Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 29

Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 29
ulda sem þið hafið sett í veg fyrir ykkur í sambandi við húseignina? „Lánin eru vitaskuld öll til nokkurra ára. Ætli við verðum ekki langt komin á fimmtugsaldurinn þegar við verðum loksins búin að eignast þetta. Mér finnst nú ekkert aðlaðandi tilhugsun að fólk sé að basla mikið á milli fertugs og fimmtugs. Mér finnst að fólk eigi þá að geta andað léttar. Þá á það að vera búið að koma sér upp þaki yfir höfuðið.“ Hefur þetta verið basl hjá ykkur? , Ja, má ekki kalla það basl ef aðal- fyrirvinnan vinnur allt árið um kring og getur aldrei farið í frí. Ég kalla það basl. Við þurfum að vinna mjög mikið til þess að halda heimilinu gangandi. Pétur vinnur sérstaklega mikið og mér finnst að það ætti að skila sér betur fyrir okkur. Hann þarf að vera á sjónum nær allt árið um kring og það er ekkert spennandi líf. “ Það kemur ekki mikið fram í bók- haldinu hjá þér að þið leggið eitthvað fyrir. Þið eruð þá ekki farin að leggja fyrir peninga til efri áranna? „Nei, við erum ekki byrjuð á því ennþá. En við reynum alltaf að eiga dálítinn varasjóð til að treysta á ef eitthvað kemur uppá. Vonandi verð- um við þó komin út úr þessu á efri árum.“ Inga Dís og Pétur eru áskrifendur að tveimur dagblöðum, Morgunblað- inu og DV. Það kostar 2.200 krónur á mánuði. Þau eru ekki áskrifendur að tímaritum og eru ekki með Stöð 2. í bókhaldi Ingu Dísar kemur fram að hún hefur eytt 250 krónum í mynd- bönd í marsmánuði. „Þetta er ein barnaspóla. Annars er þetta óvenju lágur kostnaður. Við horfum á rnynd- bönd í skorpum þannig að stundum eyðum við meiru í myndbönd. Stöð 2 er rosalegur tímaþjófur og þessar ei- lífu endursýningar voru að gera mig gráhærða. Við vorum með Stöð 2 þar sem við bjuggum áður. En það verða að vera einhver takmörk á fjölmiðla- neyslunni og við kjósum frekar að leigja myndbandsspólur. “ Inga Dís segir að fjölskyldan taki oft þátt í Lottóinu og spili í D AS happ- drættinu. í þetta fóru 4000 krónur í mars. En hefur hún einhvem tímann fengið stóra vinninginn? „Nei, aldrei,“ segir hún brosandi. Maður má vara sig á greiðslukortunum, segir Inga Dís. „En við styðjum í það minnsta góð málefni með þessu. Ég sé ekki eftir þessum peningum og hugga mig bara við það að stóri vinningurinn eigi ör- ugglega eftir að koma.“ Inga Dís segist hafa eytt 9.450 krónum í ýmislegt í marsmánuði. Þar eru innifaldar klippingar fyrir bömin og afmælisgjafir fyrir vini og ættingja. Svo og meðal fyrir fiska, sem krakk- arnir eru með í búri. „Þeir veiktust nefnilega, greyin og þá urðum við að fara í gæludýrabúð og kaupa meðal.“ Hún segir að það sé dýrt að eiga börn. „Það er dýrast á vorin og haust- in. Ég sauma mikið sjálf á börnin og það hefur sitt að segja til að halda niðri kostnaðinum við fatakaup.“ Hún og Pétur eru með tvö greiðslukort: „Ég nota kortið aðal- lega til að fleyta fjölskyldunni áfram á milli uppgjöra hjá Pétri. Það er mjög gott að hafa greiðslukort þegar þann- ig stendur á en maður má vara sig á þeim.“ Þegar öll útgjöld heimilisins eru tekin saman kemur í ljós að fjöl- skyldan á 1.035 krónur eftir en hefur lagt fyrir 4.870 krónur. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að það sé dýrt að lifa á Islandi í dag og að þokkaleg laun dugi varla til að framfleyta fimm manna fjölskyldu sem jafnframt stendur í húsakaupum. ORYGGISGÆSLA - ER OKKAR FAG ÖRYGGISVERÐIR Staðbundin gæsla eða farandgæsla til lengri eða skemmri tíma. Pcningaflutningar og önnur sérverkefni. ÖRYGGISKERFI Gcra aðvart um innbrot, cld, flæðandi vatn, vélabilanir, afbrigðilegt hitastig o.fl. ÖRYGGISMIDSTÖD Tckur við boðum frá aðvörunarkerfum um hvað sem er, hvaðan sem er af landinu, hvenær sem er sólarhringsins og gerir strax viðeigandi ráðstafanir. ÖRYGGISÞJÓNUSTA Ódýr, vönduð og viðurkennd af tryggingarfélögum og dómsmálaráðuneytinu. Ir VARI Þóroddsstöðum v/Skógarhlíð, Reykjavik Pósthólf 1101, 121 Reykjavík © 91-29399 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.