Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 69
Endurnýjun á fluggagnakerfi yfir Norður-Atlantshafi
IBM-BÚNAÐUR VALINN
Flugmálayfirvöld hafa ákveðið að
taka tilboði kanadískra aðila um
endurnýjun tölvubúnaðar fyrir
flugstjórnarsvæðið á Norður-Atl-
antshafi sem stjórnað er frá Flugt-
urninum í Reykjavík. Fyrir valinu
varð IBM RISC System/6000 tölvan
og verða settar upp 26 slíkar. Verið
er að þróa mjög sérhæfðan hug-
búnað til flugumferðarstjórnar og
nemur kostnaðurinn við hann
hundruðum milljóna króna.
Frá Reykjavíkurflugvelli er stjórnað
alþjóðlegri flugumferð á svæði sem
nær suðaustur fyrir Færeyjar, að
Norðurheimskautinu og vestur á bóg-
inn yfir Grænland. Flugumferð hefur
aukist verulega á þessu svæði á und-
anförnum árum. Eins og greint hefur
verið frá opinberlega verður brugðist
við aukinni flugumferð með bættri að-
stöðu fyrir flugumferðarþjónustu í
nýbyggingu sem ráðgert er að reisa
skammt frá flugturninum á Reykjavík-
urflugvelli.
Hugbúnaður fyrir hundruð
milljóna króna
Allur tölvubúnaður flugstjórnarmið-
stöðvarinnar verður endurnýjaður.
Um er að ræða mjög fullkominn vél-
búnað og verulega sérhæfðan hug-
búnað. Fjögur tilboð bárust í vél- og
hugbúnað. Tekið var tilboði kana-
diska fyrirtækisins CAE, sem miðast
við notkun nýju IBM RISC Syst-
em/6000 tölvanna. Settar verða upp
26 slíkar tölvur í Flugstjórnarmiðstöð-
inni með 19 tommu hágæða litaskjá-
LAUSNIR
um. Ráðgert er að taka kerfið í notkun
til reynslu í haust eða byrjun vetrar, en
það verður undirstaða gagnavinnsl-
unnar í nýbyggingunni þegar hún
verður tekin í notkun. „Hugbúnaður-
innfyrir RISC/6000tölvurflugstjórnar-
miðstöðvarinnar er ákaflega sér-
hæfður, enda sérstaklega sniðinn
fyrir þetta tiltekna flugstjórnarsvæði,"
segir Ólafur Daðason tölvunarfræð-
ingur hjá IBM. „Kostnaðurinn við
hann nemur hundruðum milljóna
króna. Þetta er án efa stærsta ein-
26 nýjar IBM RISC System/6000
verða settar upp hjá flugstjórnar-
miðstöðinni.
staka hugbúnaðarverkefni sem verið
er að vinna fyrir íslenska aðila um
þessar mundir. Yfirumsjón með verk-
Umtalsverðar skipulagsbreytingar
standa fyrir dyrum hjá IBM á Norð-
urlöndum, sem miða að sparnaði
og aukinni rekstrarhagkvæmni. Sú
meginbreyting verður á skipulagi
IBM í norðurhluta Evrópu að Norð-
urdeildin verður flutt frá París til
Stokkhólms. Forstjóri IBM í Dan-
mörku, Frank Petersen, verður
með aðsetur sitt I nýju höfuðstöðv-
unum í Stokkhólmi, en hann hefur
verið ráðinn æðsti yfirmaður Norð-
urlandadeildarinnar. Undir hana
heyra Norðurlöndin fimm auk ír-
lands. Starfsmenn IBM í þessum
löndum eru um 7.500 talsins.
Skipulagsbreytingarnar eru í sam-
ræmi við þá stefnu IBM að færa alla
ákvarðanatöku nær viðskiþtavinun-
um. Þær taka gildi 1. ágúst næstkom-
andi. Sex vinnuhópum hefur verið fal-
ið að leita leiða til að samræma ýmsa
þætti rekstrarins, m.a. þá sem lúta að
stjórnun, fjármálum, fjárfestingum og
skipulagi aðfanga og flutninga. Til-
gangurinn er að gera reksturinn skil-
virkari og auka samkeppnishæfni
fyrirtækisins. Línurnar hafa þegar
inu hefur kanadíska fyrirtækið CAE,
en Hugbúnaður hf. er sérstakur und-
irverktaki," segir Ólafur.
Þjónusta allan sólarhringinn
IBM mun veita flugstjórnarmiðstöð-
inni þjónustu allan sólarhringinn varð-
andi nýja fluggagnakerfið og þjálfar
menn sérstaklega til þess annast þá
þjónustu. Einnig verður tvöfalt net-
kerfi til að tryggja upplýsingastreymi
milli einstakra tölva. Fluggagnakerfið
byggist á þvf að taka við tilkynningum
frá erlendum flugstjórnarmiðstöðv-
um, skrá flugleið.flughæð og hraða
flugvéla og vinna úr upplýsingunum
samkvæmt sérstökum reglum. RISC
System/6000 tölvunum er ásamt
áðurgreindum hugbúnaði ætlað að
halda utan um þetta. •
verið dregnar, en Frank Petersen vill
ekki á þessu stigi greina frá áformun-
um í smáatriðum. „Ekkert er okkur
heilagt, nema þjónustan við viðskipta-
vinina. í náinni framtíð verða tveir af
hverjum þremur starfsmönnum IBM í
verkefnum sem felast með einum eða
öðrum hætti í samskiptum við við-
skiptavinina," segir Frank og bætir við
að um sé að ræða aðgerðir sem eigi
að tryggja samkeppnishæfnina til
næstu fimm ára.
Skrefi á undan
Ekki er farið í grafgötur um það, að
svo geti farið að starfsfólki verði fækk-
að. Þannig er líklegt að eftir tvö ár
verði starfsmenn IBM á Norðurlönd-
um færri en þeir eru nú.
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á
íslandi, segir, að hér á landi séu
nauðsynlegar skipulagsbreytingar
þegar um garð gengnar. „Undan-
farna mánuði hefur ýmsu verið breytt
til þess að auka rekstrarhagkvæmni.
Því má segja, að við höfum verið
skrefi á undan starfsbræðrum okkar
og frekari breytingar eru ekki fyrir-
hugaðar á næstunni." •
Skipulagsbreytingar hjá IBM
EKKERT ER HEILAGT
NEMA ÞJÓNUSTAN
69