Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 69
Endurnýjun á fluggagnakerfi yfir Norður-Atlantshafi IBM-BÚNAÐUR VALINN Flugmálayfirvöld hafa ákveðið að taka tilboði kanadískra aðila um endurnýjun tölvubúnaðar fyrir flugstjórnarsvæðið á Norður-Atl- antshafi sem stjórnað er frá Flugt- urninum í Reykjavík. Fyrir valinu varð IBM RISC System/6000 tölvan og verða settar upp 26 slíkar. Verið er að þróa mjög sérhæfðan hug- búnað til flugumferðarstjórnar og nemur kostnaðurinn við hann hundruðum milljóna króna. Frá Reykjavíkurflugvelli er stjórnað alþjóðlegri flugumferð á svæði sem nær suðaustur fyrir Færeyjar, að Norðurheimskautinu og vestur á bóg- inn yfir Grænland. Flugumferð hefur aukist verulega á þessu svæði á und- anförnum árum. Eins og greint hefur verið frá opinberlega verður brugðist við aukinni flugumferð með bættri að- stöðu fyrir flugumferðarþjónustu í nýbyggingu sem ráðgert er að reisa skammt frá flugturninum á Reykjavík- urflugvelli. Hugbúnaður fyrir hundruð milljóna króna Allur tölvubúnaður flugstjórnarmið- stöðvarinnar verður endurnýjaður. Um er að ræða mjög fullkominn vél- búnað og verulega sérhæfðan hug- búnað. Fjögur tilboð bárust í vél- og hugbúnað. Tekið var tilboði kana- diska fyrirtækisins CAE, sem miðast við notkun nýju IBM RISC Syst- em/6000 tölvanna. Settar verða upp 26 slíkar tölvur í Flugstjórnarmiðstöð- inni með 19 tommu hágæða litaskjá- LAUSNIR um. Ráðgert er að taka kerfið í notkun til reynslu í haust eða byrjun vetrar, en það verður undirstaða gagnavinnsl- unnar í nýbyggingunni þegar hún verður tekin í notkun. „Hugbúnaður- innfyrir RISC/6000tölvurflugstjórnar- miðstöðvarinnar er ákaflega sér- hæfður, enda sérstaklega sniðinn fyrir þetta tiltekna flugstjórnarsvæði," segir Ólafur Daðason tölvunarfræð- ingur hjá IBM. „Kostnaðurinn við hann nemur hundruðum milljóna króna. Þetta er án efa stærsta ein- 26 nýjar IBM RISC System/6000 verða settar upp hjá flugstjórnar- miðstöðinni. staka hugbúnaðarverkefni sem verið er að vinna fyrir íslenska aðila um þessar mundir. Yfirumsjón með verk- Umtalsverðar skipulagsbreytingar standa fyrir dyrum hjá IBM á Norð- urlöndum, sem miða að sparnaði og aukinni rekstrarhagkvæmni. Sú meginbreyting verður á skipulagi IBM í norðurhluta Evrópu að Norð- urdeildin verður flutt frá París til Stokkhólms. Forstjóri IBM í Dan- mörku, Frank Petersen, verður með aðsetur sitt I nýju höfuðstöðv- unum í Stokkhólmi, en hann hefur verið ráðinn æðsti yfirmaður Norð- urlandadeildarinnar. Undir hana heyra Norðurlöndin fimm auk ír- lands. Starfsmenn IBM í þessum löndum eru um 7.500 talsins. Skipulagsbreytingarnar eru í sam- ræmi við þá stefnu IBM að færa alla ákvarðanatöku nær viðskiþtavinun- um. Þær taka gildi 1. ágúst næstkom- andi. Sex vinnuhópum hefur verið fal- ið að leita leiða til að samræma ýmsa þætti rekstrarins, m.a. þá sem lúta að stjórnun, fjármálum, fjárfestingum og skipulagi aðfanga og flutninga. Til- gangurinn er að gera reksturinn skil- virkari og auka samkeppnishæfni fyrirtækisins. Línurnar hafa þegar inu hefur kanadíska fyrirtækið CAE, en Hugbúnaður hf. er sérstakur und- irverktaki," segir Ólafur. Þjónusta allan sólarhringinn IBM mun veita flugstjórnarmiðstöð- inni þjónustu allan sólarhringinn varð- andi nýja fluggagnakerfið og þjálfar menn sérstaklega til þess annast þá þjónustu. Einnig verður tvöfalt net- kerfi til að tryggja upplýsingastreymi milli einstakra tölva. Fluggagnakerfið byggist á þvf að taka við tilkynningum frá erlendum flugstjórnarmiðstöðv- um, skrá flugleið.flughæð og hraða flugvéla og vinna úr upplýsingunum samkvæmt sérstökum reglum. RISC System/6000 tölvunum er ásamt áðurgreindum hugbúnaði ætlað að halda utan um þetta. • verið dregnar, en Frank Petersen vill ekki á þessu stigi greina frá áformun- um í smáatriðum. „Ekkert er okkur heilagt, nema þjónustan við viðskipta- vinina. í náinni framtíð verða tveir af hverjum þremur starfsmönnum IBM í verkefnum sem felast með einum eða öðrum hætti í samskiptum við við- skiptavinina," segir Frank og bætir við að um sé að ræða aðgerðir sem eigi að tryggja samkeppnishæfnina til næstu fimm ára. Skrefi á undan Ekki er farið í grafgötur um það, að svo geti farið að starfsfólki verði fækk- að. Þannig er líklegt að eftir tvö ár verði starfsmenn IBM á Norðurlönd- um færri en þeir eru nú. Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi, segir, að hér á landi séu nauðsynlegar skipulagsbreytingar þegar um garð gengnar. „Undan- farna mánuði hefur ýmsu verið breytt til þess að auka rekstrarhagkvæmni. Því má segja, að við höfum verið skrefi á undan starfsbræðrum okkar og frekari breytingar eru ekki fyrir- hugaðar á næstunni." • Skipulagsbreytingar hjá IBM EKKERT ER HEILAGT NEMA ÞJÓNUSTAN 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.