Frjáls verslun - 01.04.1991, Page 86
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
ingarstig sé ekki að finna í staðli séu
hefðir eða venjur fyrir notkun þeirra
og allir byggingaraðilar hafi á þeim
sama skilning. Það er ekki rétt. Til
dæmis má nefna að sum byggingar-
fyrirtæki taka fram að raflögn sé
ídregin þegar íbúðir eru afhentar „til-
búnar undir tréverk og málningu“.
Önnur taka fram að svo sé ekki og
einnig þekkist að alls ekki sé minnst á
þennan þátt.
STAÐALL UM BYGGINGARSTIG - IST 51
Þörfrn fyrir stöðluð byggingarstig
er, að því er virðist, séríslenskt fyrir-
bæri. Hér á landi er byggingartími
húsa mun lengri en í nálægum lönd-
um. Til skamms tíma tók að jafnaði 30
mánuði að byggja fjölbýlishús og enn
lengri tíma að reisa einbýlishús. I öðr-
um löndum eru hús reist á skemmri
tíma en 6 mánuðum og auk þess af-
hent kaupendum fullbyggð. Þess
vegna þarf ekki að staðla byggingar-
stig húsa í grannlöndum okkar. Hér á
landi er það hins vegar nánast regla að
byggingarfyrirtæki afhendi kaupend-
um íbúðarhús áður en þeim er að fullu
lokið. Af því, sem hér er sagt, má
ráða að ekki sé að finna erlendar fyrir-
myndir sem gagnast við samningu
staðals um byggingarstig húsa. Stað-
ArreaFTfef
Hrísmýri 2, 800 Selfossi.
Sími 98-22166. Bílasímar 985-24168, 985-24169
Verktakastarfsemi,
vinnuvélaleiga og
efnissala.
„Til skamms tíma tók að jafnaði 30 mánuði að byggja fjölbýlishús."
allinn ÍST 51 var saminn og gefinn út
1972 og hefur gilt óbreyttur í tvo ára-
tugi. Hann er þó minna notaður í fast-
eignaviðskiptum en ætla mætti. Stað-
allinn var á sínum tíma þarft braut-
ryðjandaverk en fljótlega komu þó
frarn atriði sem bæta þurfti. í raun er
löngu tímabært að endurskoða hann.
Helstu ágallar staðalsins eru að skil-
greiningar á byggingarstigum svara
ekki nægilega vel til byggingarhátta,
sem nú tíðkast. Þá lýsir staðallinn
byggingarstigi heilla húsa en ekki ein-
stakra íbúða. Fasteignasalar og bygg-
ingaraðilar telja að staðallinn sé ekki
nógu sveigjanlegur. Helstu bygging-
arstigin í staðlinum eru „fokhelt“ og
„tilbúið undir tréverk". í raun er skil-
greining staðalsins á fokheldu húsi sú
eina sem enn er sæmilega fylgt.
NYR STAÐALL
Til þess að bæta öryggi í viðskipt-
um með hús í byggingu er nauðsyn-
legt að gera nýjan staðal um bygging-
arstig. Drög að honum liggja reyndar
86