Frjáls verslun - 01.04.1991, Qupperneq 53
hið rétta heiti samkvæmt lögum þar
um: Félagslegareignaríbúðir. Lögfrá
Alþingi segja til um hvemig kerfið
skuli upp byggt. í meginatriðum er
það þannig: Húsnæðisnefndir á veg-
um sveitarfélaga eru framkvæmdaað-
ilar fyrir íbúðabyggingunum. Einu
sinni á ári er auglýst eftir umsóknum
um þær íbúðir í sveitarfélaginu sem til
úthlutunar koma það árið. Umsækj-
endur skulu hafa búsetu í því sveitar-
félagi þar sem sótt er um íbúð. Með
umsókn skulu fylgja upplýsingar um
hagi umsækjanda. Á umsóknir er síð-
an lagt mat og þeir, sem falla að þeim
reglum sem unnið er eftir, komast inn
í kerfið. Samningur er gerður á nafn
einstaklings eða hjóna og er ekki
framseljanlegur. Húsnæðisnefiid get-
ur sagt upp samningi standi félagi ekki
við skuldbindingar (greiðslur) sínar
gagnvart félaginu. Eignarhlutfall er
hið sama og hjá Búseta, einstakling-
urinn greiðir 10% og lánuð eru 90%.
Byggingasjóður verkamanna er lán-
ardrottinn. Lánið er jafngreiðslulán
með verðbótum og 1% vöxtum til 43ja
ára. Á íbúðina eru þinglesnar kvaðir.
Félagið (húsnæðisnefiidin) hefur for-
kaupsrétt á íbúðinni í 30 ár og er
reyndar skylt að kaupa hana fyrstu 10
árin (kaupskylda félagsins gagnvart
félaga). Eftir 10 ár getur félagið hafn-
að kaupum á íbúðinni eða gefið eftir
forkaupsréttinn en Það fer eftir mati
hveiju sinni. Sú staða getur komið
upp að félagið hafi ekki áhuga á að
leysa til sín íbúðina, t.d. vegna slæms
ástands hennar. Engin lög eða reglur
eru um rekstur og viðhald að öðru
leyti en því að aðilar skulu stofna með
sér húsfélög. Ekki er heimilt að leigja
íbúðina út nema með samþykki hús-
næðisnefndarinnar og ef leyfi fást þá
er það aðeins til skamms tírna, eins
árs eða svo. Veðsetning íbúðarinnar
er óheimil án samþykkis húsnæðis-
nefndar. Vilji viðkomandi losna við
íbúð sína á fyrmefndu 30 ára tímabili
og félagið leysir hana til sín fær hann
sín 10% til baka með fullum verðbót-
um að frádregnum afskriftum og mati
á skemmdum íbúðarinnar hafi ein-
hverjar orðið. Verði íbúðareigandi
fyrir einhverri fjárhagslegri ógæfu þá
er hann persónulega ábyrgur fyrir
íbúðinni og það er opið að ganga að
henni með dómsúrskurði. Ibúðin fer á
„Þegar byggt er félagslega greiða félagsmenn það verð fyrir íbúðimar sem
stjórnendur félagsins hafa viðurkennt sem byggingarkostnað.“
uppboð, Byggingarsjóður verka-
manna leysir í öllum tilfellum til sín
íbúðina, hún fer inn í kerfið og aftur til
úthlutunar. Hér eru engin vemdun-
arákvæði eins og í Búseturéttarkerf-
inu.
3) Byggingasamvinnufélög: Þetta
félagsform er í dag frábmgðið þeim
fyrmefndu að því leyti að fjánnögnun
og lánafyrirgreiðsla er sú sama og hjá
hverjum og einum sem byggir sér eða
kaupir húsnæði á hinum almenna
markaði. í meginatriðum er kerfið
þannig að einstaklingar stofna með
sér byggingasamvinnufélag sam-
kvæmt lögum þar um frá Alþingi ís-
lands. Stofnuð er stjóm, sem ein-
göngu er skipuð félagsmönnum, og
stjómin ræður framkvæmdastjóra.
Innan félagsins eru stofnaðir bygg-
ingahópar með sjálfstætt bókhald og
uppgjör gagnvart félaginu. Á bygg-
ingatímanum ber félagið ábyrgð á öll-
um verklegum framkvæmdum og á
jafnframt forkaupsrétt á íbúðunum
þar til uppgjöri er lokið. Aðalfundur er
haldinn einu sinni á ári þar sem mál-
efni félagsins em rædd og reikningar
lagðir fram til samþykktar. Byggjend-
ur (einstaklingar) em persónulega
ábyrgir fyrir öllum þeim lánum, sem
þeir taka, og getur verið um hin ýmsu
lán að ræða, t.d. frá Húsnæðisstofn-
un ríkisins, lífeyrissjóðslán o.s.frv.
Lán Húsnæðisstofnunar til hins al-
menna borgara getur í mesta lagi orð-
ið 75% af byggingakostnaði íbúðar-
innar og lánstfini er 40 ár. Hvort fullt
lán fæst eða hluti þess fer eftir mati
sem gert er á greiðsluhæfni viðkom-
53