Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 12

Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 12
FRETTIR IRUSLASOFNUN SAMKEPPNI: EIMSKIP Eimskip ætlar að blanda sér af fullum krafti í samkeppni um sorphirðu á höfuðborgar- svæðinu. Dótturfyrirtæki Eimskips, Hafnarbakki hf., hefur nú stofnað dótt- urfyrirtæki, sem ber nafnið Hirðir hf. Þessu nýja fyrirtæki er ætlað að keppa við þau fimm fyrir- tæki sem þegar eru fyrir á markaðnum. Talið er að Hirðir hf. hafi fjárfest fyrir nær 100 milljónir króna, aðallega í ruslagámum og öku- tækjum, vegna þessa verkefnis. Urgur er í forráða- mönnum þeirra fimm markaðnum í harðri sam- keppni um ruslasöfnun. Þessi fyrirtæki eru Gám- ur hf., Gámaþjónustan hf., Aðalbraut hf., Gám- astöðin og Hreinsun & flutningar. Nú eru átta eða níu ár frá því þessi þjónusta hófst og hefur samkeppn- in aukist smám saman þannig að nú sinna fimm fyrirtæki þessari starf- semi og munu alls 35 til 40 menn starfa við þetta. Með tilkomu hinnar nýju sorpböggunarstöðvar höfuðborgarsvæðisins munu verkefni þessara aðila aukast — en þá ger- ist það að dótturdóttur- fyrirtæki Eimskips kem- ur fram á sviðið og vill sinn skerf af kökunni! Ætla má að þröngt verði fyrir dyrum þeirra, sem verið hafa að byggja þessi þjónustufyrirtæki upp á undanförnum árum, þegar sjálft „óskabarn þjóðarinnar“ vill taka ruslasöfnunina yfir. Útþenslustefna af þessu tagi virðist vera í samræmi við stefnu Eimskips. A aðalfundi fé- lagsins nú í vor kom fram í ræðu formanns að á ár- inu 1990 hefðu um 15% af tekjum félagsins, alls um einn milljarður króna, fengist af starfsemi sem Eimskip hafði ekki með höndum fyrir nokkrum árum. Þannig hefur verið sótt inn á ný svið rekstrar og svo virðist sem því verði haldið áfram, sam- kvæmt nýjustu fréttum úr sorpsöfnunarheimin- um. TS. HURÐIR H/F Smiöjuvegi 6 S: 44544 - 44117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.