Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 70

Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 70
Sameind hf. FIMMTÁN ÁRA Á UPPLEIÐ Fyrirtækið Sameind hf. varstofnað árið 1976 og heldur upp á 15 ára afmæli um þessar mundir. Það er háraldurí heimi hraðfara breytinga á sviði tölvutækni. Ef til vill er rétt- mætt að segja, að breytingar séu meginstef í starfi fyrirtækja sem fást við tölvur. Sumt breytist með byltingarkenndum hætti, annað hægar. Sameind hf. dafnar vel um þessar mundir. Fyrir fimmtán árum var meg- ináhersla lögö á sölu ýmissa rafeinda- og varahluta fyrir rafeindatæki, en fljótlega hófst sala á tölvubúnaði. Þáttaskil urðu í sögu fyrirtækisins á miðju síðasta ári, þegar það gerðist helsti sölu- og þjónustuaðili fyrir IBM PS/2 tölvubúnað á íslandi. Fyrirtækið hefur stækkað og breyst í kjölfarið. „Starfsmenn eru nú 14 og er ráðgert að fjölga þeim vegna nýrra verkefna,“ segir Sveinn Áki Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Rekstur fyrirtækisins skilaði rúm- lega 15 milljóna króna hagnaði á síð- astliðnu ári eftir taprekstur nokkurra undangenginna ára. „Rekstrartekjur Sameindar rúmlega fimmfölduðust á síðastliðnu ári, úr 35 milljónum króna í 195 milljónir. Ástæðan er vitanlega sú að IBM ákvað að ganga til samninga við okkur i júlí síðastliðnum um að ger- ast helsti sölu- og þjónustuaðili IBM einmenningstölva í landinu," segir Sveinn Áki. mmm FRÉTTABRÉF IBM A ISLANCH INNSKOT 2. tbl. - 5. árg. 1991 Útgefandi: IBM á íslandi Skaftahlíð 24,105 Reykjavík Ábyrgðarmaður: Gunnar M. Hansson forstjóri Umsjón: Kynning og Markaður — KOM h.f. Fjölmiðlum er frjálst að nota efni úr blaðinu í heild sinni eða að hluta, en eru þá vinsamlegast beðnir að geta heimildar. Sveinn Áki Lúðvíksson. Afmælisveisla „Við höldum upp á fimmtán ára af- mælið með ýmsu móti. Þessar vikurn- ar bjóðum við til dæmis IBM PS/2 ein- menningstölvurnar á sérstöku afmæl- isverði. Þær eru nú á svipuðu verði og tölvur frá öðrum framleiðendum sem hafa tekið IBM tölvurnar til fyrirmynd- ar á umliðnum árum. Þessu má „Það kom mér verulega á óvart hversu vel var hægt að koma til móts við óskir okkar við undirbún- ing kosningasjónvarpsins og hve sveigjanlegt tölvukerfið var, “ segir Sigurveig Jónsdóttir, fréttastjóri Stöðvar 2. Undirbúningsvinna við kosninga- sjónvarp Stöðvar 2 fyrir Alþingiskosn- ingarnar á dögunum hófst fyrir sjö mánuðum. Fyrir valinu varð IBM PS/2 tölvubúnaður ásamt sérstökum bún- aði til þess að miðla grafískum upp- lýsingum frá tölvukerfinu til tækjabún- aðar Stöðvar 2. Forritun og uppsetn- ingu annaðist fyrirtækið Tölvumyndir hf., samstarfsaðili IBM á íslandi. „Þetta fór þannig fram, að tölvu- meistararnir komu með grunnhug- myndir um framsetningu. Við gerðum athugasemdir og settum fram okkar eigin hugmyndir. Yfirleitt tóku tölvu- sérfræðingarnir okkar hugmyndum vel og unnu úr þeim þannig að árang- urinn varð enn betri en við höfðum gert okkur vonir um,“ segir Sigur- veigu. kannski líkja við að hafa Mercedes Bens í sama verðflokki og ódýrari gerðir fólksbíla,“ segir Sveinn Áki kankvíslega. Strikamerktar vörur „Af mörgu er að taka þegar breyting- ar eru annars vegar," segir Sveinn Áki. „Nefna má IBM-verslunarkerfið eða strikamerkingarnar. Tölvuaflest- ur á vöruverði getur aukið til muna afgreiðsluhraða í verslunum og aukið rekstrarhagkvæmni. Við byrjuðum að setja upp IBM-verslunarkerfi árið 1988 og höfum nú sett það upp f lið- lega 30 verslunum. Þá verður forvitni- legt að fylgjast með þróun mála hér á landi varðandi notkun ferðatölva, en það vekur undrun hversu seint land- inn hefur tekið við sér varðandi þá nýjung. Hér hafa verið nefndar tvær nýj- ungar sem valda breytingum, ferða- tölvur og strikamerkingar. í vissum skilningi er það einmitt okkar fag að fást við hraðfara breytingar." • Fyrirfram var ákveðið að hafa myndirnar skýrar og einfaldar til þess að koma upplýsingunum greiðlega til áhorfandans. „Það vartil dæmis mjög áhrifaríkt að geta kallað hratt og ör- ugglega fram myndir af frambjóð- endum og þingmannsefnum þegar og þar sem það átti við,“ sagði Sigur- veig að lokum í stuttu spjalli við Inn- skot. • ÁRANGURSRÍK SAMVINNA 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.