Frjáls verslun - 01.04.1991, Side 67
Heimskynning á nýjum AS/400 tölvum
SKREF TIL
NÝRRAR ALDAR
• PUNKTAR
• Höfuðstöðvar Norðurdeildar
IBM í Norður-Evrópu verða fluttar
frá París til Stokkhólms. Þetta er
liður í umfangsmiklum skipulagsb-
reytingum sem ætlað er að miða
að aukinni rekstrarhagkvæmni.
• Öll gögn til flugumferðar-
stjórnar á Norður-Atlantshafi
verða skráð og unnin á 26 IBM
RISC System/6000 tölvur. IBM á
(slandi mun veita flugstjórnarmið-
stööinni á Reykjavíkurflugvelli
þjónustu allan sólarhringinn varð-
andi nýja tölvubúnaðinn.
• Rekstrartekjur Sameindar
hf., helsta sölu- og þjónustuaðila
fyrir IBM PS/2 tölvubúnað á (s-
landi, fimmfölduðust á síðastliðnu
ári. Fyrirtækið er fimmtán ára um
þessar mundir.
• Viðbrögð erlendis við HBX
PAD hugbúnaðinum, sem þróað-
ur hefur verið hér á landi, virðast
góð. Samið hefur verið um sölu og
dreifingu hugbúnaðarins í fjölda
landa.
• Kosningasjónvarp Stöðvar 2
tókst mjög vel. Sigurveig Jónsdótt-
ir, fréttastjóri Stöðvar 2 þakkar það
góðri samvinnu fréttamanna og
tölvusérfræðinga. „Góð samvinna
varð til þess að töluleg og mynd-
ræn framsetning í kosningasjón-
varpi okkar fór fram úr björtustu
vonum.“
Hið ókrýnda forystuafl miðlægra
tölva, AS/400, hefur verið endur-
nýjað frá grunni. Ellefu nýjar og
háþróaðar gerðir voru kynntar um
víða veröld 23. apríl síðastliðinn,
en íslandskynningin var haldin
þann dag í Verslunarskólanum í
Reykjavík.
Tölvurnar eru byggöar á nýjustu
tækniuppfinningum IBM. Aukinn
vinnsluhraði, aukið geymslurými,
meiri afköst, fleiri möguleikar á mynd-
rænni framsetningu efnis, nýir prent-
unarmöguleikar, meiri sveigjanleiki,
gervigreind og geisladiskar. Allt þetta
á við um nýju AS/400 tölvurnar. Fjölda
nýjunga er að finna í hugbúnaði, þar
sem þarfir nútímans eru leystar og
tekið mið af hörðum kröfum framtíðar-
innar. Síðast, en ekki síst, lækkar
verðið enn miðað við afköstin.
Gæði AS/400 eru raunar opinber-
lega viðurkennd. Svo háttar til að
bandaríska ríkisstjórnin veitti IBM í
Rochester svonefnd Malcolm Baldr-
ige verðlaunin i október síðastliðnum.
AS/400 tölvurnar eru einmitt uppr-
unnar hjá IBM þar í borg. Malcolm
Baldrige verðlaunin eru afar eftir-
sóknarverð og hafa fallið örfáum fyrir-
tækjum í skaut til þessa. Veitir banda-
ríska ríkisstjórnin þau einungis fyrir-
tækjum eða deildum innan fyrirtækja
67