Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 28
HEiMSÓKN
HEIMILISBÓKHALD FJÖLSKYLDU í MARS1991
TEKJUR:
EIGINMAÐUR ........................... 274.276
EIGINKONA............................. 46.903
BRÚTTÓLAUN SAMTALS ........................... 321.179
FRÁDRÁTTUR:
STAÐGREIDD OPINBER GJÖLD ...................... 81.057
LÍFEYRISSJÓÐSIÐGJÖLD .......................... 14.537
ORLOF........................................... 4.329
MEÐLAG......................................... 12.000
FÆÐI UM BORÐ (KOSTUR) ......................... 17.964
FRÁDRÁTTUR SAMTALS .............. 129.887
LAUNATEKJUR TIL RÁÐSTÖFUNAR ...... 191.292
ÚTGJÖLD:
MATVÖRUR ...................................... 60.197
SÆLGÆTI, GOSDRYKKIR.............................. 4.300
HITI............................................. 3.904
RAFMAGN.......................................... 3.733
DAGBLÖÐ.......................................... 2.200
LEIKSKÓLAGJALD................................... 5.130
HAPPDRÆTTI....................................... 4.000
BENSÍN Á BIFREIÐ................................. 3.000
SKEMMTANIR OG VEITINGAR........................ 19.260
ÝMISLEGT ........................................ 9.700
SAMTALS ................................... 115.424
LAUNATEKJUR TIL RÁÐSTÖFUNAR
AÐ FRÁDREGNUM ÚTGJÖLDUM..................... 75.868
AFBORGUN OG VEXTIR AF LÁNUM VEGNA
ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS.............................. 31.838
FYRIRFRAMGREIDD LAUN OG GREIÐSLUKORT
VEGNA FYRRI MÁNAÐAR.............. 56.788
SPARNAÐUR ................................... 4.870
BANKAINNISTÆÐA 1. MARS 1991 ................ 18.663
BANKAINNISTÆÐA 31. MARS 1991 ..... 1.035
Þegar heimilisbókhald þessarar fjölskyldu fyrir marsmánuð 1991 er skoðað kemur margt athyglisvert í Ijós.
Fjölskyldutekjur yfir 300 þúsund á mánuði þykja eflaust býsna góðar á íslandi. Enda eru þær langt yfir meðallagi. En engu að síður þarf þessi
fjölskylda að halda mjög vel á sínu til að ná endum saman. Þau aka um á gömlum bíl, þau hafa aldrei farið í sumarfrí til útlanda, þau leyfa sér
engan munað og vinnudagurinn er langur.
Frádráttur frá brúttótekjum er 40.5 % og þá ber að gæta þess að sjómenn fá sérstakan skattaafslátt, sjómannaafslátt, vegna sérstöðu þeirra
starfa sem þeir vinna.
Laun sjómanna eru sveiflukennd. Það verður að hafa í huga. Kauptryggingu fá þeir greidda en hún er síðan dregin frá uppgjöri á launum þeirra. í
þessum mánuði hallaði þannig á að kauptrygging dróst frá launauppgjöri umfram greiðslu kauptryggingar. Afborganir og vextir vegna lána voru
um 32 þúsund kr. í marsmánuði, sem er um tvöföld sú meðaltalsgreiðsla sem fjölskyldan greiðir á mánuði yfir árið.
Útgjaldaliðir sveiflast auðvitað eitthvað til eftir mánuðum þó svo að það jafni sig út þegar til lengri tíma er litið. í lok mars beið t.d. ógreiddur
reikningur vegna vátrygginga á brfreið að fjárhæð kr. 32 þúsund. Annars er rekstrarkostnaður brfreiðar hjá þessari fjölskyldu lágur vegna þess
hve bifreiðin er Irtið notuð.
28