Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 6
5 RITSTJÓRNARGREIN
8 FRÉTTIR
22 ER HÆGT AÐ KOMAST AF?
Fijáls verslun fékk flölskyldu á Akranesi
til að halda saman öllum upplýsingum
sínum um tekjur og gjöld í marsmánuði
árið 1991. í kjölfar þess var blaðinu
gefinn kostur á að skoða þessar
upplýsingar og kynna þær lesendum
blaðsins. Hér er um að ræða hjón með 3
böm. Þau eru dæmigerð fyrir það að þau
eru að eignast eigið húsnæði sem skuldir
hvfla á. Heildarlaun þeirra teljast góð
miðað við það sem gengur og gerist hér
á landi. En samt geta þau ekki leyft sér
mikinn munað og víst er að það þarf á
hverri krónu að halda til að ná endum
saman.
Rætt er við húsmóðurina á heimilinu um
hagi fjölskyldunnar og það hvemig þau
ráðstafa tekjum sínum. Einnig er rætt
við Jóhannes Gunnarsson, formann
Neytendasamtakanna, um það hvað
almenningur í landinu geti gert til að fá
sem mest fyrir takmarkaðar tekjur sínar
og hvaða þjónustu Neytendasamtökin
veiti í því sambandi.
33 INNRÉTTINGA-
MARKAÐURINN
Athugun var gerð á framboði innréttinga
á markaðinum. Skoðaðar em hvers
konar innréttingar og skýrt frá því helsta
sem um er að velja. Sextán helstu
seljendur innréttinga voru heimsóttir og
er m.a. gerð grein fyrir verðhugmyndum
og helstu möguleikum.
50 HVAÐ KOSTAR ÍBÚÐ í
FJÖLBÝLISHÚSI ?
Blokkaríbúðir verða til á svo mismunandi
máta að einfalt svar um hvað ein slík
kostar er ekki til. Oft em það tilviljanir
sem ráða því hvar borið er niður þegar
fólk festir kaup á íbúðarhúsnæði. Jón
Kaldal, byggingarfræðingur og einn
eigenda teiknistofunnar ARKO, fjallar
um þá helstu möguleika sem em fyrir
hendi við kaup á blokkaríbúðum.
59 VERKTAKASTARFSEMIN
Valþór Hlöðversson heimsótti nokkur af
helstu verktakafyrirtækjum
höfuðborgarsvæðisins til að forvitnast
um starfsemi þeirra og helstu verkefni.
82 AÐ KAUPA HÚS í
BYGGINGU
Samningar um kaup íbúða í byggingu em
ótraustari en samningar um notað
húsnæði. Ágreiningur rís oft um túlkun
þeirra. Ekki em til staðlaðir
kaupsamningar vegna sölu íbúða í
byggingu. Við samningagerð þarf að
gera ítarlega grein fyrir ástandi eigna því
byggingaraðilar hafa ekki allir sama
skilning á helstu byggingarstigum. í
drögum að nýjum staðli eru skilgreind
byggingarstig sem lýsa ástandi eigna á
öllum framkvæmdastigum. Hann mun
bæta samninga um sölu íbúða í
byggingu. Stefán Ingólfsson,
verkfræðingur, fjallar um þessi mál í
ítarlegri grein.
89 ÞÖK ÍBÚÐARHÚSA
Þakið er sá byggingarhluti sem af
ýmsum orsökum er einna
mikilvægastur. Flestir íslendingar hafa
ímugust á flötum þökum vegna tíðra leka
slíkra þakgerða. Hver þakgerð hefur
reyndar bæði kosti og galla. Jón
Sigurjónsson, yfirverkfræðingur hjá
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins,
fiallar um þök íbúðarhúsa frá ýmsum
sjónarhomum í þessari grein.
Rætt er við forsvarsmenn þessara
fyrirtækja um ástandið í
byggingariðnaðinum og horfur
framundan. Þessir menn eru jafnan í
hópi þeirra fyrstu sem nema sveiflur í átt
til þenslu eða samdráttar í efnahagslífi
landsmanna því byggingariðnaðurinn er
að vissu leyti eins og barómeter á
ástandið í þjóðfélaginu.
6