Frjáls verslun - 01.08.1991, Page 60
MENNTUN
Guðmundur Gunnarsson, formaður Félags íslenskra rafvirkja: íslenskt
menntakerfi er á algjörum villigötum. Asókn í bóknámið eykst ár frá ári en
iðnnámnið og þar með verkmenning í landinu á undir högg að sækja.
þar væri um 70% nemenda á fram-
haldsskólaaldri að ræða og sagði
Hörður að það hlutfall færi stöðugt
hækkandi. Þar væri m.a. að finna
ástæðuna fyrir þrengslum í fram-
haldsskólum landsins en einnig væri
skýringa að leita í þeirri staðreynd að
þessir árgangar væru mjög fjölmenn-
ir.
En hvernig er þá skiptingin á milli
bóklegs náms og verklegs náms? —
Af gögnum menntamálaráðuneytisins
frá haustinu 1988 kemur margt for-
vitnilegt í ljós. Langflestir stunduðu
nám í hreinum bóklegum greinum,
þ.e. í almennu bóknámi og á við-
skiptasviði, eða 57.8% allra fram-
haldsskólanema. Næsti flokkur þar á
eftir eru nemendur á verk- og tækni-
menntunarsviði (iðnnámi) eða
25.88%. Önnur svið voru mun minni
eins og sjá má í súluriti sem fylgir
þessari grein.
Hér kristallast val grunnskólanem-
enda á væntanlegum starfsvettvangi:
Langflestir sækja í störf sem byggja á
einhvers konar bókiegu námi og
stefna á æðra nám til að undirbúa sig
undir slík störf. Iðnfræðsla á æ síður
upp á pallborðið og minni áhugi er á að
taka þátt í þeim geira mennta og
menningar sem lýtur að verklegum
þáttum.
Hér er auðvitað ekki um neitt sér-
íslenskt fyrirbæri að ræða. Þannig
hefur þróunin verið í velferðarsamfé-
lögum vestursins um áratuga skeið
og jafnvíst eins og dagur fylgir nóttu
að þessi þróun hérlendis er engan
veginn á enda. En þá vakna spurning-
ar á borð við þá hvort samfélagið geri
nóg til að beina nemendum á
ákveðnar brautir og hvort ekki sé
hætta á að slagsíðan innan mennta-
kerfisins hvolfi skútunni áður en var-
ir?
Guðmundur Gunnarsson formaður
Félags íslenskra rafvirkja sagði að ís-
lendingar væru á algjörum villigötum í
sínu menntakerfi. Allt stefndi í það að
gera stúdentspróf að einhvers konar
grunnámi og sú krafa menntakerfisins
og atvinnulífsins stuðlaði að því að
unglingar fengju það á tilfmninguna að
iðnnám væri helst aðeins fyrir þá sem
væru slakir í námi.
„Auðvitað vantar stórlega upp á að
starfsfræðsla og námsráðgjöf sé
nægjanlega mikil í grunnskólunum.
Krakkarnir vita ekki hvaða möguleik-
ar felast í margvíslegu verknámi,
bæði í iðnskólunum og öðrum sér-
skólum. Þess vegna finnst þeim liggja
beinast við að fara í menntaskóla og
nota þau fjögur ár til að hugsa um í
hvers konar starfsnám þeir ætli sér.“
Guðmundur minnti á að fleiri
ástæður væru fyrir því að æ færri
sæktu inn í iðnskólana. Skipting í
hefðbundnar iðngreinar væri vart
raunhæf lengur vegna þess að tækni-
búnaður hefði gert það að verkum að
störf hefðu breyst verulega. Nauð-
synlegt væri að sameina greinar og
breyta fyrirkomulagi námsins því
annars væri stórhætta á að skólakerf-
ið þróaðist í allt aðra átt en atvinnu-
lífið. „Við verðum að mennta nýtilegt
fólk fyrir þjóðfélagið, fólk sem er hæf-
ur vinnukraftur á hátæknivinnumark-
aði. Lengd námsins á ekki að vera
markmið heldur atvinnumöguleikar
fólksins sem lýkur náminu,“ sagði
Guðmundur.
60