Frjáls verslun - 01.04.1991, Síða 88
UTGAFA
RITUM
Alkunna er að Islendingar
hafa byggt mikið á síðustu árum
og raunar meginhluta þess íbúð-
arhúsnæðis sem nú er til í land-
inu. A sama tíma hafa framfarir í
byggingariðnaði orðið afar mikl-
ar, bæði hvað snertir tækni í
vinnubrögðum og sjálf bygging-
arefnin. Sífellt koma nýjungar
fram á þessum markaði og mik-
ils um vert að notendur, bæði
iðnaðarmenn og byggjendur
sjálfir, geti fylgst með á þessu
sviði.
Vímet hf. í Borgarnesi er nú að
undirbúa útgáfu kynningarrits um
framleiðsluvörur fyrirtækisins. Þar
verður almennur fróðleikur um notk-
un báraðra stálplatna til húsaklæðn-
inga og í frétt frá fyrirtækinu segir að í
ritinu sé kappkostað að fara hlut-
drægnislaust með staðreyndir og
birta niðurstöður hlutlausra rann-
sókna og prófana. Verkið er að miklu
leyti unnið af Birni Marteinssyni,
verkfræðingi hjá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, en einnig hafa
Pétur Sigurðsson efnaverkfræðingur
og fleiri lagt hönd á plóginn.
í þessu kynningarriti Vímets hf.
verður fjallað um ýmsar gerðir
klæðningarstáls, mismunandi form
þess, meðhöndlun platnanna við
geymslu og uppsetningu o.fl. Þá er í
ritinu að finna ýtarlegan fróðleik um
þetta vinsæla byggingarefni sem
einkum er ætlaður verkfræðingum og
arkitektum.
Við skulum grípa niður í einum
kafla ritsins, en það er nú í handriti.
Þar er fjallað um flutning efnis og
geymslu á byggingarstað:
„í flutningum á byggingarstað, við
upphífingu og festingu, ber að með-
höndla stálplöturnar með gætni og
gæta þess sérstaklega að lakkhúð
verði ekki fyrir skemmdum. Gæta
skal þess, þegar plata er tekin úr
stæðu, að lyfta henni beint upp, en
KLÆBNINGAR
Miklu skiptir að umgangast stálklæðningar með réttum hætti.
draga hana ekki yfir nærliggjandi
plötu. Við upphífmgu á hærri bygg-
ingar ætti að nota pall undir plöturnar.
Ef geyma þarf stálplötur um lengri
tíma á byggingarstað, er gott að hafa
eftirfarandi í huga:
1) Ganga vel frá plötunum í stæðu,
þar sem ekki mæðir mikið á.
2) Setja trébúta undir plötustæð-
una til að betur lofti um og verja þá
fyrir vatni. Ef þeir ná að gegnblotna
getur myndast hvítryð við snerti-
punkta járns og trés.
3) Hafa góðan halla á plötunum í
stæðunni svo að vatn, sem hugsan-
lega næði niður á þær, renni af þeim
aftur, því að ef vatn nær að liggja inn á
milli platna er hætta á hvítryðsmynd-
un.
4) Setja yfirbreiðslu á stæðuna,
sem heldur vatni, en er þó ekki alveg
loftþétt. Það hefur t.d. sýnt sig að
yfirbreiðslur úr gerviefni henta ekki
vel til þessa.“
Sannast sagna hefur rit eins og
þetta vantað á almennan markað.
Upplýsingarnar hafa legið dreifðar í
ýmsum sérritum sem almenningur
hefur haft takmarkaðan aðgang að.
Markmið ritsins er því að kynna fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins með hlut-
lausum hætti en umfram allt að stuðla
réttri meðferð og betri endingu þessa
þekkta byggingarefnis.
Kynningarriti Vírnets hf. verður til
dreift í lok maímánaðar og sér fyrir-
tækið um dreifmgu þess.
88