Frjáls verslun - 01.04.1991, Qupperneq 57
2 milljónir íbúða í búsetu réttarkerfi eru í notkun á Norðurlöndunum.
HVAÐ KOSTA ÍBÚÐIR í FJÖLBÝLI?
Ég hef tekið saman það sem kallast
gæti meðaltalsverð íbúða í dag. Það
er fundið þannig að verð á samsvar-
andi stórum íbúðum, í fullbúnu
ástandi, frá þrem mismunandi bygg-
ingaraðilum fjölbýlishúsa eru lögð
saman og deilt í með 3. Gæði íbúð-
anna innanstokks eru nokkuð mis-
munandi en að öðru leyti er ástandið
að mestu samsvarandi, þ.e. lóðafrá-
gangur og þ.h. og það gerir meðal-
talsverðið hagstæðara. Hér er um
uppgefin kostnaðarverð (söluverð/
bókfært verð) að ræða þar sem ekki
er tekið tillit til greiðslukjara. Kerfin,
sem verðin eru fengin úr, eru: Bú-
seturéttarkerfi, byggingasamvinnu-
félag og einkafyrirtæki. Verð miðast
við í apríl 1991.
Tveggja herbergja: 5.280.000.-.
Þriggja herbergja: 7.390.000.-.
Fjögurra herbergja: 8.370.000.-.
Bifreiðageymsla er ekki innifalin í
þessum verðum en verðið fyrir eitt
bílastæði í stórri bfiageymslu er um
600 þús. sem bætist þá við þessar
tölur sé um slíkt að ræða.
Ef hugsað er um hvað önnur til-
brigði kosta, t.d. „Tilbúið undir tré-
verk og málningu“, þá er tregt um
svör nema fastákveðnar forsendur
um efni og frágang séu gefnar. En
lítum á meðaltals íbúðarverðið og
drögum 30% frá. Þetta er gömul
þumalfingursregla og hún er ekki
verri en hver önnur.
SPURNING UM HUGMYNDAFRÆÐI
Af því, sem að framan greinir, má
sjá að það er afstætt hvað íbúð í fjöl-
Margir möguleikar eru á hinum
frjálsa markaði.
býlishúsi kostar. Þar vegur þyngst á
hvaða hátt menn vilja eignast íbúðina;
með „skyndiáhlaupi", þar sem oft
bregður til beggja vona, eða hægt og
bítandi þar sem ýmsar kvaðir gilda.
Eftir hvaða hugmyndafræði er farið?
Það er ljóst að meirihluti íbúða í fjöl-
býlishúsum á íslandi er í einkaeign.
Það er mjög merkilegt til þess að
hugsa fyrir okkur íslendinga, þessa
miklu „einkaeignar þjóð“, að
2.000.000 íbúða í búseturéttarkerfi
eru í notkun á hinum Norðurlöndum.
Þar búa þá 6 til 7 milljónir manna í
slíkum íbúðum, eftir því hvort meðal-
tals íbúafjöldi í hverri íbúð er 3 eða
3,5. Þannig að eitthvað er hugsunar-
hátturinn á aðra lund þama hinumegin
við hafið. Eða eins og Danskurinn
sagði: , Jeg forstaar ikke den islanske
boligfilosofi." (Lausleg þýð.: „Mér
finnst hugmyndafræðin að baki ís-
lenskum húsnæðismálum óskiljan-
leg.“) Eitt ber þó að hafa í huga: Hin
ýmsu kerfi eru tímabundin á þann hátt
að þau þurfa ákveðinn jarðveg til að
geta lifað og þróast (verndun með
lögum o.þ.h.). Byggðir geta farið í
eyði og enginn finnst kaupandinn. En
hvað sem öllu öðru líður þá hefur lög-
mál framboðs og eftirspurnar alltaf
síðasta orðið.
57