Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 54
RLÍIO ELDHÚS
GRENSÁSVEGI 8 • SÍMAR (91)-84448 og 84414 • FAX 91-84428
Láttu
nmo
drauminn
rætast
andi einstaklings. Vextir eru 4,5%.
(Um önnur lán, sem einstaklingnum
stendur til boða á hinum frjálsa mark-
aði, verður ekki fjallað um hér). Eðli
þessa kerfis er að félagar eru að
byggja hjá sjálfum sér því að það eru
þeir sjálfir sem mynda félagið. Byggj-
endur eru háðir félaginu meðan á
framkvæmdum stendur eða þar til all-
ur byggingarkostnaður hefur verið
greiddur, afsal gert og bókhaldi bygg-
ingahópsins lokað. Ibúðareigendum
er nú frjálst að gera það sem þeim
best hentar, búa í íbúðinni, leigja hana
út eða selja hana. íbúðareigandi er
kominn út á hinn frjálsa markað.
B) Byggingameistarar og -fé-
lög (einkaaðilar):
Hjá einkaðailum blasa við töluvert
aðrar aðstæður en hjá félögunum.
Lögmál hins frjálsa markaðar gilda
hér frá upphafi til enda. Þetta kerfi er
þannig í eðli sínu að það koma tímar
sem það skilar hagnaði, jafnvel góð-
um hagnaði, og svo koma tímar þar
sem aðilar berjast við að halda velli
með von um betri tíð. Hér á bæ eru
engir félagsmenn sem greiða allan áf-
allinn kostnað hvemig sem viðrar í
þjóðfélaginu. Athugum það að félags-
Iegar íbúðir em byggðar þó að mark-
aðsverð íbúða sé lægra en kostnaðar-
verð þeirra. Hjá einkaaðilum blasir
við tap eða hagnaður og allt þar á milli,
t.d. núllstaða. Byggingaraðilar byggja
á eigin ábyrgð og á eigin reikning.
Þeir auglýsa íbúðir sínar oftast í dag-
blöðum þar sem þeir skýra út í hvaða
ástandi þeir selja íbúðina og hvenær
hún verði afhent. Fyrir ekki alllöngu
lækkaði stórt byggingafélag verð á
íbúðum, sem það er með til sýnis og
sölu, í þeirri viðleitni að svara kröfum
markaðarins. Á frjálsa markaðnum
eru íbúðir seldar fullbúnar eða í
ástandi sem nefnt er „Tilbúin undir
tréverk og málningu". Það þýðir að í
íbúðina vantar hreinlætistæki, eld-
húsinnréttingu, skápa, hurðir, öO gól-
fefni, málningu og ljósastæði. Oftast
er sameign fullfrágengin og lóð að
mestu tilbúin, gangstígar komnir og
búið að tyrfa. Reyndar er frjálsi mark-
aðurinn þannig að ýmsir aðrir mögu-
leikar geta verið í stöðunni, t.d. fok-
helt húsnæði, en látum þetta duga.
Við kaup er gerður kaupsamningur
sem segir til um hvemig íbúðin skuO
greiðast, hvenær hún skuli afhent, í
hvaða ástandi og hvenær afsal skuli
gert. Hér greinir frá öllum öðmm
samningum sem seljandi og kaupandi
kunna að gera með sér, t.d. varðandi
gagnkvæmar tryggingar fyrir greiðsl-
um. Það er sjálfsagður hlutur að hags-
munir beggja, kaupanda og seljanda,
séu tryggðir. Seljandi afhendir t.d.
ekki íbúðina fyrr en hann telur sig hafa
fuOnægjandi tryggingar fyrir skilvísri
greiðslu kaupanda. Eins á kaupandi
að hafa tryggingu fyrir skilvísri af-
hendingu íbúðarinnar og því fé sem
hann greiðir seljanda á byggingartím-
anum. Einhver misbrestur er því
miður á þessu. Þess er skemmst að
minnast að stórt byggingarfyrirtæki
varð gjaldþrota með slæmum afleið-
ingum fyrir íbúðakaupendur.
54