Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.04.1991, Blaðsíða 73
KREPPAN ER í FJÖLMIÐLUNUM - SEGIR JÓNINGIGÍSLASON HJÁ SH VERKTÖKUM Jón Ingi Gíslason: Viðtökurnar í Setbergshlíðinni hafa verið frábærar. Ástandið á þessum markaði hefur í sjálfu sér verið ágætt á síðustu misserum og virðist fara batnandi, að minnsta kosti ef ég horfi á þetta frá okkar sjónar- hóli. Kreppan í byggingariðnað- inum hefur því aðallega verið í fjölmiðlunum. Aftur á móti er þessi markaður mjög að breyt- ast þar sem menn nýta sér æ oft- ar kosti lokaðra útboða sem Ieiðir til grisjunar þeirra sem hafa staðið sig illa,“ sagði Jón Ingi Gíslason, framkvæmda- stjóri SH verktaka í Hafnarfirði. Byggingarfyrirtækið SH verktakar var stofnað árið 1985 og hefur staðið fyrir ýmsum stórframkvæmdum eins og brú yfir Ölfusá við Óseyrarnes, tveimur brúm yfir Miklubraut og út- sýnishúsi á Öskjuhlíð, svo fáein dæmi séu nefnd. Vinnunnni við útsýnishús- ið lýkur í sumar en þáttur SH verk- taka hefur verið smíði innréttinga í húsinu svo og allur frágangur á lóð. Það verkefni, sem mun taka mestan tíma þeirra hjá SH verktökum á næstu árum, er hins vegar bygging 103 íbúða í sk. Setbergshlíð í Hafnar- firði. Við báðum Jón Inga að segja lesendum blaðsins undan og ofan af því verki. „Hér er um mjög spennandi verk- efni að ræða og má segja að það sé alfarið á okkar ábyrgð. Við tókum við landinu óskipulögðu og munum sjá um alla hönnun og framkvæmdir til loka. Þessi háttur er að okkar viti mjög ákjósanlegur því hann gefur okkur svigrúm til að nýta eigið hugvit starfs- manna okkar og stuðlar um leið að ódýrri en afar skemmtilegri lausn. Viðtökurnar á þessu svæði hafa líka verið eftir því og sala farið langt fram úr björtustu vonum.“ Jón Ingi kvað þetta eina albestu leiðina til að ná niður byggingarkostn- aði og að hún nýtti mjög vel hag- kvæmni stærðarinnar og þá mögu- leika sem fælust í því að hafa alla framkvæmd í heilu hverfi á einni hendi. Ibúðahverfið Setbergshlíð er á um þriggja hektara landi sunnanvert í Fjárhúsholti. Hverfið skiptist í efri og neðri byggð. Að þeirri efri er aðkoma úr norðri um Klukkuberg. Ofan við götuna eru sérbýlishús með 56 íbúð- um en neðan við eru 3 raðhús og 9 einbýlishús. Boðið verður upp á bíl- skýli fyrir þá sem þess óska. Aðkoma að neðri byggðinni er hins vegar um Klettaberg að þremur raðhúsum og 8 stallahúsum sem skiptast í fjórar íbúðir hvert. Á milli byggðanna tveggja er opið svæði. Að sögn Jóns Inga verður þetta skemmtilega hverfi byggt upp í þrem- ur inegin áföngum. í fyrsta áfanga, sem þegar er hafmn, verður byggður helmingur séríbúðanna efst á hæðinni og er ætlunin að ljúka þeim áfanga í sumar. í öðrum áfanga verður lokið við séríbúðirnar, hafist handa við helming stallahúsanna og lokið við ýmsan frá- gang utandyra, svo sem leiksvæði og götur í þessum hluta hverfisins. I þriðja áfanga verða svo seinni stallahúsin við Klettaberg byggð og lokið við frágang gatna og sameigin- legra svæða í hverfinu öllu. „Þegar við gerðum samning við Hafnarljarðarbæ um þessa uppbygg- ingu var miðað við að hverfið yrði fullbúið 1994. Eftir viðtökunum að dæma frá því við hófum að markaðs- færa Setbergshlíðina gætum við stytt byggingartímann um 1-2 ár,“ sagði Jón Ingi hjá SH verktökum. Hann sagði hverfið einstaklega vel í sveit sett með skóla í snertispöl frá og stutt væri í aðra þjónustu eins og leikskóla og verslanir. Þá væru göng undir Reykjanesbrautina og örfárra mrn- útna gangur meðfram læknum niður í miðbæ Hafnarfjarðar. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.