Frjáls verslun - 01.08.1990, Blaðsíða 81
verslun að hönnuðir lýsingar á vinnu-
stöðum yrðu fyrst og fremst að hafa
mismunandi aðstæður í huga. Það
gæfi auga leið að annarrar lýsingar
væri þörf á bifvélaverkstæði en á
skrifstofu. Meginatriðið væri hins
vegar að hafa næga lýsingu án þess að
hún blindaði þann sem væri við störf.
Of mikil lýsing væri oft á tíðum jafn-
slæm og of lítil birta.
Eins og áður sagði verður að miða
lýsingu við aðstæður. Hún verður að
vera þægileg en ofbirtu verður að
forðast. Talið er heppilegt að lýsing
við grófa vinnu þurfi að vera 200 lúx,
við skrifstofuvinnu 500-750 lúx, við
rannsóknarstörf 1000 lúx og við úr-
smíði 2000 lúx. í fræðsluritum segir
að best séu skilyrðin þegar mismunur
ljósra flata og dökkra sé sem minnst-
ur.
LÍTIL NEYTENDAVERND
Eins og allir vita sér Rafmagnseft-
irlit ríkisins til þess að lampar sem hér
eru á markaði uppfylli skilyrði um
vamir gegn útleiðslu eða ofhitnun.
Neytandinn er sumsé verndaður fyrir
gallaðri vöru hvað slíka þætti snertir.
En hvað með vöm gegn slæmum
lömpum út frá ljóstæknilegum sjónar-
miðum. Egill Skúli Ingibergsson for-
maður Ljóstæknifélagsins svarar því:
„Því miður hefur víða verið pottur
brotinn í þessum efnum og sannleik-
urinn er sá að almenningur hefur litla
möguleika á að meta hvaða lampar í
verslunum eru gæðagripir og hverjir
ekki. Vissulega eru margar verslanir
með gæðavöru á boðstólum og vel
menntað starfsfólk til að leiðbeina
viðskiptavinum, en hinu er ekki að
neita að stundum freistast kaupmenn
til að kaupa lélega lampa þar sem þeir
k'ta alveg eins út og aðrir sem eru mun
vandaðri. Dæmi eru þess að verðmis-
munur sé margfaldur við innkaup
enda þótt um sé að ræða nær eins
útlítandi vöru. Munurinn liggur í ljós-
tæknilegum gæðum sem ekki birtast
fyrr en við notkun tækisins".
Egill Skúli sagði að nú væri verið að
þróa nýjan Evrópustaðal og væru
margir framleiðendur þegar búnir að
taka hann upp. Þá eru lampar merktir
með skammstöfuninni SEN og gætu
neytendur treyst á gæði ef slíka stafi
væri að finna. Enn væru þó lampar á
Lýsing gegnir margháttuði hlut-
verki á vinnustöðum.
markaði hér á landi án þessa gæða-
stimpils og þá bæri að varast.
Ljóstæknifélag íslands er með að-
stöðu í Byggingarþjónustunni við
Hallveigarstíg og þar er sérfræðingur
til viðtals alla fimmtudaga frá kl. 16-
18. Ýmiss konar þjónusta er veitt þar,
m.a. ráðgjöf varðandi lýsingu í heima-
húsum eða á vinnustöðum, margvís-
legt upplýsingaefni liggur frammi og
aðstaða er m.a. til að prófa áhrif mis-
munandi lýsingar við breytilegar að-
stæður.
Fyrir fundinn, ráðstefnuna
eða kaffistofu fyrirtækisins.
Sparaðu tíma og fyrirhöfn
notaðu Duni kaffibarinn!
Handhægur og þægilegur;
ekkert umstang,
-ekkert uppvask.
Fannir hf. - Krókhálsi 3
Sími 672511
81