hindrana. Fundasalir eru í öllum deildum og þar hefur verið komið fyrir hjálpartækjum eins og myndvörpum, teiknitöflum, myndban- dstækjum o.fl. Að sögn Erlings Aspelund starfs- mannastjóra eru tæplega 200 manns við störf í Sambandshúsinu. Hann sagðist ekki hafa orðið var við kvartanir vegna slæmrar aðstöðu eða vegna galla á loft- ræstikerfum eða öðru sem gerir lífið bærilegra á vinnustaðnum. Eins og sagði í upphafi þessarar greinar, hafa mörg fyrirtæki hér á landi ráðist í byggingar eða endumýjun á að- stöðu fyrir starfsmenn sína. Þetta hefur gerst víða í atvinnulífinu og nægir í þessu sambandi að nefna glæsilega að- stöðu fyrir starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækja eins og Sjóvá-Almennra, Öl- gerðar Egils Skallagrímssonar, Hamp- iðjunnar, Ríkisútvarpsins, Borgarleik- hússins, Verðbréfamarkaðar íslands- banka, Húsnæðisstofnunar, Granda hf., Plastprents, Ingvars Helgasonar hf., Úrvals-Útsýnar og Dagblaðsins-Vísis, svo fáeins dæmi séu nefnd. Þeir sem ganga um þessa vinnustaði geta svo borið þá saman við aðstöðu starfsmanna og viðskiptavina í öðmm greinum atvinnulífsins. Nægir í því sam- bandi að nefna sum bifvélaverkstæði, byggingarvinnustaði og bflskúrsfyrir- tækin sem virðast þrífast um land allt á einhverju öðru en tillitssemi við starfs- menn eða viðskiptavini. Hurðirnar sem allir þekkja GLÓFAXIHF ARMÚO 42 108 REYKJAVlK SlMAR 34236 & 35336 TELEX 3071 ZIMSEN IS NNR. 2712-2043 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.