Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 12
FRETTIR
IRUSLASOFNUN
SAMKEPPNI:
EIMSKIP
Eimskip ætlar að
blanda sér af fullum
krafti í samkeppni um
sorphirðu á höfuðborgar-
svæðinu. Dótturfyrirtæki
Eimskips, Hafnarbakki
hf., hefur nú stofnað dótt-
urfyrirtæki, sem ber
nafnið Hirðir hf. Þessu
nýja fyrirtæki er ætlað að
keppa við þau fimm fyrir-
tæki sem þegar eru fyrir á
markaðnum.
Talið er að Hirðir hf.
hafi fjárfest fyrir nær 100
milljónir króna, aðallega
í ruslagámum og öku-
tækjum, vegna þessa
verkefnis.
Urgur er í forráða-
mönnum þeirra fimm
markaðnum í harðri sam-
keppni um ruslasöfnun.
Þessi fyrirtæki eru Gám-
ur hf., Gámaþjónustan
hf., Aðalbraut hf., Gám-
astöðin og Hreinsun &
flutningar.
Nú eru átta eða níu ár
frá því þessi þjónusta
hófst og hefur samkeppn-
in aukist smám saman
þannig að nú sinna fimm
fyrirtæki þessari starf-
semi og munu alls 35 til
40 menn starfa við þetta.
Með tilkomu hinnar nýju
sorpböggunarstöðvar
höfuðborgarsvæðisins
munu verkefni þessara
aðila aukast — en þá ger-
ist það að dótturdóttur-
fyrirtæki Eimskips kem-
ur fram á sviðið og vill
sinn skerf af kökunni!
Ætla má að þröngt verði
fyrir dyrum þeirra, sem
verið hafa að byggja þessi
þjónustufyrirtæki upp á
undanförnum árum,
þegar sjálft „óskabarn
þjóðarinnar“ vill taka
ruslasöfnunina yfir.
Útþenslustefna af
þessu tagi virðist vera í
samræmi við stefnu
Eimskips. A aðalfundi fé-
lagsins nú í vor kom fram
í ræðu formanns að á ár-
inu 1990 hefðu um 15% af
tekjum félagsins, alls um
einn milljarður króna,
fengist af starfsemi sem
Eimskip hafði ekki með
höndum fyrir nokkrum
árum. Þannig hefur verið
sótt inn á ný svið rekstrar
og svo virðist sem því
verði haldið áfram, sam-
kvæmt nýjustu fréttum
úr sorpsöfnunarheimin-
um.
TS. HURÐIR H/F
Smiöjuvegi 6
S: 44544 - 44117