Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 21
Fjölskylda Olgeirs og Rutar. Frá vinstri: Helgi Árnason, sambýlismaður Esterar, Daníel Freyr, sonur Esterar, Ester Júlía Olgeirsdóttir, Edda
Guðrún Valdemarsdóttir, sambýliskona Davíðs, Davíð Þorsteinn Olgeirsson, Karl Olgeir Olgeirsson, Berglind Rós, fósturdóttir Karls, Rut
Þorsteinsdóttir og Olgeir. Fyrir framan Olgeir situr Aron Heiðar, sonur Esterar. A myndina vantar Önnu Maríu Sigurðardóttur sambýliskonu
Karls og nýfæddan son þeirra. FV-mynd: Geir Ólafsson
Fjölskylda Olgeirs
Olgeir Kristjónsson er fæddur í Reykjavík 21. september 1948. Hann er
sonur hjónanna Kristjóns Þorgríms ísakssonar prentara, f. 1913 - d.
1992 og Vilhelmínu Karenar Olgeirsdóttur, f. 1930 - d. 1985. Olgeir er
giftur Rut Þorsteinsdóttur, verslunarmanni í versluninni Fröken Júlíu í
Mjódd, f. 24. janúar 1948. Foreldrar Rutar eru hjónin Þorsteinn L. Pét-
ursson, vélstjóri hjá Eimskip til margra ára, f. 1925, og Unnur Guð-
mundsdóttir húsfreyja, f. 1929.
Börn Olgeirs og Rutar: Ester Júlía, skrifstofumaður hjá ríkisskatt-
stjóra, f. 28. nóvember 1966, en synir hennar eru Daníel Freyr og Aron
Heiðar; Karl Olgeir, hljómlistarmaður, f. 21. október 1972, sambýlis-
kona hans er Anna María Sigurðardóttir og eignuðust þau strák hinn
15. desember sl. en Anna átti áður dótturina Berglindi Rós; Davíð Þor-
steinn, háskólanemi, f. 12. des. 1978.
Olgeir á eina systur, Þórunni Kristjónsdóttur læknaritara, f. 1951, Hún
er gift Bjarna Ingólfssyni, framkvæmdastjóra dráttarbílafyrirtækisins Vöku.
Olgeir og Rut
Olgeir var 16 ára og í þriðja bekk í MR þegar hann kynntist konu sinni, Rut Þorsteinsdóttur, sem þá var í fjórða bekk í Kvennaskólan-
um í Reykjavík. „Við félagarnir í MR vorum að slá okkur upp með stelpunum í Kvennó," segir Olgeir og bætir kankvís við: „Það fór
svona Ijómandi vel á með okkur og við höfum verið saman síðan." Tveimur árum síðar, þá 18 ára, eignuðust þau sitt fyrsta barn, dótt-
urina Ester Júlíu, og byrjuðu að búa.
við svolítið gamaldags hvað þetta snertir. Arangurstengd laun í
formi bónusa eru eflaust hvetjandi, en aðeins að vissu marki.
Eg er sannfærður um að það kemur ekkert í staðinn fyrir innri
áhuga fólks á að ná árangri, en vissulega verður að gæta þess
að fólki sé ekki illa borgað. Mín skoðun er sú að stjórnandi, sem
tekur að sér að reka fyrirtæki, verði fyrst og fremst að hafa vilj-
ann og eldmóðinn að vopni til ná árangri - þótt það vopn geti
orðið bitlaust með tímanum sé hann illa launaður. Verði bónus-
ar hin ríkjandi hefð í íslensku viðskiptalífi komumst við varla hjá
því að taka þátt í þeim leik. Við erum í samkeppni um fólk og
hér hefur stefnan verið sú að gera vel við starfsfólk."
Hvað um kaupréttarkerfi, að starfemenn öðlist rétt til að kaupa í
fýrirtækjunum á fyrirfram ákveðnu gengi?
„Mér líst betur á kaupréttarkerfi en bónusa, menn eru þá að vinna
að því að gera eignina verðmætari með árangri sínum. Þann ár-
angur er líka auðveldara að mæla. Vandamálið við bónuskerfið er
stóra spurningin um það hveijum beri að þakka árangurinn? I
stórum fyrirtækjum, sem eru með mörg hundruð starfsmenn,
hlýtur að vera erfitt að taka örfáa út og segja: „Það er ykkur að
þakka að við náðum þessum árangri!" Höfðu hinir þá ekkert að
segja? Komu þeir ekkert við sögu? Það getur verið nógu erfitt að
gera upp á milli deilda, eins og fjármála-, sölu-, framleiðslu- og
þjónustudeilda, en hvað þá á milli manna innan deilda. Fram-
leiðsludeild á örugglega erfitt með að taka undir að það sé allt
söludeildinni að þakka - og svona má áíram telja. Oréttlátt bónus-
kerfi getur hæglega skapað meiri sundrung en sameiningu og
snúist upp í andstæðu sína; orðið letjandi en ekki hvefjandi. í kaup-
réttarkerfi, sem raunar eru líka mjög flókið mál, eru meiri líkur á
að fólk tengi heildarárangurinn betur við sjálft sig. Það er heildar-
21