Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 24
eru fjármálafyrirtækin og stórverslanirnar. Allir bankarnir skipta við okkur og sömuleiðis erum við með allt hraðbanka- kerfið og hugbúnaðinn sem keyrir það. Viðskipfi okkar við ein- staklinga tengjast nær einvörðungu sölu á tölvum og þar eigum við dyggan hóp viðskiptavina." UM EJS-SAMSTÆÐUNA... Hvemig skilgreinið þið EJS-samstæðuna núna? „EJS er þjónustufyrirtæki sem sinnir upplýsingatækni og þannig hefur það verið skilgreint um nokkurt skeið. Öll starísemin grundvallast á þekkingu. Við erum ekki birgjadrifin heldur eru það hagsmunir viðskiptavinanna sem drífa iyrirtækið áfram. Við erum hugbúnaðarhús sem hannar og smíðar upplýsingakerfi, við setjum upp og þjónustum búnað og kerfi, veitum ráðgjöf við val á lausnum og síðast en ekki síst erum við tölvu- og búnaðarsali. Ástæðan fyrir því að við gátum hafið útflutning á vörusfjórnarkerfi okkar, MMDS, þegar á árinu 1993 var sú að innan fyrirtækisins var fyrir hendi sérhæfð þekking á hönnun og smíði stórra kerfa. EJSsamstæðan hefúr hins vegar að mestu orðið til á síðustu tveimur árum. EJS stofhaði EJS International árið 1993 til þess að stunda útflutning. Núna samanstendur EJS-samstæðan af tíu fyr- irtækjum með um 470 starfsmenn eða um 380 sé miðað við meiri- hlutaeign í dótturfélögunum. Samstæðan er hugsuð sem regnhlíf fyrirtækja þar sem við leyfum fyrirtækjunum að keppa innbyrðis án þess að hafa sérstaka forsjá með þeim. Við leyfum þeim að ein- beita sér, finna sér sjálf sinn eigin vettvang. Yfir regnhlífinni er svo eignarhaldsfélagið Klakkar hf. sem er að fúllu í eigu EJS.“ Hver er hagnaðarkrafa fyrirtældsins? „Krafan er að hagnaður eftír skatta sé 7% af veltu fyrirtækisins. Það þarf mikinn hagnað til að standa undir væntingum hluthafa um verðmætí fyrirtækisins. Þetta eru miklar kröfur á íslenskan mælikvarða og ólíklegt að þær náist á þessu ári. En við hvikum ekki frá þessu markmiði. Við vinnum stöðugt að því. Með því að setja markið hátt er líklegra að það þokist í áttína að því.“ Hvaðan kemur h;ignaöurinn? „Hagnaðurinn kemur úr öllum deildum. Af 180 manna starfsliði í EJS starfá ríflega 100 manns á þjónustu- og hugbúnaðarsviði og frá þessari deild er mestí hagnaðurinn sprottinn. I henni liggur mesta OLGEIR KRISTJÓNSSON MflÐUR ÁRSINS sérhæfing okkar og samkeppnisyfirburðir. Mér er ekki kunnugt um neinn rekstrarþátt sem ekki skilar hagnaði því að ef svo væri létum við skera hann.“ Hvemig skilgreinið þið keppinauta ykkar hér innanlands? „Við eigum í svolitlum erfiðleikum með að hólfa þá sérstak- lega. Við seljum tölvubúnað, þjónustu, ráðgjöf og hugbúnaðar- kerfi þannig að við höfum aflað okkur keppinauta víðast hvar. Við erum að keppa við hugbúnaðarfyrirtækin, tölvusalana og þjónustufyrirtækin. Öll tölvufyrirtæki á íslandi eru að keppa við okkur með einhverjum hætti.“ ALMENNT UM TÖLVUGEIRANN... Hvemig sérð þú vöxt tölvugeirans fyrir þér á næstu árum? ,Á heimsvísu hefur þessi geiri, upplýsingatæknin, verið að vaxa um það bil tvöfalt tíl þrefalt hraðar en önnur starfsemi á undanförnum árum og það er ekki sjáanlegt að það sé nein breyting á því, nema síður sé. Tölvusala vex um 10 til 15% á ári. Á sama tíma er hagvöxtur í heiminum að vaxa um 3 til 4%. Vöxturinn er því hraður. Mér sýnist að vaxtarhraðinn í upplýsingatækninni hér heima hafi verið um 20% en að hann verði um 10% á því ári sem nú er að ljúka. Á hinn bóginn eru þau fyrirtæki sem núna eru á markaði metín hærra en nemur innri vaxtarhraða. Hvað geta þau þá gert? Ef þau geta ekki sætt sig við innri vaxtahraða þá verða þau að vaxa með stofnun nýrra fyrirtækja, kaupum eða samruna, þannig að það verði fleiri fyrirtæki sem taka þátt í stækkuninni. Hitt er að stækka markaðinn landfræðilega, þ.e. að fara til útlanda. Þetta tvennt hefur verið að gerast hjá EJS. Við höfum keypt fyrirtæki hér innanlands, stofnað ný og leitað nýrra markaða ytra, eins og við erum nú að gera á Bretlandi." Stundum er látíð svo sem við Islendingar séu klárasta og snjallasta tölvuþjóð í heimi og klisjan um að við séum svo fljótír að tileinka okkur allar tækninýjungar heyrist oft. ,Allt tal um að við séum klárasta tölvuþjóð í heimi er mikill mis- skilningur. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir. Hvers vegna ættum við að vera svona miklu betri en aðrir? Er það menntunin, er það hefðin, er það stærð markaðarins? Varla. Það eru hlutfallslega jafnmargir klárir krakkar að vinna við þetta erlendis og hér, það eru hlutfallslega jafnmargir kall- aðir hjá stórþjóðunum. Það getur vel verið að við séum mestu Internetnotendur í heimi en það þarf ekki að vera til marks um snilld. Vonandi á hugbúnaðariðnaðinum á Islandi eftir að ganga allt í haginn á næstu áratugum, þjóðin þarfnast þess. En við megum ekki ofmeta stöðuna við óbreytt ástand. Smæð þjóðarinnar gerir það að verkum að fýrirtæki eru lítil. Það að þau séu lítil þýðir að erfitt er fyrir þau að vinna að stórum og mannfrekum verkefnum. Og þar að auki eru þau oftast fátæk þannig að smæðin er að þvælast fyrir okkur frekar en hitt.“ FRAMKVÆMDASTJGRASKIPTIN 1991... Víkjum að árinu 1991, þú varst einn íjögurra eigenda EJS, með 25% hlut, og varst yfir hugbúnaðardeildinni. Hvað kom til að þú gerðist forstjóri? „Það voru Bjarni B. Ásgeirsson, Helgi Þór Guðmundsson, Krist- ján Auðunsson og ég sem keyptum fyrirtækið af Einari J. Skúla- syni í tveimur áföngum, 1984 og 1985. Kristján, sem hafði verið 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.