Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1991, Qupperneq 60

Frjáls verslun - 01.08.1991, Qupperneq 60
MENNTUN Guðmundur Gunnarsson, formaður Félags íslenskra rafvirkja: íslenskt menntakerfi er á algjörum villigötum. Asókn í bóknámið eykst ár frá ári en iðnnámnið og þar með verkmenning í landinu á undir högg að sækja. þar væri um 70% nemenda á fram- haldsskólaaldri að ræða og sagði Hörður að það hlutfall færi stöðugt hækkandi. Þar væri m.a. að finna ástæðuna fyrir þrengslum í fram- haldsskólum landsins en einnig væri skýringa að leita í þeirri staðreynd að þessir árgangar væru mjög fjölmenn- ir. En hvernig er þá skiptingin á milli bóklegs náms og verklegs náms? — Af gögnum menntamálaráðuneytisins frá haustinu 1988 kemur margt for- vitnilegt í ljós. Langflestir stunduðu nám í hreinum bóklegum greinum, þ.e. í almennu bóknámi og á við- skiptasviði, eða 57.8% allra fram- haldsskólanema. Næsti flokkur þar á eftir eru nemendur á verk- og tækni- menntunarsviði (iðnnámi) eða 25.88%. Önnur svið voru mun minni eins og sjá má í súluriti sem fylgir þessari grein. Hér kristallast val grunnskólanem- enda á væntanlegum starfsvettvangi: Langflestir sækja í störf sem byggja á einhvers konar bókiegu námi og stefna á æðra nám til að undirbúa sig undir slík störf. Iðnfræðsla á æ síður upp á pallborðið og minni áhugi er á að taka þátt í þeim geira mennta og menningar sem lýtur að verklegum þáttum. Hér er auðvitað ekki um neitt sér- íslenskt fyrirbæri að ræða. Þannig hefur þróunin verið í velferðarsamfé- lögum vestursins um áratuga skeið og jafnvíst eins og dagur fylgir nóttu að þessi þróun hérlendis er engan veginn á enda. En þá vakna spurning- ar á borð við þá hvort samfélagið geri nóg til að beina nemendum á ákveðnar brautir og hvort ekki sé hætta á að slagsíðan innan mennta- kerfisins hvolfi skútunni áður en var- ir? Guðmundur Gunnarsson formaður Félags íslenskra rafvirkja sagði að ís- lendingar væru á algjörum villigötum í sínu menntakerfi. Allt stefndi í það að gera stúdentspróf að einhvers konar grunnámi og sú krafa menntakerfisins og atvinnulífsins stuðlaði að því að unglingar fengju það á tilfmninguna að iðnnám væri helst aðeins fyrir þá sem væru slakir í námi. „Auðvitað vantar stórlega upp á að starfsfræðsla og námsráðgjöf sé nægjanlega mikil í grunnskólunum. Krakkarnir vita ekki hvaða möguleik- ar felast í margvíslegu verknámi, bæði í iðnskólunum og öðrum sér- skólum. Þess vegna finnst þeim liggja beinast við að fara í menntaskóla og nota þau fjögur ár til að hugsa um í hvers konar starfsnám þeir ætli sér.“ Guðmundur minnti á að fleiri ástæður væru fyrir því að æ færri sæktu inn í iðnskólana. Skipting í hefðbundnar iðngreinar væri vart raunhæf lengur vegna þess að tækni- búnaður hefði gert það að verkum að störf hefðu breyst verulega. Nauð- synlegt væri að sameina greinar og breyta fyrirkomulagi námsins því annars væri stórhætta á að skólakerf- ið þróaðist í allt aðra átt en atvinnu- lífið. „Við verðum að mennta nýtilegt fólk fyrir þjóðfélagið, fólk sem er hæf- ur vinnukraftur á hátæknivinnumark- aði. Lengd námsins á ekki að vera markmið heldur atvinnumöguleikar fólksins sem lýkur náminu,“ sagði Guðmundur. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.