Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 38

Frjáls verslun - 01.08.1991, Síða 38
VIÐSKIPTI í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er mörkuð skýr og ákveðin stefna um að ráðist verði í stórfellda einkavæðingu á kjörtímabilinu. Af ummælum ráðherranna má ráða að mikill áhugi sé fyrir því að framfylgja þessari stefnumörkun af festu. Hitt er svo annað mál að óvíst er að ríkisstjórnin vilji ganga eins langt í almannavæðingu og hugmyndir greinarhöfundar gera ráð fyrir. ALMANNAVÆÐING - ENDURGJALDSLAUS DREIFING HLUTABRÉFA í RÍKISFYRIRTÆKIUM Greinarhöfundur, Þór Sigfús- son, er hagfræðingur og starfar hjá Fjárfestingarfélagi íslands. Einn vandi einkavæðingar á íslandi er sá að ef farið yrði í stórtæka sölu ríkisfyrirtækja yrði framboð af hlutabréfum meira en eftirspurn. Annað hvort er að brúa þetta bil milli framboðs og eftirspurnar með því að heimila útlendingum að fjárfesta í mun meira mæli hér- lendis en verið hefur eða að af- henda opinberu fyrirtækin al- menningi honum að kostnaðar- lausu, eftir að búið er að breyta þeim í hlutafélög. Ég kýs að kalla þessa aðferð við sölu opin- berra fyrirtækja „almannavæð- ingu“. Það eru nokkur rök sem hníga að því að sú aðferð að afhenda lands- mönnum hlutabréf í fyrirtækjum kunni að vera gagnleg fyrir Island. Hér á eftir mun ég kynna nokkur þeirra. MIKIÐ UMFANG HINS OPINBERA Ef litið er á bæði framleiðslufyrir- tæki og fjármálafyrirtæki í eigu hins opinbera erum við íslendingar með töluvert hærra hlutfall opinberra fyrirtækja sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu en ýmis önnur lönd. Flest lönd í Vestur-Evrópu eru með þetta hlutfall um 5-11% á meðan við íslend- ingar erum samkvæmt mínum út- reikningum með þetta hlutfall rúm- lega 20%. Opinber fyrirtæki teljast vera öll framleiðslufyrirtæki í eigu hins opinbera og þær fjármálastofn- 38

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.