Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 51
HUSNÆÐI
HVAÐ KOSTAR ÍBÚD
í FJÖLBÝLISHÚSI?
Blokkaríbúðir verða til á svo
mismunandi máta að einfalt
svar um hvað ein slík kostar er
ekki til. Þegar einstaklingar
hyggjast festa kaup á íbúð í fjöl-
býlishúsi er það oft tilviljun sem
ræður því hvar borið er niður;
hvort leitað er hófanna í einka-
geiranum eða hinum félagslega.
Oftast eru það tekjur manna,
sem ráða því hvar borið er niður,
þó er það ekki algilt að t.d. þeir
tekjuminni leiti til félagslega
kerfisins og þeir tekjumeiri til
einkageirans.
Þannig háttar að lánafyrirgreiðsla,
sem kemur frá opinberum aðilum, er
hagstæðust til félagslegra íbúðabygg-
inga (byggingasamvinnufélög ekki
meðtalin). Lánshlutfall af íbúðarverði
er hátt, lánstími er langur og vextir
lágir. Eignamyndun í félagslega kerf-
inu er annaðhvort háð takmörkunum
eða þá að hún tekur mjög langan tíma.
í einkageiranum eru lán aftur á
móti til styttri tíma, með hærri vöxt-
um og lánshlutfall af íbúðarverði
lægra. Eignamyndun verður því
harðari í einkageiranum en í félags-
lega kerfinu. Nú er hægt að spyrja
sig: í hvað og hvemig vil ég veija
peningunum mínum? Vil ég eignast
íbúð á löngum tíma á tiltölulega auð-
veldan hátt? (En þá er væntanlega
hægt að eyða fé sínu samtímis í eitt-
hvað annað en fasteignakaup). Eða vil
ég eignast íbúðina á skömmum tíma,
kannski með töluverðri fyrirhöfn? Allt
fer þetta að vísu eftir aðstæðum
hvers og eins. En hefur það ekki
verið talið til mannkosta á okkar
blessaða landi að eignast eitthvað
með góðu eða illu? Eða eins og krist-
allast í viðum skáldsins: „Við viljum
„En hefur það ekki verið talið til mannkosta í okkar landi að eignast eitt-
hvað með góðu eða illu?“
aukavinnu, við viljum ennþá meiri
aukavinnu,..... Ó Guð gefi oss
meira puð.“
HVERJIR BYGGJA FJÖLBÝLISHÚS?
Byggingu fjölbýlishúsa má skipta í
tvo megin þætti. í fyrsta lagi hús
byggð á félagslegum grunni gerð fyrir
félagsbundna einstaklinga og í öðru
lagi hús byggð af byggingameisturum
°g byggingafélögum til sölu á almenn-
um markaði. (Það, að hópar einstakl-
inga án formlegs félags byggi sér
saman fjölbýlishús, var algengt hér á
árum áður en er það ekki lengur). Á
síðustu árum hafa komið fram á mark-
að fjölbýlishúsabygginga nýir aðilar
eins og Samtök aldraðra og Félag
eldri borgara. Fólk, sem er að komast
á eftirlaunaaldur, hefur bundist sam-
tökum og stendur sameiginlega að
íbúðaendurbyggingum, ýmist á fé-
Greinarhöfundurinn, Jón
Kaldal, erbyggingar-
fræðingur og einn af
eigendum teiknistofunnar
ARKO í Reykjavík.
51