Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 31

Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 31
Merzedes Benz ML er þægilegur og fjölskylduvænn jeppi sem hentar vel á fjöllum jafnt og í þéttbýli. Ökumaður og farþegar sitja hátt og hafa frábært útsýni út um stórar rúður bílsins. Hægt er að fá jeppann í sjö sæta útfærslu sem býður upp á skemmtilega möguleika því auðvelt er að fjarlægja eða leggja niður hluta sætanna. Þá er farangursrými vel hannað og rúmgott. Merzedes Benz ML hefur bæði hátt og lágt drif, sítengt aldrif með 4ra rása raf- stýrða spólvörn (ETS), ABS hemlalæsi- vörn og BAS hemlunarflýti. Öryggisbeltin eru samhæfð líknarbelgjunum til frekara öryggis. ML bíllinn er fáanlegur með 163 hest- afla, fimm strokka díselvél eða bensín- vélum frá 218 hestöflum. Díselvélin er fáanleg með sex gíra beinskiptingu en bæði dísel- og bensínvélarnar hafa fimm þrepa skynvædda sjálfskiptingu og hraðastillir er sjálfsagður staðalbúnaður. Meðal aukahluta má nefna leður- áklæði, samlitun á stuðurum, þjófavarnar- kerfi, regnskynjara fyrir rúðuþurrkur, auka- sæti auk aksturstölvu og „command" leiðsögukerfis. Lögun bílsins gerir það að verkum að vindmótstaða er í lágmarki sem er orku- sparandi og dregur úr hljóðmengun.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.