Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 14

Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 14
FORSÍÐUGREIN BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF, w RIKISTRYGGÐ EINOKUN • BIFREIÐASKODUN ÍSLANDS HF. ER AD HÁLFU í EIGU RÍKISINS. FYRIRTÆKIÐ HEFUR EINOKUN Á SKRÁNINGU OG SKODUN BIFREIÐA í LANDINU TIL ALDAMÓTA. • REKSTRARTEKJUR OG UMFANG BIFREIÐASKOÐUNAR ÍSLANDS ERU MUN MEIRIEN ÁÆTLANIR GERÐU RÁÐ FYRIR ÁÐUR EN FYRIRTÆKIÐ VAR STOFNAÐ. • ÞRÁn FYRIR HEIMILD í LÖGUM KEMUR BIFREIÐASKODUN ÍSLANDS í VEG FYRIR EÐLILEGA SAMKEPPNIMEÐ ÞVÍ AÐ ÚTILOKA Bl FREIÐ AVERKSTÆÐI FRÁ ÞVÍ AÐ SKOÐA BÍLA. • GAGNRÝNIÁ OKKAR STARFSEMIER AÐALLEGA Á MISSKILNINGIBYGGÐ, SEGIR KARL RAGNARS FRAMKVÆMDASTJÓRIFYRIRTÆKISINS. Bifreiðaskoðun Islands hf. er fyrirtæki sem mjög hefur verið í umræðunni á liðnum mánuðum. Hefur talsvert borið á gagnrýni í garð þess, einkum fyrir hækk- anir á gjaldskrám sem hafa, að sögn Neytendasamtakanna og Verðlagseftirlits verkalýðsfé- laganna, hækkað langt umfram almennt verðlag. A hinn bóginn hefur svo einnig borið á ánægju með þá þjónustu sem Bifreiða- skoðunin veitir og allir eru sam- mála um að með tilkomu hennar var stigið stórt skref í átt til auk- ins öryggis í umferðinni. tildrög þess að Bifreiðaskoðun ís- lands hf. varð til. ÓVIÐUNANDIAÐSTAÐA Bifreiðar höfðu ekki verið lengi í landinu þegar sú stefna var tekin af hálfu hins opinbera að haft skyldi eft- irlit með ökutækjum. Var það gert með lögum frá árinu 1927 en fyrsta reglugerð um bifreiðaskoðun kom út 1. febrúar 1928. Hafa ekki verið gerð- ar róttækar breytingar á þessum lög- um fram til þess að Bifreiðaskoðun íslands hf. var stofnuð og tók til starfa í ársbyrjun 1989. Ástæðan fyrir breytingunni þá var óviðunandi aðstaða hjá Bifreiðaeftir- liti ríkisins en þó fyrst og fremst sá vilji ráðamanna að eðilegra væri að stofna óháð fyrirtæki sem annaðist skoðun og skráningu. Litu menn þá einkum til reynslu Svía og V-Þjóð- verja, en í þeim löndum annast sér- stök fyrirtæki skoðun bfla og starfa í Hér á eftir verður fjallað nokkuð um þetta umdeilda fyrirtæki, rætt við nokkra innflytjendur bifreiða og aðra hagsmunaaðila, bornar saman gjald- skrár síðustu fjögur árin og m.a. rætt við Karl Ragnars framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Áður en lengra er hald- ið er þó ekki úr vegi að forvitnast um TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON OG HREINN HREINSSON 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.