Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Síða 26

Frjáls verslun - 01.04.1991, Síða 26
HEIMSÓKN Framkvæmdastjóri heimilisins — Inga Dís Ingólfsdóttir, rekur fimm manna heimili. „Ef við hefðum 100.000 krónur í viðbót gætum við lifað nokkuð áhyggjulausu Iífi.“ má nánar á meðfylgjandi yfirliti. Þá voru eftir af launatekjum til ráðstöf- unar kr. 191.292. Inga Dís kveðst hafa hætt að vinna vegna skattanna. „Það borgaði sig ekki lengur fyrir mig að vinna. Það kom alls ekki nógu vel út fyrir okkur að ég nýtti mér allan persónuafslátt- innminn. Það, semégfékkútborgað, var dregið af honum í skatta. Mér finnst mjög hastarlegt að maður hafi ekki full yfirráð yfir persónuafslættin- um sem manni er úthlutað. Ef makinn nýtir sér persónuafsláttinn manns fellur hann niður um 20%. Þetta ætti að vera löngu búið að laga því auðvit- að er þetta rakið óréttlæti. Mér finnst mjög skrítið að makinn megi ekki nýta allan persónuafsláttinn," segir Inga Dís og bætir því við að það geti verið óhagkvæmt fyrir konur með lítil börn að vinna úti. „Konan þarf þá að setja börnin í pössun og ef hún hefur lág laun þá verður ekkert eftir þegar búið er að greiða fyrir pössunina. Það er líka miklu betra fyrir börnin að vera heima með móður sinni.“ Húsnæðið, sem þau hjón keyptu, er rúmgott og þægilegt. „Við gætum alveg búið í minna húsnæði en það er gott að hafa rúmt um sig. Það fer vel um okkur héma þótt við höfum ekki nema þrjú svefnherbergi.“ Afborgan- ir af húsinu eru að meðaltali rúmlega 15.000 krónur á mánuði og er það all stór útgjaldaliður hjá þessari fjöl- skyldu. Þú ert fjármála- og framkvæmda- stjóri heimilisins þar sem maðurinn þinn er yfirleitt á sjónum? ,Já, það má eiginlega segja það. Við reynum að fara yfir hlutina saman þegar hann er í landi en það fer alveg eftir því hversu langar landlegurnar eru.“ Og hvernig gengur þér að láta enda ná saman? „Það gengur en er oft erfitt. Við leyfum okkur kannski ekki það sem okkur myndi langa til að gera. Utan- ferðir eru til dæmis alveg út úr mynd- inni hjá okkur. Við höfum aldrei farið til útlanda alla okkar búskapartíð. En þegar fólk stendur í húsakaupum þá veit það nú yfirleitt að hverju það gengur. Þá er margt sem situr á hak- anum. Mánuðurnir eru samt misjafn- lega erfiðir. Afborganir af lánum til Húsnæðisstofnunar eru til dæmis þrisvar sinnum á ári.“ Stærsti útgjaldaliðurinn hjá fjöl- skyldunni eru matarinnkaupin. í marsmánuði keypti Inga Dís mat fyrir 60.197 krónur. Finnst henni matur vera dýr? ,Já. Ég spái töluvert í verð á mat- vöru. Það skiptir miklu máli hvar maður verslar en náttúrlega skiptir mestu hvað maður kaupir. Ég kaupi oft ekki kjöt vegna þess hversu dýrt það er og svo verð ég líka að velja á milli tegunda af kjöti. Það er ekki svo mikill munur á matvöruverði hér og í Reykjavík en ég veit samt til þess að fólk hér á Skaganum fari til Reykjavík- ur til þess að versla í Bónus. Og það munar töluverðu í matarinnkaupum að geta verslað í stórmörkuðum." Hún segir ennfremur að það fari að minnsta kosti 60.000 krónur í mat á mánuði hjá fjölskyldu sinni. Heimilisbókhald Ingu Dísar fyrir marsmánuð sýnir 19.260 krónur í veitinga- og skemmtanakostnað. 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.