Frjáls verslun - 01.04.1991, Síða 71
MISMUNUN í VAXTAKIÖRUM
Haraldur Sumarliðason: Fyrirtæki í þessum iðnaði eru að stækka og eru því
færari um að taka að sér flókin verkefni.
- SEGIR HARALDUR
SUMARLIÐASON FOR-
SETILANDSAMBANDS
IÐNAÐARMANNA
„Eitt helsta vandamál þessa
iðnaðar nú eru hin misjöfnu
vaxtakjör sem ríkja á húsnæðis-
lánum hins opinbera. Húsbréfa-
kerfið er ágætt að mörgu leyti en
á því eru margir vankantar sem
sníða þarf af. Meginvandinn er
sá að gífurleg mismunun ríkir á
milli þeirra, sem fá lán til bygg-
ingar félagslegra íbúða, og
hinna sem eru á almenna mark-
aðnum. Afföll af húsbréfum eru
nú 17% og það er mín spá að í
haust verði þessi tala farin að
nálgast 25% með kostnaði ef
ekkert verður að gert. Það sér
hver maður að slík lánskjör geta
ekki gengið og að þau eru eng-
inn valkostur fyrir það fólk sem
hyggst kaupa nýtt húsnæði,“
sagði Haraldur Sumarliðason,
byggingameistari og forseti
Landssambands íslenskra iðn-
aðarmanna.
Haraldur sagðist trúa því að hús-
bréfakerfi í einhverri mynd væri kom-
ið til að vera en hins vegar þurfí það
verulegra lagfæringa við. Vandamál
kerfisins væri það að fjármögnunin
færi fram á fjármagnsmarkaðnum og
að mikið framboð alls kyns verðbréfa
gerði kerfinu erfitt fyrir.
„í dag er það svo að afföll af hús-
bréfum auk kostnaðar sem þeim fylg-
ir, losar 20% af nafnverði bréfanna.
Þetta lagast auðvitað ekki fyrr en rík-
issjóður dregur úr þörf fyrir lántökur
innanlands sem leiðir af viðvarandi
halla á ríkisbúskapnum. Lánsfjárþörf-
in eykst ár frá ári og þessi sókn ríkis-
sjóðs í lánsfé spennir auðvitað vaxta-
stigið upp úr öllu valdi.“
Haraldur sagði að engu skipti hvort
seljendur húsnæðis tækju á sig afföll-
in eins og nú væri rætt um því það
myndi aðeins leiða til hækkunar á
íbúðaverði. Miklu betra væri að
hækka föstu vextina af bréfunum því
útreikningar sýndu að slík aðgerð
skilaði sér í minni afföllum.
„Við slíka vaxtahækkun færi sá,
sem ætti bréfin áfram til ávöxtunar,
mjög svipað út úr dæminu miðað við
25 ára tímabil. Skuldarinn hefði hins
vegar hag af slíkri breytingu því hún
þýddi betri kjör meðan á byggingu
húsnæðisins stæði. Það er einmitt á
fyrstu 2-3 árunum eftir húsbyggingu
sem fólk á í basli og það ástand þarf að
laga“, sagði Haraldur ennfremur.
Haraldur hefur allmarga menn í
vinnu og sumir hafa starfað hjá honum
í allt að 20 ár. Er slíkt ekki fátítt í
byggingariðnaðinum?
Jú, það skilst mér raunar. í mínu
fyrirtæki hefur þetta verið afar mikils
virði, ekki síst vegna þess að ég hef
stússað í félagsmálum um langt skeið
og því getað treyst á góðan mann-
skap. Kannski skiptir fátt meira máli í
rekstri fyrirtækja en einmitt það að
starfsmenn séu samhæfðir og traust-
ir í hverju verki.“
Við spurðum Harald Sumarliðason,
forseta Landssambands iðnaðar-
manna, hvernig ástandið á markaðn-
um væri nú og hvort hann væri orðinn
ofmettaður?
„Það hefur verið talað um að á höf-
uðborgarsvæðinu væru 500-600
íbúðir óseldar. Við hjá Landssam-
bandinu teljum þessa tölu of háa og að
nær væri að tala um 200-300 óseldar
íbúðir en þá er viðmiðunin sú að þær
séu í byggingu frá því að vera fokheld-
ar þar til þær eru fullbúnar. Þetta er í
raun og veru lítið meira en verið hefur
á undanfömum árum. Það sem helst
hefur breyst er að fólk festir síður
kaup á húsnæði nema það sé nokkum
veginn tilbúið til afhendingar. Áður
fyrr var gjarnan selt mun fyrr á bygg-
ingartímanum. Þetta breytir auðvitað
miklu í fjármögnum framkvæmda.
Hvað framtíðin ber í skauti sér er
erfitt um að segja en fari afföll af hús-
bréfum hækkandi á næstu mánuðum
sjá menn auðvitað sæng sína út-
breidda. Það mun leiða til þess að
meginhluti bygginga verður í félags-
lega kerfmu en að hinn almenni sölu-
markaður lognist smám saman út af.“
Ég held þó að það sé okkur íslend-
ingum ekki eiginlegt að búa slíkt kerfi
og þessvegna sé brýnt að lagfæra þá
vankanta sem nú eru á almenna kerf-
inu til að auðvelda fólki að eignast sitt
eigið húsnæði á frjálsum markaði,"
sagði Haraldur að lokum.
71