Frjáls verslun - 01.08.1991, Side 40
VIÐSKIPTI
í grein sinni segir Þór Sigfússon m.a.: „Borgin gæti kannað í alvöru mögu-
leika á endurgjaldslausri dreifingu hlutabréfa, t.d. í Hitaveitunni eða Raf-
magnsveitunni." Með því móti gætu Reykvíkingar beinlínis eignast hluta-
bréf í fyrirtækinu sem á skrauthýsið Perluna á Öskjuhlíð, en húsið er í eigu
Hitaveitu Reykjavíkur.
lítill að almennir kjósendur hugsi ekki
til þess þegar til kosninga kemur.
Með endurgjaldslausri dreifingu
mun áhætta stjórnmálamanna minnka
m.a. vegna þess að þeir eiga ekki á
hættu að talað verði um að „þeir ríku
hafi einir hagnast". Kjarabót almenn-
ings í formi hlutabréfa í almanna-
væddum fyrirtækjum gæti einnig
verið pólitísk ábatasöm fyrir stjórn-
málamenn. Með þessu mætti því
hugsa sér að stjórnmálamenn sæju
sér akk í því að almannavæða og væri
því að mati sumra hálfur sigur unninn
— fyrirtækin væru laus af klafa hins
opinbera. í Kanada var fyrirtæki í
Bresku Kólumbíu afhent íbúum.
Hver íbúi fékk senda fimm hluti án
endurgjalds. Allir þeir sem voru undir
lögaldri fengu einnig bréf en þau voru
skráð á móður viðkomandi. En hentar
endurgjaldslaus dreifmg hlutabréfa
fyrirtækjunum sjálfum?
ÓKOSTIR ALMANNAVÆÐINGAR
Bent hefur verið á nokkra ókosti
samfara endurgjaldslausri dreifingu
hlutabréfa. Ef til dæmis hlutabréfum í
Pósti og síma yrði dreift til lands-
manna þá mundi hver fjögurra manna
fjölskylda fá í sinn hlut 160 þúsund
krónur, ef miðað er við eigið fé fyrir-
tækisins. Ljóst er að íjöldi manna
kann að vilja selja þessi bréf sín sem
allra fyrst og því gæti hugsanlega orð-
ið misræmi milli framboðs og eftir-
spurnar sem mundi leiða til verð-
hruns á bréfum fyrirtækisins. Koma
mætti í veg fyrir þetta með því að
takmarka fyrst í stað möguleika á sölu
bréfanna.
Helsti vandi fyrirtækja sem eru í
eigu fjölmenns hóps manna, t.d. líf-
eyrissjóða, er að dreifð eignaraðild
leiðir til þess að aðhald hluthafa á
stjórnendur minnkar. Kostnaður ein-
stakra hluthafa við að hafa áhrif á
stjórn fyrirtækjanna verður ávallt
meiri en sá ábati sem einstakir hlut-
hafar geta vænst að fá með aðgerðum
sínum. Þetta leiðir síðan til þess að
stjórnendur fyrirtækjanna taka eigin
hagsmuni framar hagsmunum hlut-
hafa og hagræðing í fyrirtækjunum
verður minni fyrir bragðið. Sá þjóð-
hagslegi ávinningur sem af almanna-
væðingunni hlýst gæti því orðið minni
en með því að selja fyrirtækin fáum,
stórum, aðilum.
LEIÐSEM MÁSKOÐA
Helsta ástæða einkavæðingar víða
um heim er þörf ríkja til þess að
minnka halla á rekstri og draga úr
skuldum. Það gerist meðal annars
með sölu hlutabréfa. Ef á hinn bóginn
aðrar ástæður eru teknar fram yfir
eða ef almenn einkavæðing er illfram-
kvæmanleg í þeirri mynd sem nauð-
synleg er kann almannavæðing að
vera leið sem má skoða.
Aimannavæðing virðist henta ís-
lenskum aðstæðum ágætlega. Þjóðin
er ennþá tiltölulega ókunn hlutabréfa-
markaði og því gæti almannavæðing
tengt fjölda fólks fyrirtækjarekstri í
landinu. Eins og áður er nefnt eru
opinber umsvif meiri hér en í ná-
grannalöndum okkar og það kallar
hugsanlega á annars konar aðferðir.
Einnig má benda á að hér á landi eru
einstaka sveitarfélög með trygga fjár-
hagsstöðu. Reykjavflcurborg á til að
mynda ekki í neinum fjárhagsvand-
ræðum jafnframt því sem fyrirtæki
borgarinnar eru gríðarlega stór.
Borgin gæti því kannað í alvöru
möguleika á endurgjaldslausri dreif-
ingu hlutabréfa, t.d. í Hitaveitunni
eða Rafmagnsveitunni.
Sumir hafa kennt því um að hug-
myndin um almannavæðingu hefur
ekki fengið nægan hljómgrunn í hin-
um vestræna heimi, að ýmsir sér-
fræðingar um þessi mál séu einnig
hagsmunaaðilar á hlutabréfamarkaði.
Ef hlutabréf eru seld á hlutabréfa-
markaði fá verðbréfafyrirtæki þókn-
un fyrir. Ef bréfunum er útdeilt er
eðlilega ekki um slíka þóknun að
ræða. Til að tryggja sem best eigin
hag er því ekki rökrétt fyrir hags-
munaaðila á hlutabréfamarkaði að
leggja til almannavæðingu. Þetta var
meðal annars haft á orði í almanna-
væðingunni í Kanada. Hagsmuna-
árekstur sem þessi má ekki koma í
veg fyrir að hugmyndin verði að veru-
leika.
Ef fara á út í að leysa fyrirtækin af
klafa hins opinbera, þá er vel hugsan-
legt að endurgjaldslaus dreifing hluta-
bréfa í opinberum fyrirtækjum sé
árangursríkasta leiðin til að draga
verulega úr opinberum umsvifum í at-
vinnulífi þjóðarinnar.
40