Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 9
Starfsmenn Hollráða, frá vinstri: Elín Þóra Eiriksdóttir, Elín Guðmunds-
dóttir, Ásta Kr. Ragnarsdóttir, Guðmunda Eliasdóttir, Dögg Júníusdóttir
og Jóna Ann Pétursdóttir. Á myndina vantar sérfræðingana 40 sem sinna
kennslu og ráðgjöf.
Við leggjum áherslu á ríkt og metnaðarfullt innihald námskeiðanna,
alveg á sama hátt og þegar um hina fullorðnu er að ræða. Hvað annað!
Meira að segja er það svo að sömu efnisþættir eru oft teknir fyrir, þó
með annarri útfærslu og nálgun þar sem um annan aldurshóp er að ræða.
Það eru námskeið sem taka á framkomu og tjáningu, samskiptum og ein-
elti og einnig fléttum við inn f náms- og starfsfræðslu með kynningu á við-
fangsefnum foreldra í huga og þess fyrirtækis sem í hlut á. Börn líta oft á
vinnustað foreldranna sem keppinaut um athygli og tíma pabba og
mömmu og geta látið það í Ijósi með ýmsum hætti. Það er eitt dæmi um
spennuvaldandi áreiti sem fólk getur tekið með sér í vinnuna, án þess að
gera sérfulla grein fyrir ástæðunni sem býrað baki. Jákvæð afstaða barns
til vinnustaðar foreldra hefur áhrif á heildarmyndina og líðan í starfi. Það
að vinnustaðurinn hennar mömmu eða hans pabba „bjóði mér á nám-
skeið" á svo sannarlega þátt í að skapa jákvæða afstöðu barnsins til vinnu-
staðar foreldris og það skynjar sig þá síður sem afgangsstærð utan hans.
Þetta kemur berlega í Ijós þegar börnin, stolt í bragði, greina hvort öðru frá
því hvaða vinnustaður stendur á bak við þátttöku þeirra á námskeiðunum."
Áhersla er lögð á virkni þátttakenda í fámennum hópum.
þá sem hætta störfum vegna aldurs og búa yfir fullu starfsþreki og orku.
Þessi hópur, með reynslu sína og kraft, er þjóðfélaginu ákaflega mikil-
vægur og við hjá Hollráðum erum mjög stolt af starfslokanámskeiðun-
um okkar, sem hlotið hafa frábærar viðtökur.
Fjölbreytt flóra
Ýmsar nýjungar eru í boði hjá Hollráðum. Nýjasta námskeiðið okkar,
sem mér sýnist að muni slá í gegn nú eftir áramótin, er um beitingu
skopskyns í málflutningi og fleira og fleira er á teikniborðinu.
Sveigjanleg þjónusta
Þjónusta Hollráða er margvísleg og sveigjanleg og fleira kemur til en
námskeiðahald. Má þar nefna ráðgjöf vegna aðstæðna og vandamála á
vinnustað, til dæmis greiningu og úrræði í tilfellum þar sem um sam-
skiptavanda er að ræða.
Starfslok - ný framtíð
„Við höfum sérstaklega lagt okkur fram um að sinna því fólki sem býr
sig undir starfslok," segir Ásta. „Það liggur ekki allt í augum uppi fyrir
Hlýlegt umhverfi
Hjá Hollráðum er mikið lagt upp úr mjúku, óstofnanalegu umhverfi og
eru námskeiðin yfirleitt haldin í húsnæði fyrirtækisins í gamla miðbæn-
um en þó kemur fyrir að fyrirtæki óski þess að fá okkur til sín. Umhverfi
hefur áhrif á líðan fólks og þess vegna leggjum við áherslu á að fræðsl-
an fari fram í hlýlegu, umfaðmandi umhverfi með kertum, blómum,
góðri, mildri lýsingu og hlýjum litum. Það að vera í áreitislausu umhverfi
stuðlar að góðri líðan og móttökustöðvarnar verða þar með opnari,"
segir Ásta K. Ragnarsdóttir að lokum. hoIlrad@hollrad.is
9